Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.2011, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 28.04.2011, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagurinn 28. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR HREINSUNARDAGAR Í REYKJANESBÆ 30. APRÍL Í tilefni af GRÆNUM APRÍL eru íbúar Reykjanesbæjar hvattir til að fara út og tína rusl í kringum hús sín og nánasta umhverfi þann 30. apríl. Sérstakt átak verður í nýju hverfunum Tjarnar-, Dals- og Ásahverfi. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar munu aðstoða íbúa við að fjarlægja það sem til fellur auk þess að fjarlægja garðúrgang ef óskað er. Vinsamlegast hafið samband við Þjónustumiðstöð í síma 420 3200. UMFERÐAR- OG ÖRYGGISÞING Fimmtudaginn 28. apríl verður Umferðar- og öryggisþing Reykjanesbæjar haldið í bíósal DUUShúsa kl. 17:00. Á þinginu verða starfsmenn Umhverfis- og skipulags- sviðs og aðrir fagaðilar með erindi. Tilgangurinn er að setjast saman til skrafs og ráðagerða og benda á hættur sem fyrirfinnast í bænum. Mikilvægt er að fá foreldra grunnskólabarna með í þessa vinnu til að benda á hættumerkin í sínu nærumhverfi. MATJURTAGARÐAR Reykjanesbær mun bjóða íbúum upp aðstöðu til ræktunar á matjurtum sumarið 2011. Svæðin eru í Grófinni og í Dalshverfi neðan við Seljudal. Hver reitur er um 20 m² og gjaldið er 3000 kr. Hægt er að panta garð í Þjónustumiðstöð í síma 420 3200. MENNT ER MÁTTUR 10. bekkingar tryggið ykkur skólavist næsta haust Fjölbrautaskóli Suðurnesja er skóli Suðurnesjamanna. Skólinn býður meðal annars upp á: - fjölbreyttar námsleiðir - aðstoð við námsval - skemmtilegt félagslíf Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja Fræðslustjóri Reykjanesbæjar ÁTAK FYRIR NÁMSMENN OG ATVINNULEITENDUR Reykjanesbær er eitt fjölmargra sveitarfélaga sem taka þátt í verkefni Vinnumálastofnunar og Velferðar- ráðuneytisins um átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur í sumar. Á vef Reykjanesbæjar má sjá nánari upplýsingar um störfin og skulu umsóknir berast inn rafrænt í gegnum mittreykjanes.is fyrir 10. maí nk. Í umsókn þarf að koma fram hver bótaréttur viðkomandi atvinnuleit- anda er. Ef um námsmann í atvinnuleit ræðir gildir sú regla að hann sé skráður í nám í haust og sé því á milli missera eða skólastiga. Skila þarf inn skriflegri staðfestingu þess efnis. Nánari upplýsingar um atvinnuátakið eru veittar hjá starfsþróunarstjóra í síma 421-6700 Opið alla virka daga frá kl. 10:00 - 18:00 Njarðvíkurbraut 9 Ein aðal gata Sandgerðis, Strandgatan, er góð auglýsing um það hvernig hugsanaháttur umhverfisslóðanna kemst í hæstu hæðir án þess að þeir fái nokk- urn tímann samviskubit né hafi hugmyndir um ábyrgðarhlutverk sitt í verndun og umgengni við sitt umhverfi. Á tæpum kílómetra löngum vegakafla eru slík um- hverfisspjöll framin á ímynd bæjarins að undirritaður hefur ekki séð annað eins neins staðar á landinu. Á milli 20-30 handónýt, ryðguð og úr sér gengin farartæki af öllum stærðum og gerðum liggja eins og hráviði hjá ómáluðum, illa hirtum og hálfbrunnum hús- veggjum og byggingum á þessum stutta kafla. Einnig eru að safnast upp andskoti miklir haugar af úr sér gengnum færiböndum og fiskvinnsluvélabúnaði á þessum sama vegarspotta. Inni á milli eru svo fyrirtæki þar sem eigendur keppast við að hafa snyrtilegt og halda uppi heiðri bæjarins í snyrtimennsku. Eftir að hafa starfað í 4 ár sem vara- formaður Umhverfisráðs Sand- gerðisbæjar (2006-2010) þykir mér vert að benda á að þrátt fyrir marg ít- rekaðar beiðnir þess Umhverfisráðs til bæjarstjórnar þá, vegna slæmrar umgengni og slóðaskapar nokk- urra aðila í bænum þykir mér sem þeir bíði alltaf lægri hlut gagnvart umhverfisslóðunum, þ.e. bæjar- yfirvöld. Þetta er bæjaryfirvöldum