Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.2011, Síða 8

Víkurfréttir - 03.03.2011, Síða 8
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 9. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR8 VIÐTALIÐ Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, er eitt af óskabörnum okkar Suðurnesjamanna sem urðu til við brotthvarf Varnarliðsins. Keilir hefur starfað í næstum fjögur ár. Á þessum fjórum árum tæpum hafa verið út- skrifaðir hátt í 600 nemendur. Um helmingur þessara nem- enda eru af Háskólabrú og langflestir þeirra eru nú í há- skólanámi. „Við höfum verið að fá vitnis- burð um það úr háskólunum að í sumum fögum er okkar fólk jafnvel að dúxa. Við fáum mjög jákvæð skilaboð frá nemend- unum sjálfum og þeir telja sig vera vel undirbúna. Það er það sem skiptir okkur mestu máli,“ segir skólamaðurinn Hjálmar Árnason, sem veitir Keili for- stöðu. Hann hefur hins vegar af því áhyggjur að Keilir sé ekki ennþá kominn inn í kerfið, eins og það er orðað. „Það gengur mjög seint að koma nýjum skóla inn í kerfið. Við fáum mjög jákvæða hvatningu og alveg þverpólitíska en finnst vera grátlegt að fá ekki það sama og aðrir. Við viljum ekki meira en aðrir, bara sama og aðrir. Allir taka vel í það, segja að Keilir verði að lifa, en það gengur svo ótrúlega hægt og skapar ákveðna erfiðleika.“. Keilir fái þá viðurkenn- ingu sem hann þarf Hjálmar segir það verða baráttu Keilis á næstu vikum að fá þá viðurkenningu sem hann þarf. „Við höfum ekki ennþá afgreitt rekstraráætlun ársins, af því að við trúum því að hin jákvæðu orð muni verða að krónum til að Keilir geti haldið áfram að sækja fram og hækkað menntastigið hér á Suðurnesjum“. Þrátt fyrir að Keilir sé ekki að fá fé til jafns við aðra skóla er unnið af krafti við þróun námsins og svo hefur verið síðustu ár. „Núna má segja að við séum í fjórum meginstoðum:Flug- akademían, Heilsuskólinn, Háskólabrúin og svo Orku- og tækniskólinn. Það sem við erum að gera núna er að styrkja þessar fjórar stoðir sem þegar eru komnar. Við þurfum einnig að vera stöðugt á vaktinni með að vera tilbúin sækja fram. Það er rétt að minna á það að Keilir var stofnaður til að fylla upp í göt í menntakerfinu og nóg er af þeim. Þess vegna erum við að fara af stað með og erum að þróa nýjar námsbrautir sem við viljum halda opnum og fara af stað með þegar færi gefst“ segir Hjálmar og bætir við: „Hvað hefur ekki verið talað lengi um samstarf skóla og atvinnulífs? Við viljum vinna á þeim nótum og eiga náið samstarf við at- vinnulífið. Þannig styrkjum við innviði samfélagsins“. Samstarf við einn stærsta flugskóla í heimi - Nýverið fékk Keilir styrk úr Vaxtarsamningi Suðurnesja til að vinna að Flugvirkjabúðum. Hvað getur þú sagt mér um það verkefni? „Á næstu 5 árum mun vanta um 15.000 flugvirkja í heiminum og á næstu 10 árum 50.000 flugvirkja og það er ekki verið að kenna flugvirkjun á mjög mörgum stöðum. Við erum nú komin í mjög náið samstarf við breskan flugskóla sem er einn sá stærsti í heimi með útstöðvar í tæplega 40 löndum. Þessi skóli ætlar að votta fyrir okkur nám og senda hingað fullt af nem- endum í flugvirkjun, bæði í grunnnám og einnig í svokölluð týpu-réttindi. Það sem gerir það eftirsóknarvert fyrir þá að senda hingað nemendur í samstarfi við okkur og ITS er staðsetningin, hnattræn