Víkurfréttir - 16.06.2011, Side 9
9VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurInn 16. júní 2011
VI
ÐT
Ö
L:
EY
ÞÓ
R
SÆ
M
UN
D
SS
O
N
O
G
H
IL
M
AR
B
RA
G
I B
ÁR
ÐA
RS
O
N
›› Jón Guðlaugsson, núverandi slökkviliðs-
stjóri, ætlaði að gera vel við félagana:
Svæsið kynlífsatriði
myndað í Njarðvík
Jón Guðlaugsson, núverandi slökkviliðsstjóri Brunavarna
Suðurnesja, var
á bakvakt þegar
útkallið kom vegna
b r u n a n s f y r i r
sautján árum. Hann
var staddur í Sæla-
sjoppu að kaupa ís
handa strákunum á
vaktinni. Hann var
staddur í miðri afgreiðslu þegar
útkallið kom og varð því að bruna
af stað og skilja ísinn eftir.
Jón segir að þegar hann nálgaðist
slökkvistöðina hafi hann vart trúað
sínum eigin augum enda þá þegar
farið að rjúka mjög úr þaki fjölbýlis-
hússins sem stendur steinsnar frá
slökkvistöðinni.
Örn Bergsteinsson varaslökkviliðs-
stjóri stjórnaði aðgerðum á vettvangi
ásamt Inga Þór Geirssyni slökkvi-
liðsstjóra. Hlutverk Jóns á þessum
tíma var að sinna sjúkraflutninga-
þætti útkallsins. Jón segir að strax
hafi verið fengin rúta til að flytja íbúa
hússins á brott og Rauði krossinn
var strax virkjaður. „Þetta var það
hús bæjarins sem mestur fjöldi fólks
bjó í og var eina háhýsi bæjarins á
þeim tíma,“ segir Jón í samtali við
Víkurfréttir.
Á þessum tíma hafði slökkvilið
Brunavarna Suðurnesja ekki körfubíl
og því varð að labba með slöngurnar
upp allar fjórar hæðir hússins og upp
í risið þar sem voru þvottahús en
eldurinn kom upp í þakinu þar.
Jón segir að erfitt hafi verið að eiga
við eldinn þar sem hann var svo
hátt uppi. Hins vegar hafi slökkvi-
liðinu tekist að koma í veg fyrir að
eldurinn kæmist niður í íbúðirnar á
hæðunum fyrir neðan. Í ljósi þeirrar
reynslu sem menn fengu af þessum
bruna þá hefði skipt litlu máli hvort
eldurinn hafi logað klukkustund
lengur eða skemur. Þakið var ónýtt
en mestu skipti að eldurinn fór ekki á
neðri hæðirnar. Tjónið þar var helst
af völdum vatns og reyks en miklu
magni af vatni var dælt á þakið, lak
það síðan niður lagnastokka og inn
um íbúðir allt niður á fyrstu hæð.
Af því að slökkviliðið hafði ekki þau
tæki sem þurfti til að komast upp á
þakið þar sem hægt væri að vinna
slökkvistarfið utanfrá, þá voru fyrstu
viðbrögðin við brunanum að rýma
allt húsið og koma fólki í skjól.
Kölluð var til aðstoð frá Slökkviliði
Sandgerðis og eins frá Slökkviliði
Keflavíkurflugvallar sem kom m.a.
með tvo stóra slökkvibíla sem hann-
aðir eru til að slökkva eld í flugvélum.
Þá kom stigabíll af Keflavíkurflug-
velli.
Jón segir það mjög langsótt að sam-
bærilegur bruni geti átt sér stað í dag
í nýjum húsum eins og á þessum
tíma. Þá eru tæki slökkviliðs í dag
mun betri en á þessum tíma.