til háborinnar skammar. Metnaðarleysi þeirra að segja í eitt skipti fyrir öll að svona framkoma nokkurra aðila verði ekki liðin er dæmi um veikleika í ákvörðunar- töku og dómgreindarleysi varð- andi ímynd bæjarins. Það er ekki viðunandi að það taki áratugi að fá hlutunum breytt til betri vegar, það eru skýr lög sem gilda í landinu og þau kveða á um að réttur bæjarbúa er hærri en réttur umhverfisslóð- anna. Þó svo að hér sé eingöngu minnst á einn kílómetra vegarkafla í hjarta bæjarins þá er það ekki eini staður bæjarins þar sem umhverfisslóð- arnir hafa völdin. Þeir hafa völdin um allan bæ og eru nánast með vinninginn um að auglýsa bæinn okkar sem LJÓTASTA bæjarfélag á landinu. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir þess efnis að fá að hjálpa til við að gera bæjarfélagið snyrtilegt hefur beiðnum Bláa hersins síðastliðin ár verið hafnað, Blái herinn hefur boðist til að leyfa atvinnulausum aðilum að ganga með sér innan bæjarmarka til að hreinsa upp rusl, Blái herinn hefur hreinsað upp rusl í Sandgerði og það á eigin reikning vegna áhugaleysis bæjaryfirvalda. Að lokum vil ég segja það að ímynd bæjarins er okkur öllum til hábor- innar skammar en aðallega þeim sem eiga að hafa metnað, völd og fjármuni til að segja í eitt skipti fyrir öll, hingað og ekki lengra. Ég skora á bæjaryfirvöld að taka á þessum málum með festu svo ekki komi til stjórnsýslukæra vegna þeirrar skemmdar á ímynd bæjar- ins sem nokkrir aðilar hafa komist upp með að viðhalda í mörg ár. Skrifað í tilefni Dags um- hverfisins sem var 25. apríl. Virðingarfyllst Tómas J. Knútsson Formaður Umhverfissam- takanna Blái herinn. ›› FRÉTTIR ‹‹ Ættfræði á bókasafninu Félagar af Suðurnesjum í Ættfræðifélaginu ætla að hittast á bókasafninu og ræða saman um ættfræði þriðjudaginn 3. maí 2011 kl. 17:00-19:00. Allir áhuga- samir eru velkomnir. Nánari upplýsingar veitir Einar Ingi- mundarson í síma 421 1407. Til háborinnar skammar! ›› Strandgatan í Sandgerði: Skemmdarverk og innbrot Töluvert hefur borið á skemmdarverkum og innbrotum upp á síðkastið í Grindavík. Um páskana voru skemmdir litlir ljósastaurar sem lýsa upp gangveginn frá íþróttasvæðinu að Víðihlíð og eru skemmdir töluverðar. Þá var brotist inn í Orkubúið um helgina og m.a. stolið handlóð- um og orkudrykkjum. Þeir sem þar voru að verki brutu rúðu til að komast inn og var töluvert blóð á vettvangi sem gæti gef- ið einhverjar vísbendingar. Á dögunum var brotist inn í Hópið, fjölnota íþróttahús, og þar var skemmd hurð, sjálfs- ali og fleira og tjónið umtals- vert. Einnig var brotist inn í sjoppuskúr við völlinn. Þá var brotin rúða í nýja tjald- svæðishúsinu fyrir skömmu. Bæjarbúar eru beðnir að láta lögreglu vita um leið og þeir verða varir við grun- samlegar mannaferðir að kvöld- og næturlagi. Tveir vinnings- hafar af tíu í teiknisamkeppni MS úr Gerðaskóla Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tilkynnti á dögunum úrslit í teiknisamkeppni Alþjóðalega skólamjólkurdagsins, sem haldinn er hátíðlegur síðasta miðvikudag í september ár hvert. Eins og undanfarin ár barst mikill fjöldi teikninga í samkeppnina, sem Mark- aðsnefnd mjólkuriðnaðar- ins stendur að hér á landi. Tíu nemendum eru veittar viðurkenningar fyrir teikn- ingar sínar að loknu vali á úrtaki mynda sem lagt er fyrir menntamálaráðherra, sem jafn- framt er formaður dómnefndar. Nemendur í 4. bekk Gerða- skóla unnu þessar myndir í myndmennt hjá Ragnhildi myndmenntakennara og náðu þeim frábæra árangri að tveir nemendur af tíu vinningshöfum koma úr Gerðaskóla. Það eru þeir Kristinn Ingi Kristjánsson og Sigmar Marijón Friðriksson. Hver verðlaunahafanna fær 25 þúsund krónur, sem renna óskiptar í bekkjarsjóð.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.