lega okkar, en einnig sú aðstaða sem við getum boðið hérna í gistingu“. Ennþá er verið að vinna í skipulagningu námsins að sögn Hjálmars. Líklega verður gert ráð fyrir að íslenskir nemendur hafi lokið sem nemur grunn- deild málmiðnar til að fá inni í náminu. „Við ætlum hinu almenna skóla- kerfi að sinna undirstöðuat- riðum í stærðfræði, ensku og öðrum tungumálum og eins undirstöðu í því verklega, eins og suðunámskeiðum, málmsmíði og þ.h. Sérgreinar flugvirkjunar verði kenndar í bóklegu námi hjá Keili og það verklega á verk- stæði, bæði hjá ITS, Keili og öðrum flugrekendum“. Hjálmar segir rétt að undirstrika að verið sé að vinna í þessu og verkefnið er ekki komið á koppinn. „Við erum ekki byrjuð að innrita og við látum rækilega vita af okkur þegar það verður“. Nám í fíkniráðgjöf Annað dæmi um nýtt nám sem verður hjá Keili sé nám í fíkniráðgjöf. „Það verður bæði diploma-nám og alveg upp í BS-gráðu sem við höfum verið að vinna með þremur deildum Háskóla Íslands. Þeir telja mikla þörf á að fá undirstöðumenntun á þessu sviði og við erum tilbúin til að sinna því þegar fjárveit- ingar fást til þess. Þá munum við auglýsa námið og fara af stað“. Fatahönnun og saumaskapur að danskri fyrirmynd Hjá Keili stefnir í mjög spenn- andi verkefni, sem er samstarf Keilis við Fatahönnunarskóla Íslands. Fatahönnun og sauma- skapur er fjórða stærsta útflutn- ingsgrein Dana og byggir mikið til á skólum og menntun á þessu sviði. „Sú sem að við erum í sam- starfi við um þetta fór sjálf í gegnum nám eins og þetta sem er tveggja ára nám á framhalds- skólastigi. Þar er áhersla lögð á markaðsmál, á vöruhönnun og svo saumaskapinn sjálfan. Við gerum ráð fyrir því að taka inn allt að 30 nemendur á ári, sem Lionessur er félagsskapur hressra kvenna á öllum aldri, sem hittast reglulega á fundum yfir veturinn. Þetta er líknarfélag kvenna, sem vilja láta gott af sér leiða og hafa þær stutt marga í gegnum árin ýmist með gjöfum eða fjár- framlögum. Á hverju ári halda þær konukvöld, Góugleði, sem jafnframt er fjáröflun og bjóða þá gestum að vera með. Þetta er að vanda stórglæsilegt kvöld með góðri þátttöku kvenna. Góugleði var haldin sl. föstudagskvöld á veitingahúsinu Vocal í Keflavík og var salurinn sneisafullur af fjörugum konum. Skemmtiatriðin féllu þeim vel í geð en kvöldið hófst á léttum réttum og tískusýningu frá Spíral, tískuhönnun Ingunnar og Írisar. Konurnar nutu góðrar kvöldmáltíðar við unaðssöng Bríetar Sunnu, sem bræddi salinn með söng sínum. Heiðursgestur kvöldsins að þessu sinni var Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrum þingmaður og rektor Háskólans í Reykjavík. Hún sló í gegn með léttu tali um hamingjuna. Lionessur er félagsskapur opin öllum konum, sem vilja taka þátt í lifandi félagsstarfi og gera gott fyrir samfélagið. Kvöldið var vel heppnað og tala myndirnar sínu máli. 4 Hátt í 600 nemendur útskrifaðir frá Keili á tæpum fjórum árum: Keilisnemar að gera góða hluti í háskólunum - margar nýjar námsleiðir í skoðun og beðið viðurkenningar á Keili í kerfinu Alltaf gaman á Góugleði! „Tækifærin blasa við og aðstaðan á Ásbrú er engu lík. Hún á eftir að gegna mikilvægu hlutverki í endur- reisn samfélagsins hér á Suðurnesjum,“ segir Hjálmar Árnason hjá Keili á Ásbrú.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.