Að kaupa ís fyrir
vaktina þegar
útkallið barst
Ljósmynd: Hilmar Bragi
„Sem ómenntaður leikari þá er
þetta stórt tækifæri fyrir mig,“
segir Þór. Hann hefur áður leikið
í stuttmyndum og auglýsingum
en aldrei komið nálægt svona
stóru verkefni áður. „Þetta er
sennilega eins stórt og það gerist
á Íslandi. Það kom mér í raun á
óvart þegar ég mætti á tökustað
hversu stórt þetta væri, og fag-
mennskan öll í kringum þetta.“
Þór segist ekkert vita hversu
mikið hann verði í mynd en
hann búist við því að koma eitt-
hvað fram í myndinni. „Það
er það mikið af atriðum sem
ég kem fram í en ég er ekk-
ert með mikið af setningum í
myndinni, maður veit aldrei
hvernig lokaútkoman verður.“
Myndin hefur að einhverju
leyti verið tekin upp hér á
Suðurnesjum. Umtalað og
svæsið kynlífsatriði var tekið
upp í Innri-Njarðvík og einnig
var tekið upp hér í Leifsstöð
og menn hafa það á orði að
þessi mynd eigi eftir að verða
stranglega bönnuð börnum.
Þór leikur Edda Krueger sem
er hluti af gengi höfuðpaursins
Tóta sem leikinn er af Jóhannesi
Hauki. Eddi er í innsta hring
klíku sem m.a. skartar Þorvaldi
Davíð Kristjánssyni og Agli Ein-
arssyni sem meðlimum. Eddi er
handrukkari sem er algerlega sið-
blindur og óttalaus. Ágætis lýsing
á honum er í bókinni; Hann býr
yfir þolinmæði refaskyttunnar,
getur haldið sér vakandi næstum
endalaust ef hann á nóg af spítti.
Það hefur engum tekist að fela sig
fyrir honum til lengdar ennþá.
Þegar hann hefur þefað menn
uppi þá lætur hann menn vita
af sér, hringir, bankar eða kíkir
á glugga en hann ræðst ekki til
atlögu fyrr en menn sofna, og
það vita menn og reyna því að
halda sér vakandi út í eitt, dag
eftir dag og nótt eftir nótt, þangað
til þeir fara að sjá ofsjónir, gráta,
æla, missa meðvitund og jafnvel
vitið. En enginn getur sigrast á
svefninum, og í svefninum býr
martröðin og andlit hennar er
andlitið á Edda Krueger." Stefán
Máni (Svartur á leik, bls. 376).
Það er í raun aldrei tekið fram
af hverju hann er kallaður Eddi
Krueger, en sjálfsagt er það
vegna Freddie Krueger sem
heimsótti fólk í draumum þess.
Hvernig kom þetta til?
„Ég hef verið rosalega mikið í
leiklist þó svo að ég hafi aldrei
farið í leiklistarskóla en ég hef
verið viðriðinn leiklist alveg frá
því að ég var unglingur. Ég var
mikið í Stúdentaleikhúsinu í há-
skólanum en þar var gríðarlega
öflugur leikhópur á sínum tíma.
Af 12 manna hóp hugsa ég að
það hafi átta manns menntað sig
í leiklist. Þar á meðal var vinkona
mín Anna Svava en hún vinnur
mikið í kvikmyndageiranum nú
til dags. Hún sér t.d. um að skipa
í hlutverk fyrir þessa mynd. Hún
hefur greinilega mikla trú á mér
sem leikara og hringdi í mig og
bauð mér að koma í prufu fyrir
myndina. Það vantaði einhvern
til að leika brjálæðing en ég hafði
leikið þannig týpu áður í verk-
efni sem hún kom að. Ég fór
svo og hitti leikstjórann og við
ræddum málin. Tveimur dögum
síðar fékk ég símtal þar sem ég
var ráðinn. Þetta er svo búið að
vera rosalega mikið ævintýri og
mjög skemmtilegt. Meðan maður
hefur ekki menntunina kemst
maður áfram á því að gera vel og
ef einhver hefur trú á manni, en
þetta er vissulega stórt tækifæri.
