Vísbending


Vísbending - 14.01.2014, Page 3

Vísbending - 14.01.2014, Page 3
V Í S B E N D I N G • 2 . T B L . 2 0 1 4 3 síðustu ár og eiga eftir að koma í stað jarðolíu. Ný tækni við endurvinnslu hefur einnig sitt að segja. Þriðja aðalatriðið, sem Meadows og samstarfsfólk hans horfði fram hjá, er, um hvað hagvöxtur í krafti frjálsra viðskipta snýst. Hann er ekki fólginn í því að grafa kappsamlega eftir orkugjöfum eins og kolum, uns þau þrjóta, heldur í því að leita sífellt greiðfærari og hagkvæmari leiða til að framleiða lífsgæðin. Mikilvægt er að koma ekki í veg fyrir þá leit með margvíslegum opinberum hömlum. Er ekki eina ráðið við frelsinu meira frelsi. birgðir í heiminum“ af ýmsum jarðefnum og í öðrum dálki tilgreindur „áætlaður vaxtarhraði“ notkunar þessara efna í þremur undirdálkum, mikill, meðaltal og lítill. Síðan var dálkur, sem sýndi „endingartíma miðað við veldisvaxandi notkun“, og var þá miðað við meðaltalið af miklum og litlum áætluðum vaxtarhraða notkunar. Þaðan eru ártölin fengin, sem hér hafa verið nefnd, 2003 fyrir ál og svo framvegis. Erfitt er að lesa annað út úr töflunni en að Meadows og samstarfsfólk hans hafi spáð þessum endingartíma, þótt það hafi vissulega líka reiknað út endingartímann miðað við fimmföldun þekktra birgða og sett í sérstakan dálk. Jafnframt fullyrtu þau Meadows og samstarfsfólk hans, að verð á flestum eða öllum jarðefnum myndi bráðlega snarhækka vegna skorts á þeim. Það hefur ekki gengið eftir. Verðið hefur sveiflast talsvert upp og niður, en var lengi lægra á mörgum efnum en árið 1972, þegar Endimörk vaxtarins komu út. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins sagði Meadows, að hann myndi þá tíð, þegar olíutunnan kostaði þrjá dali, en nú kostaði hún nær hundrað dali. Þetta er talnabrella. Meadows miðaði við nafnverð, ekki raunverð. Menn kaupa miklu minna með einum Bandaríkjadal árið 2013 en 1972. Nafnverðið var um 3 dali í áratugi eftir seinni heimstyrjöldina en hækkaði mikið upp úr 1970. Þegar verðið er reiknað út á föstu verði, til dæmis miðað við verðlag árið 2013, sést, að olíutunnan kostaði um 20 dali 1972. Verðið tvöfaldaðist næstum því 1974 og rauk upp í meira en hundrað dali 1980, en lækkaði síðan og var 17 dalir á tunnu 1998. Síðan hefur það aftur hækkað og er í árslok 2013 um 100 dalir, eins og sést á mynd 2. Horft fram hjá þremur aðalatriðum Heimurinn hrundi ekki, heldur líkan Meadows og samstarfsfólks hans. Mistök þess voru að framlengja umsvifalaust þær þróunarlínur, sem þau töldu sig sjá. Fólk hélt ekki áfram að fjölga sér með veldisvexti, og matvælaframleiðsla hélt ekki áfram að vaxa jafnskrefa, heldur óx hraðar en það, jafnframt því sem menn tóku í notkun nýja tækni, sem sparaði efni og orku. Lífið kemur okkur stundum á óvart. Meadows og samstarfsfólk hans horfði fram hjá þremur aðalatriðum. Hið fyrsta er, að eftirspurn er ætíð háð verði. Því dýrara sem eitthvað efni er, því frekar reyna menn að nota eitthvað annað þess í stað. Þess vegna er ekki í neinum skynsamlegum skilningi unnt að segja, að efni gangi til þurrðar. Það hættir frekar að borga sig að nota efnið. Annað aðalatriði er framþróun í vísindum og tækni. Síðustu ár hafa rafbækur til dæmis víða leyst af hólmi pappírsbækur. Eftirspurn eftir trjám dregst því væntanlega saman. Annað dæmi er, að bílar eru nú miklu sparneytnari en áður. Tökum þann þráð upp og setjum svo, að verkfræðingi takist að smíða vél, sem minnki olíuþörf um helming. Þá hefur hann í raun tvöfaldað olíubirgðir heimsins. Ekki þarf heldur að minna á rafbíla, sem eru að verða sífellt fullkomnari, og á hinar miklu birgðir af jarðgasi, sem fundist hafa Mynd 2: Nafn- og raunverð á olíutunnu í Bandaríkjadölum 1964-2013 Heimild: http://inflationdata.com. Heimildir: Dennis Meadows o. fl., 1974. Endimörk vaxtarins, þýð. Þorsteinn Vilhjálmsson. Reykjavík: Menningarsjóður. Björn Lomborg, 2000. Hið sanna ástand heimsins, þýð. Bjarni Stefán Konráðsson. Reykjavík: Fiskifélagsútgáfan. Matt Ridley, 2010. The Rational Optimist: How Prosperity Evolves. New York: Harper. Verð á hráolíutunnu, sjá http://inflationdata. com/Inflation/Inflation_Rate/Historical_Oil_ Prices_Table.asp Fólksfjölgun, sjá worldbank.org Matvælaframleiðsla, sjá fao.org mjög miklar hjá þessum hópi. Allir aðrir aldurshópar til 45 ára aldurs tapa mjög miklu hlutfallslega eða um 30 til 40% af eignum. Eiginfjárhlutfall varð neikvætt hjá hópunum allt til 39 ára og hópurinn á aldrinum 40­45 ára lækkaði úr 40% eiginfjárhlutfalli í tæplega 10%. Augljóst er að allir hóparnir eru aftur á batavegi, sérstaklega eftir dóma um erlend lán, en þó er enn langt í land. Í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að eiginfé sé lítið og jafnvel neikvætt hjá þeim sem eru ungir og hafa keypt sína fyrstu fasteign. Þeir eru margir með námslán á bakinu og skulda mikið í íbúðum sínum. Mynd 2 sýnir hvernig eiginfjárhlutfallið hrundi hjá fólki 45 ára og yngra, væntanlega fyrst og fremst vegna erlendra lána. Hlutfallið hefur svo hækkað á ný vegna dóma sem fallið hafa um þau. Þeir elstu standa kreppuna best af sér Á mynd 3 sést hvernig þeim sem eru 45 ára og eldri vegnaði í hruninu. Eiginfjár­ hlutfall lækkaði vissulega í öllum aldurs­ hópum, mest hjá þeim sem eru undir fimmtugu, en samt ekki alveg eins mikið og hjá þeim sem yngri voru. Allir aldurshópar urðu þó fyrir áföllum. framhald af bls. 1 framhald á bls. 4

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.