Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.2011, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 28.04.2011, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagurinn 28. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR Jónas segir það frábært að geta einbeitt sér eingöngu að fótboltanum. Frá því að hann var polli var það alltaf draumur að verða atvinnumaður í fótbolta og þetta er eitthvað sem hann stefndi alltaf að en Jónas gekk til liðs við Halmstad um mitt sumar árið 2009: „Já, það hefur alltaf verið stefnan að fara erlendis og spila fótbolta í stærri og betri deildum en heima á Íslandi. Nú þegar ég er kominn til Svíþjóðar í deild sem er stærri og talin betri en heima að þá stefni ég að sjálfsögðu á að komast enn lengra. Ég vil verða eins góður í fótbolta og ég mögulega get. Til þess að geta orðið það, stefni ég á það að komast í betri deild eða í betra lið. Ég trúi því, sama hvernig staðan er eða hversu gamall maður er, ef maður stefnir ávallt lengra kemst maður lengra,“ en Jónas hafði áður farið út á reynslu í von um atvinnu- mannasamning og segir einfalda ástæðu fyrir því að það hafi ekki gengið eftir „Það er einfalt, ég var bara ekki nógu góður. Og það er langur vegur frá því að fara á reynslu og svo að fá samning sem allir eru sáttir við.“ Klúbbur með ríka sögu Halmstad er klúbbur sem hefur spilað í úrvalsdeildinni í 48 ár samtals og samfleytt síðan 1993. Halmstad hefur unnið deildina 4 sinnum, síðast árið 2000. „Halms- tad er flottur klúbbur. Aðstaðan er ágæt. Leikvangurinn tekur um 13.000 en er reyndar orðinn frekar gamall. Grasið á vellinum er mjög gott og það eru fínir æfingavellir við hliðina á leikvanginum. Gervi- grasvellir og innanhússgervigras er til staðar aðeins frá leikvanginum. Búningsklefinn og það allt saman er eins og leikvangurinn frekar gamall. En það er allt til alls þar, lyftingasalur, gufubað, heitir og kaldir pottar og matsalur með sófum og sjónvarpi þar sem við getum hvílt okkur á milli æfinga.“ Hvernig finnst þér hafa gengið hjá þér persónulega? „Mér finnst ég hafa tekið miklum framförum eftir að ég kom til Halmstad. Fyrsta tímabilið mitt spilaði ég nánast alla leikina eftir að ég kom á miðju tímabili. Í fyrra kom nýr þjálfari og hjá honum spilaði ég ekki nema um helming leikjanna. Ég var ekki sáttur með leikjafjöldann en ég hélt einbeitingu og nýtti tækifærin þegar þau komu. Í ár er aftur nýr þjálfari sem kemur frá Spáni og hann hefur verið duglegur að ná í leikmenn frá Spáni. Alls hefur hann fengið 5 Spánverja og þar af koma 3 á láni frá Real Madrid. Þannig að samkeppnin er orðin mjög hörð og ekki hægt að segja til um hvernig komandi tímabil verður hjá mér. Í dag tel ég þó að við séum með lið sem á að vera í efri hluta deildarinnar þó svo að við höfum verið í botnbaráttu síðustu tvö ár. Tímabilið fer vel af stað að mínu mati. Úrslitin hafa reyndar ekki fallið með okkur í fyrstu leikjunum en við erum að spila mjög vel og mér hefur gengið ágætlega í fyrstu leikjunum og vonandi heldur það áfram,“ segir Jónas en hann skoraði m.a. í tapi gegn Malmö á dögunum. Hvert myndirðu segja að væri þitt hlutverk hjá Halmstad? „Ég myndi segja að mitt hlut- verk sé að spila sem varnarsinn- aður miðjumaður sem bindur liðið saman. Ég tala mikið og stjórna færslum, hvenær við pressum og hvenær við föllum heim. Þá er mitt hlutverk einnig að loka svæðum fyrir framan vörnina og að spila einfalt.“ Hversu sterk er sænska deildin? Þar sem ég hef bara spilað í úrvals- deildinni á Íslandi áður en ég kom til Svíþjóðar get ég aðeins borið saman við hana. Styrkleiki og gæði er töluvert meiri en heima. Þá aðallega styrkur, tækni og hraði leikmanna. Mér finnst ekki endi- lega svo mikill munur á liðunum hér og heima. Það er að segja ég gæti ekki sagt að Halmstad ætti endilega að vinna Keflavík. Keflavík Svíþjóðar „Fjölskyldan hefur aðlagast vel og líkar lífið vel í Svíþjóð „Okkur líður mjög vel hérna í Halmstad. Erla María hefur verið að læra sænsku og er í mastersnámi í fjar- námi frá Bifröst. Henni gengur mjög vel með sænskuna og er mun betri en ég. Stelpurnar eru orðnar 19 mánaða gamlar. Þær eru í leikskóla á daginn og eru farnar að segja fullt af orðum bæði á íslensku og sænsku.“ Sjálfur er Jónas orðinn nokkuð sleipur í sænskunni. „Ég skil og tala nánast allt. Reyndar tala ég mikið ensku þar sem að ég umgengst nokkra leikmenn sem tala bara ensku. Svo er nýi þjálfarinn frá Spáni þannig að allt sem við kemur fótbolt- anum fer núna fram á ensku.“ „Bærinn sjálfur finnst mér frábær, ekki of lítill og ekki of stór, stutt frá Gautaborg og Kaupmanna- höfn. Ég hef stundum líkt honum við Keflavík Svíþjóðar. Þetta er mikill sumarbær og er okkur sagt að íbúafjöldinn tvöfaldist nánast á sumrin. Við búum í miðbænum sem er mjög fal- legur og það rennur á í gegnum bæinn. Á sumrin er mikið líf í bænum og höfum við stundum sagt að þetta sé eins og að vera á Spáni eða öðrum sólarlandastað þar sem fólk fer út að borða alla daga vikunnar. Rétt fyrir utan miðbæinn eru svo flottar strandir.“ Knattspyrnumaðurinn Jónas Guðni Sævarsson hefur komið sér vel fyrir í sænsku borginni Halms- tad. Þar býr hann ásamt unnustu sinni Erlu Maríu Sturludóttur og 19 mánaða tvíburadætrum þeirra, Steinunni Köru og Sigurlaugu Evu. Jónas leikur sem atvinnumaður hjá knattspyrnufélagi staðarins, Halm- stads BK en nýlega hófst keppni í sænsku úrvalsdeild- inni en Jónas er á sínu þriðja tímabili með liðinu. Við tókum hús á Jónasi og spurðum hann m.a. út í atvinnumennskuna, fjölskyldulífið í Svíþjóð og KR. Ég hef alltaf verið og verð alltaf Keflvíkingur Viðtal MYNDiREyþór SæmundSSon Úr EInKASAFnI vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.