Víkurfréttir - 10.03.2011, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 10. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR8
4 Karma Keflavík hefur opnað í Grófinni
GÓUGLEÐI
Félag eldri borgara á Suðurnesjum heldur hina árlegu
góugleði í samkomuhúsinu í Garði 13. mars nk. kl. 15:00.
Margt til skemmtunar að ógleymdu kaffihlaðborði.
Fjölmennum!
Skemmtinefndin.
Brekkustíg 38 | 260 Reykjanesbæ | www.tsa.is | tsa@tsa.is | Sími:x 421 2788
TSA ehf.
Trésmíðaverkstæði
Stefáns & Ara
Karma Keflavík, sem er hollustumatsölustaður
þar sem boðið er upp á holla
skyndibita og næringarlega
rétt samsettar máltíðir í sam-
ræmi við ráðleggingar Lýð-
heilsustöðvar, opnaði í Gróf-
inni 8 í Keflavík á föstudag-
inn. Það eru þær Sóley Birg-
isdóttir, lýðheilsufræðingur
og Hildur Kristjánsdóttir sem
standa að matsölustaðnum.
„Nafnið á staðnum, Karma,
kom eiginlega út af þýðingu
orðsins. Karma þýðir í raun
afleiðing á gjörðum fólks, en
það sem við látum ofan í okkur
Hollustustaður með
veglegan matseðil
verður einhver afleiðing, því
við erum það sem við borð-
um“ sagði Sóley.
„Við notum aðeins gæða
hráefni. Ekkert ger, sykur eða
hvítt hveiti er notað og þess í
stað erum við með mikið af
lífrænu hráefni, þó ekki allt
þar sem það fæst ekki allt líf-
rænt í dag.“
Matseðillinn á Karma Keflavík
er frekar veglegur. Kjúklinga-
vefja, lasagna, graskerssúpa og
Karmabollur eru meðal rétta
en allt eru þetta hollir réttir
og næringarlega rétt samsettir.
Karmakakan hefur fengið
svakalega dóma en hún er m.a.
með kiwi, jarðarberjum og
rjóma, ekkert ólík eplaköku.
„Okkur langar líka til að inn-
leiða smá kaffihúsastemningu
og þá vera með kaffi og kökur
á boðstólum. Fólk getur komið
og skoðað listasýningu sem
er í salnum hjá okkur en það
verða alltaf einhverjar sýn-
ingar í salnum, nýr listamaður
á u.þ.b. 6 vikna fresti,“ sagði
Sóley. Karma Keflavík er opið
mánudaga til föstudaga frá kl.
11:00 til 19:30.
Það eru þær Sóley Birgisdóttir,
lýðheilsufræðingur og Hildur
Kristjánsdóttir sem standa að
matsölustaðnum.
Úr matsal Karma. Að neðan er mynd sem tekin var í
opnunarhófi staðarins nú á dögunum.