Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.2011, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 10.03.2011, Blaðsíða 12
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 10. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR12 Einar Hannesson, fv. spari- sjóðsstjóri segir að niðurstað- an um að Spkef sparisjóður renni inn í Landsbankann séu gríðarleg vonbrigði. Það hafi verið unn- ið nótt við dag við endurreisn sjóðsins. Það þýðir þó ekki að horfa til baka heldur fram á veginn og með jákvæðum augum. Niðurstaða sé komin og nú sé bara að taka þeirri staðreynd og vinna úr henni á sem bestan hátt. - Hvað var það sem klikk- aði í endurreisninni? „Það hefur verið talað um að bilið á milli eigna og skulda hefur breikkað en ástæðuna má m.a. rekja til aðgerða stjórnvalda í skuldaaðlögun fyrirtækja og einstaklinga. Þetta hefur gert það að eignasafnið rýrnaði.“ - Þú hlýtur að gagnrýna að- ferðafræðina við gjörninginn. Hvorki þú né stjórn Spkef sparisjóðs voru með í ráðum þegar þetta var ákveðið? „Ég get ekki sagt annað en að ég tel þetta ekki rétta að- ferðafræði. Ég hefði talið að það hefði verið auðvelt að hafa samband við mig og stjórn um að taka þátt í þessu ferli og í raun óeðlilegt að það var ekki gert. Lekinn úr ríkisstjórn er virkilega gagnrýni verður. Maður skilur ekki hvað er í gangi þegar svona gerist“. Einar segir að unnið hafi verið mikið uppbyggingar- starf síðustu mánuði en vissulega hafi óljós staða með endurfjármögnun gert endurreisnina erfiðari. - Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir starfsfólkið? „Já, það var erfitt fyrir mig að uppýsa um stöðu mála þegar ég hafði ekki upp- lýsingar sjálfur. Ég hitti fólkið og þakkaði því fyrir frábært starf við erfiðar aðstæður“. Aðspurður um framtíð sína hjá Landsbankanum sagðist hann taka öllum breytingum jákvætt. „Maður fer inn á völlinn og berst eins og í kappleik. Annað liðið tapar, en við verðum að horfa fram á veginn. Við tökum þátt í endurreisn bankakerfisins og ef menn finna hlutverk fyrir mig er ég tilbúinn að taka þátt í því.“ Lengri útgáfa af viðtalinu er í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is. Sa m k v æ m t á k v ö r ð u n Fjármálaeftirlitsins tók Landsbankinn við rekstri Spkef sl. mánudagsmorgun. Allir starfsmenn sparisjóðs- ins eru nú orðnir starfs- menn Landsbankans og allur rekstur á ábyrgð hins sam- einaða félags. Öll starfsemi Spkef er með eðlilegu sniði en nú undir merkjum Lands- bankans. Fundur með starfsfólki sem áður starfaði hjá Spkef var haldinn í Stapa í upphafi vinnudags á mánudag. Þar kom fram eftirfarandi: Öll útibú verða opin sam- kvæmt venju og viðskiptavinir geta leitað til eigin þjónustu- fulltrúa með fyrirspurnir. Reikningar og reikningsnúmer viðskiptavina verða óbreytt fyrst um sinn. Landsbankinn mun leitast við að tryggja sem flestum starfs- mönnum sem áður störfuðu undir merkjum Spkef starf við hæfi. Engar afgerandi breytingar verða fyrst um sinn gerðar á starfsemi útibúa í byggða- kjörnum þar sem Spkef var eina fjármálafyrirtækið. Fyrir liggur að útibú á þeim stöðum þar sem bæði Lands- bankinn og Spkef hafa haft starfsemi , verða sameinuð. Þetta á við um Reykjanesbæ, Ólafsvík, Grindavík og Ísa- fjörð. Leitast verður við að bjóða starfsmönnum á þessum stöðum ný