Hvernig eru sam-
starfsmenn þínir?
Að mínu mati er Jóhannes
Haukur besti leikari landsins í
dag og þetta er algert tímamóta-
hlutverk fyrir hann. Björn Jör-
undur er líka í myndinni og mér
finnst hann alveg yndislegur ná-
ungi. Að vera með honum á setti
er algjör snilld og hann er alveg
frábær leikari. Egill Einarsson er
líka að koma mikið á óvart, hann
er rosalega flottur í þessari mynd.
Þetta er algjör strákamynd, algjör
töffaramynd og það er ekki mikið
af kvenhlutverkum í myndinni.
Það er ekki til neitt sem heita
stjörnustælar í þessu leikaraliði
og andrúmsloftið er virkilega
gott á tökustað. „Ég gæti vel
hugsað mér að vinna í þessum
bransa en ég geri mér engar sér-
stakar vonir um það. Ég er fyrst
og fremst íslenskukennari sem
væri vissulega til í að taka að sér
eitt og eitt hlutverk ef það væri
í boði en ég ætla bara að njóta
þess á meðan tækifærið gefst.
Þór Jóhannesson leikur í
myndinni Svartur á leik sem
byggð er á bók Stefáns Mána
en tökum er nýlega lokið.
Þór fer með lítið hlutverk í
myndinni sem áætlað er að
komi út í kringum næstu
áramót. Keflvíkingurinn Þór
er ómenntaður leikari en
hefur mikið fengist við leiklist
í gegnum tíðina, bæði hér á
Suðurnesjum og í Reykjavík.
›› Þór Jóhannesson er illmenni í „Svartur á leik“:
Hátt í 40 börn hafa nú gerst íbúar á Lestrareyju Bóka-
safnsins en með því að taka þátt
í sumarlestrinum í ár geta börn
á grunnskólaaldri orðið íbúar
Lestrareyjunnar. Sumarlestur-
inn hófst 1. júní síðastliðinn og
stendur til 31. ágúst.
Eins og undanfarin ár býður Bóka-
safn Reykjanesbæjar börnum upp
á sumarlestur. Markmiðið með
sumarlestrinum er að hvetja börn
til lesturs og hjálpa þeim að gera
lestur að lífstíl.
Eins og undanfarin ár koma
áhugasöm börn í afgreiðslu
safnsins og tilkynna þátttöku.
Börnin fá miða til að skrifa nafn
sitt og aldur og teikna mynd af
sjálfu sér og er miðinn að því
loknu staðsettur á eyjunni. Sjó-
ræningjar ógna eyjabúum og með
því að vera duglegir að lesa geta
íbúarnir búið til varnargarð úr
límmiðadoppum sem fást eftir
hverja lesna bók. Lesnar bækur
eru einnig skráðar í þar til gerða
bókaskrá, sem börn fengu við slit
skólanna en geta einnig fengið í
afgreiðslu Bókasafnsins. Börnin
fá stimpil í bókaskrána eftir
hverja lesna bók og límmiða eins
og áður er getið.
Við hvetjum börn til að vera
dugleg að hjálpa okkur að búa
til varnargarð og foreldra til að
aðstoða börnin sín við að velja
bækur við hæfi. Með réttri lestr-
aráskorun er lesið til gagns.
Sveitamarkaður verður í Land-námsdýragarðinum á þjó-
ðahátíðardeginum. Í fyrra var
slíkur markaður haldinn í garð-
inum og þótti takast nokkuð vel.
Áhersla er lögð á að bjóða upp á
söluvarning sem tengist með einum
eða öðrum hætti sveitinni, sjónum
og/eða náttúru landsins. Reykja-
nesbær leggur til nokkur sölutjöld,
borð og aðgang að rafmagni, allt án
endurgjalds.
Markaðurinn verður opinn frá kl.
11:00-17:00.
Sveitamarkaður í Landnámsdýragarðinum
40 börN geraSt
íbúar LeStrareyju