Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.2011, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 10.03.2011, Blaðsíða 4
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 10. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR4 ATVINNA Sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Vogum Eftirtalin sumarstörf eru laus til umsóknar hjá sveitarfélaginu sumarið 2011 Staða flokkstjóra í vinnuskóla Flokkstjóri starfar undir stjórn forstöðumanns umhverfis og eigna. Hann stjórnar starfi vinnuskólahóps, kennir nemendum rétt vinnubrögð, vinnur með liðsheild og verkvit, er uppbyggilegur og til fyrirmyndar. Flokkstjóri verður að hafa bílpróf og geta hafið störf um miðjan maí. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á vinnutímabilinu. Flokkstjóri skal vera 20 ára eða eldri. Ráðnir verða 3 flokkstjórar og eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um. Sumarafleysingar í íþróttamiðstöð Um er að ræða störf við afgreiðslu, þrif, gæslu á böðum, laugarvörslu og annað tilfallandi. Starfsmaður þarf að standast hæfnispróf sundstaða, vera stundvís og geta unnið undir álagi. Skilyrði er að umsækjandi sé 18 ára eða eldri. Starfsmaður verður að geta hafið störf í júní. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu. Unnið er á vöktum. Starfshlutfall 50%. Vinnuskólinn og íþróttamiðstöðin eru tóbakslausir vinnustaðir. Umsóknarfrestur er til 8. apríl 2011. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja Nánari upplýsingar um störfin veitir frístunda- og menningarfulltrúi í síma 440-6225. Umsókn sendist rafrænt á stefan@vogar.is eða skilist á pappír á skrifstofu Sveitarfélagsins. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsmiðstöðvarinnar eða á skrifstofu Sveitarfélagsins. Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga Íslandspóstur - Vogum Íslandspóstur - Vogum óskar eftir að ráða starfsmann í flokkun og útburð. Um framtíðarstarf er að ræða, starfshlutfall er 61%. Nánari upplýsingar í síma 424-6631 eða á staðnum. Þrjár konur ehf Vogum, Iðndal 2 FRÉTTAYFIRLIT VÍKURFRÉTTA VF.IS FRÉTTIR SPORT ... síðustu 7 dagar á vf.is Koparstrengjum fyrir milljónir stolið í Reykjanesbæ Tveimur keflum með kopar- strengjum var stolið af athafna- svæði hjá HS Veitum í Reykja- nesbæ í febrúar. Þjófnaðurinn uppgötvaðist þann 22. febrúar sl. en gæti hafa átt sér stað á þriggja vikna tímabili þar á undan. Koparkeflin vega um 800 kíló og hvort um sig kostar 2,8 milljónir króna í innkaupum, þannig að verðmæti þeirra er 5,6 milljónir króna. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Bláa lónið styrkir heiðursþátttöku Íslands á bókasýningunni í Frankfurt Sögueyjan Ísland og Bláa lónið hafa gert með sér samkomulag um að Bláa lónið verði einn af styrktaraðilum heiðursþátt- töku Íslands á bókasýningunni í Frankfurt. Grímur Sæmund- sen, forstjóri Bláa lónsins hf., og Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar, undirrituðu samninginn föstu- daginn 25. febrúar. Grímur sagði það vera bæði ánægjulegt og mikilvægt fyrir Bláa lónið að taka þátt í verkefninu og stuðla þannig að enn frekari áhuga Þjóðverja á landi og þjóð í gegnum bókmenntir sem eru mikilvægur þáttur í menningu okkar Íslendinga. „Árlega heimsækja rúmlega fjögur hundruð þúsund gestir Bláa lónið sem í dag er einn vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna er sækja Ísland heim. Gestir af þýska málsvæðinu eru þar fjölmennur hópur.“ Bláa lónið mun verða hluti af kynningarmynd í sýningarskála Íslands á bókasýningunni í Frankfurt í október. Íslenskar bókmenntir og íslensk náttúra verða í aðalhlutverki í kynn- ingarmyndinni. Halldór sagði það vera sérstaka ánægju fyrir Sögueyjuna að fá svo öflugan bakhjarl og samstarfsaðila í þetta spennandi verkefni sem framundan er. Garðmenn styrkja plötuútgáfu Sveitarfélagið Garður hefur samþykkt að styrkja plötuút- gáfu Suðurnesjahljómsveitar- innar Of Monsters and Men um 150.000 krónur. Hljóm- sveitina skipar m.a. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir úr Garði. „Á síðasta ári hlaut Nanna Bryndís og hljómsveit hennar þann heiður að sigra í Músíktilraunum en það eru önnur helstu tónlistarverðlaun landsins og því mikill heiður fyrir okkur Garðmenn að eiga slíkt listafólk og sendir bæjarráð Garðs þeim bestu óskir um gott gengi,“ segir í bæjarráði Garðs. Samþykkir bæjarráð að styrkja sveitina um 150.000 krónur og jafnframt er bæjarstjóra falið að ræða við hljóm- sveitarmeðlimi um óskir þeirra að koma fram á skemmtun á vegum bæjarins. SUMARSTÖRF Í EPAL DESIGN Epal Design á Keflavíkurflugvelli leitar eftir tveimur starfsmönnum í sumarafleysingar, einn í 100% starf og annan í 75% starf. Unnið er á 3-2-2 vöktum. Verslunin selur íslenska og erlenda gjafavöru auk íslenskra skartgripa. Allar nánari upplýsingar veitir Elísabet Guðmundsdóttir starfsmannastjóri í síma 568-7733. Umsóknum skal skila á netfangið elisabet@epal.is fyrir 17. mars nk. STANDIÐ MEÐ OKKUR VAKTINA! Tekið er við ábendingum um jákvæðar og skemmtilegar fréttir alla daga í síma 421 0002 eða á póstfangið vf@vf.is Fréttadeild VíkurFrétta

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.