atvinnutækifæri innan Landsbankans. Fyrirsjáanlegt er að hagræðing verði á mörgum sviðum sem njóta stærðarhagkvæmni. Ein- hverjar breytingar á högum fólks eru óhjákvæmilegar. Ljóst er að ekki geta allir haldið sömu störfum á sama stað. Höfuðstöðvar Spkef í Reykja- nesbæ verða strax hluti af höfuðstöðvum Landsbankans. Möguleikar verða kannaðir á starfsstöð á Suðurnesjum tengdri verkefnum höfuð- stöðva Landsbankans. Starfsmönnum hins sam- einaða banka sem komnir eru nærri eftirlaunaaldri verður boðinn starfslokasamningur óski þeir þess. Einar Hannesson, fyrrver- andi sparisjóðsstjóri tekur sæti í stýrihópi um samþættingu starfsemi Spkef og Lands- bankans. Hópur sérfræðinga frá Lands- bankanum starfar við hlið sérfræðinga í höfuðstöðvum Spkef til að liðka fyrir sam- runa. Forsvarsmenn Landsbankans gera sér fulla grein fyrir því mikilvæga hlutverki sem Spkef „Það sem skiptir máli núna er að viðskiptavinirnir fái bara sömu gömlu góðu þjónustuna sem þeir voru vanir að fá hjá Sparisjóðnum. Sparisjóða- fólkið sem var er núna hluti af Landsbank- anum. Við vorum með fund með þeim í morgun [mánudag] þar sem við buðum þau velkomin. Þetta ber allt brátt að. Það var leiðinlegt að þetta lak út í fréttir áður en þetta var raun- verulega klárað. Okkar ætlun var að starfsmannafundur hér yrði raunverulega byrjunin að kynna þetta fyrir starfsfólki og síðan yrði fréttamannafundur á eftir. Því miður fór það ekki þannig. Þau eru öll núna hluti af Landsbankaliðinu og núna skiptir bara máli að spila saman og hafa engar gjár á milli. Það fólk á að vera jafnvel sett og fólkið sem var fyrir í Landsbankanum ef og þegar til einhverra breytinga kemur á þeirra högum,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í viðtali við Víkurfréttir. - Heldurðu að þú eigir ekki talsverða vinnu í að sannfæra viðskipta- vini Sparisjóðsins um að vera í Landsbankanum? „Það verður svolítið skrýtið fyrir marga að tala um og heyra Landsbankinn. Ég held að það sem skiptir máli er að fjármálafyrirtækin eru til að veita góða þjónustu, þannig að ef við náum að halda þeim anda og því þjónustustigi sem var hjá Sparisjóðnum áfram og veita kröftuga fjár- málaþjónustu inn á svæðið, þá held ég að það skipti ekki alveg öllu máli hvaða merki er utan á húsinu“. - Nú hefur Sparisjóðurinn verið mjög sterkur í styrkjum til íþrótta og menningar og í rauninni verið með önnur viðskipta- leg gildi. Hvernig verður þessu háttað hjá ykkur? „Við ætlum að læra af Spari- sjóðnum. Allir samningar sem Sparisjóðurinn gerði eru í fullu gildi. Við munum skoða þetta og sjá. Við gerum okkur grein fyrir því að Sparisjóður- inn var hornsteinn í héraði. Við þurfum bara að fylla það skarð,“ segir Steinþór Pálsson m.a. í viðtali við Víkurfréttir. Lengri útgáfa af viðtalinu er í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is. Ætlum að læra af Sparisjóðnum Gríðarleg vonbrigði 4 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans 4 Einar Hannesson fv. sparisjóðsstjóri Samruni Landsbankans og Spkef Ítarlega er fjallað um samruna SPKEF og Landsbankans í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is. Þar eru ítarleg viðtöl og einnig framsaga fjár- málaráðherra á fréttamannafundi í Stapa. Samruni í Sjónvarpi Víkurfrétta FRÉTTIR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.