Víkurfréttir - 03.03.2011, Side 4
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 9. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR4
FRÉTTAYFIRLIT VÍKURFRÉTTA
VF.IS FRÉTTIR SPORT
... síðustu 7 dagar á vf.is
Reykjanesbær ætlar að vera í forystu í
notkun vistvænnar orku í samgöngum
Reykjanesbær hyggst vera í
forystu bæjarfélaga til að stuðla
að notkun vistvænnar orku í
samgöngum. Markmiðið er að
innan fimm ára verði öll sam-
göngutæki sem bærinn nýtir,
svo sem almenningsvagnar og
þjónustubílar, knúnir vistvænum orkugjöfum. Þetta kemur
fram í nýrri fundargerð bæjarráðs Reykjanesbæjar.
Leitað verður samstarfs við helstu fyrirtæki sem tengjast
Reykjanesbæ. Verkefninu verður áfangaskipt m.a. þannig að
ákveðin hverfi eða svæði, eins og Ásbrú, verða helguð vist-
vænum samgöngum. Mikilvægt er að nýta vel þá vistvænu
orkugjafa sem til staðar eru s.s. metan en um leið ber að hvetja
til frekari framþróunar á öðrum vistvænum orkugjöfum í
samgöngutæki s.s. vistvænu metanóli og raforku.
Standa saman í útboði vegna
byggingar öryggisfangelsis
Bæjarráð Garðs samþykkir að
sveitarfélögin Garður, Sand-
gerði og Reykjanesbær standi
saman að þátttöku í útboði
ríkisins vegna byggingar ör-
yggisfangelsis og að Þróunar-
félag Keflavíkurflugvallar, Ka-
deco, muni leiða þá vinnu í samvinnu við sveitarfélögin sem
hluta af því verkefni að byggja öryggisfangelsi á Miðnesheiði
þar sem Rockville stóð áður.
Einnig samþykkir bæjarráð Garðs að skipaður verði undir-
búningshópur sem í sitji bæjarstjórar sveitarfélaganna, ásamt
framkvæmda- og verkefnastjóra Kadeco.
Sækjast eftir 60 milljóna króna
yfirdrætti hjá SpKef sparisjóði
Þrátt fyrir að vera eitt skuldaminnsta sveitarfélag landsins,
með skuldir upp á 166 þúsund krónur á íbúa, þá þarf Sveitar-
félagið Garður engu að síður að hafa myndarlegan yfirdrátt.
Bæjarráð Garðs hefur samþykkt að senda Ásmund Friðriks-
son bæjarstjóra til fundar við Einar Hannesson sparisjóðs-
stjóra SpKef sparisjóðs. Markmið fundarins á að vera að
landa allt að 60 milljóna króna yfirdrætti hjá sparisjóðnum og
semja um hagstæða vexti fyrir bæjarsjóð.
Ástæðan fyrir yfirdrættinum er sú að tekjustreymi bæjar-
sjóðs tekur ekki mið af greiðsluflæði og getur því myndast
þörf á yfirdráttarláni til skemmri eða lengri tíma. Fram til
þessa hefur Framtíðasjóður verið nýttur til að brúa þennan
mismun.
Garður greiðir upp 430 milljóna kr.
lán með framtíðarsjóði
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs
hefur samþykkt samhljóða að
nýta 430 milljónir króna af
framtíðarsjóði sveitarfélagsins
til uppgreiðslu langtímalána.
KPMG vann minnisblað fyrir
sveitarfélagið yfir lán sem hag-
stætt væri að greiða upp og var það lagt fyrir fundinn.
Uppgreiðsla lánanna er í samræmi við fyrirliggjandi fjár-
hagsáætlun og heimild bæjarstjórnar frá 2. febrúar sl. um
uppgreiðslu lána.
Eftir uppgreiðslu lánanna verða skuldir Garðs alls 245 millj-
ónir króna sem er með því lægsta sem gerist hjá sveitarfélagi
á landinu eða rúmar 166.000.- kr. á íbúa, en meðaltal skulda á
hvern íbúa á landinu öllu eru 1.6 millj. kr.
Þegar framlagið hefur verið tekið úr framtíðarsjóði Sveitar-
félagsins Garðs verður höfuðstóll sjóðsins hálfur milljarður
króna.
ATVINNA
Óska eftir húsasmiðum til starfa
hér á Suðurnesjum.
Nánari upplýsingar gefur
Anton í síma 824 8405.
Verkstjóri óskast á saumastofu í Keavík
Þeir sem hafa áhuga sendi póst á
magni@alnabaer.is
ATVINNA
Sýslumaðurinn í Keflavík
Vatnsnesvegi 33,
230 Keflavík, s: 4202400
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfar-
andi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir
Bergvegur 17 fnr. 209-1361,
Keflavík, þingl. eig. Tinna María
Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur
Spkef sparisjóður og Trygg-
ingamiðstöðin hf, miðvikudag-
inn 9. mars 2011 kl. 09:25.
Beykidalur 8 fnr. 230-3169,
Njarðvík, þingl. eig. Vydas Anzelis
og Marija Anzeliene, gerðarbeið-
endur Íbúðalánasjóður og Trygg-
ingamiðstöðin hf, miðvikudag-
inn 9. mars 2011 kl. 11:10.
Guðnýjarbraut 14 landnr. 202283,
Njarðvík, þingl. eig. Topp-
urinn,innflutningur ehf, gerðar-
beiðandi Reykjanesbær, miðviku-
daginn 9. mars 2011 kl. 10:55.
Hafnargata 54 fnr. 208-8081,
Keflavík, þingl. eig. H54 ehf,
gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfest-
ingarbankinn hf, Reykjanesbær
og Sjóvá-Almennar trygg-
ingar hf, miðvikudaginn
9. mars 2011 kl. 10:05.
Hólmgarður 2b fnr. 208-9143,
Keflavík, þingl. eig. Elín Hall-
dórsdóttir, gerðarbeiðendur
Íbúðalánasjóður og Sparisjóður
Reykjavíkur/nágr hf, miðvikudag-
inn 9. mars 2011 kl. 09:40.
Hringbraut 83 fnr. 208-9330,
Keflavík, þingl. eig. Friðrik
Alexandersson, gerðarbeið-
andi Borgun hf, miðvikudag-
inn 9. mars 2011 kl. 09:50.
Hvassahraun landnr. 130856,
Vogar, þingl. eig. Lónakot
ehf, gerðarbeiðandi Sveitar-
félagið Vogar, miðvikudag-
inn 9. mars 2011 kl. 11:35.
Norðurgata 28 fnr. 209-4934,
Sandgerði, þingl. eig. Petrica Arda-
lic, gerðarbeiðendur Íbúðalána-
sjóður og Spkef sparisjóður, mið-
vikudaginn 9. mars 2011 kl. 09:00.
Víkurbraut 4 fnr. 209-1282,
Keflavík (bygging án lóðarrétt-
inda), þingl. eig. Innvík ehf,
gerðarbeiðendur Reykjanesbær
og Tryggingamiðstöðin hf, mið-
vikudaginn 9. mars 2011 kl. 10:20.
Blómsturvellir 4 fnr. 209-1548,
Grindavík, þingl. eig. Þormar
Jensson, gerðarbeiðendur Byko
ehf og Húsasmiðjan ehf, föstudag-
inn 11. mars 2011 kl. 11:00.
Hafnargata 28 fnr. 209-4361,
Hafnir, þingl. eig. Vitor Manuel
Pereira Soares, gerðarbeiðandi
Íbúðalánasjóður, föstudag-
inn 11. mars 2011 kl. 11:35.
Heiðargerði 27 fnr. 229-1103,
Vogar, þingl. eig. Heiðargerði
27 ehf, gerðarbeiðendur
Sveitarfélagið Vogar og Vörð-
ur tryggingar hf, föstudaginn
11. mars 2011 kl. 09:55.
Heiðargerði 27b fnr. 229-
1107, Vogar, þingl. eig. Heið-
argerði 27 ehf, gerðarbeiðendur
Sveitarfélagið Vogar og Vörður
tryggingar hf, föstudaginn
11. mars 2011 kl. 10:00.
Heiðargerði 3 fnr. 228-0508,
Vogar, þingl. eig. Örvar Már
Jónsson, gerðarbeiðandi Sýslumað-
urinn á Blönduósi, föstudag-
inn 11. mars 2011 kl. 10:05.
Heiðarhraun 28 fnr. 209-1835,
Grindavík 50% eignahl gþ.,
þingl. eig. Hallgrímur Bogason,
gerðarbeiðandi Sýslumað-
urinn í Keflavík, föstudaginn
11. mars 2011 kl. 10:50.
Heiðarland Vogajarða, 11,50%
eignhl gþ. landnr. 206748, Vogar,
þingl. eig. Lónakot ehf, gerðarbeið-
andi Sveitarfélagið Vogar, föstu-
daginn 11. mars 2011 kl. 10:15.
Iðndalur 23 fnr. 224-6732,
Vogar, þingl. eig. Melshorn
ehf, gerðarbeiðendur Sjóvá-
Almennar tryggingar hf og
Sveitarfélagið Vogar, föstudag-
inn 11. mars 2011 kl. 09:40.
Iðndalur 23 fnr. 224-6733,
Vogar, þingl. eig. Melshorn
ehf, gerðarbeiðendur NBI hf,
Sjóvá-Almennar tryggingar hf
og Sveitarfélagið Vogar, föstudag-
inn 11. mars 2011 kl. 09:45.
Ránargata 3 fnr. 209-2183,
Grindavík, þingl. eig. Steinunn
Anna Guðmundsdóttir, gerð-
arbeiðendur Grindavíkurbær og
Vörður tryggingar hf, föstudag-
inn 11. mars 2011 kl. 10:40.
Suðurgata 6, fnr. 209-6534,
Vogar, þingl. eig. Brynja Krist-
mannsdóttir og Kristinn
Björgvinsson, gerðarbeiðandi
Gildi -lífeyrissjóður, föstudag-
inn 11. mars 2011 kl. 09:30.
Sýslumaðurinn í Keflavík,
1. mars 2011.
Ásgeir Eiríksson,
sýslumannsfulltrúi.