Víkurfréttir - 16.06.2011, Qupperneq 14
14 FIMMTudagurInn 16. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR vf.is
Dagskrá 17. júní 2011 í Grindavík
17. júní hátíðarhöld í Grindavík verða að þessu sinni á grassvæðinu
á milli Gula hússins, íþróttamiðstöðvar og sundlaugarinnar. Dag-
skráin verður fjölbreytt og sniðin fyrir börnin en að vanda ber
söngvakeppni barna hæst. Íþróttafólk er hvatt til þess að mæta í
hátíðarguðsþjónustu í Grindavíkurkirkju. Dagskrá 17. júní er eftir-
farandi:
Kl. 08:00 Fánar dregnir að húni.
Kl.10:00 Hátíðarguðsþjónusta í Grindavíkurkirkju.
• Sr. Elinborg Gísladóttir þjónar fyrir altari.
• Ræðumaður : Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.
• Einsöngvari : Berta Dröfn Ómarsdóttir.
• Kór Grindavíkurkirkju syngur ættjarðarsálma undir stjórn Helgu
Bryndísar Magnúsdóttur organista.
• Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á kaffi og meðlæti.
Kl.14:00. Karamelluregn á Landsbankatúninu.
Kl.14:15. Skrúðganga frá Landsbankatúninu að Íþróttasvæði knatt-
spyrnudeildar UMFG við Gula húsið.
Kl.14:30. Skemmtidagskrá á túninu við Gula húsið.
• Setning : Forseti bæjarstjórnar Bryndís Gunnlaugsdóttir flytur
ávarp.
• Ávarp fjallkonu: Rakel Eva Eiríksdóttir.
• Söngatriði: Pálmar Guðmundsson tekur nokkur létt lög.
• Helgi töframaður sýnir töfrabrögð.
• Söngvakeppni 14 ára og yngri. ( Forkeppni verður haldin í Kvennó
fimmtudaginn 16. júní kl. 18:00, skráning á staðnum).
• Solla stirða ásamt föruneyti mætir á staðinn.
• Hoppukastalar.
• Andlitsmálun fyrir hressa krakka.
• Knattspyrnuþrautir.
• Golfþrautir.
• Arctic Horses leyfa börnum að fara á hestbak.
• Kynnir er Þorsteinn Gunnarsson.
Slysavarnarsveitin Þórkatla verður með sölu á ýmsu góðgæti, blöðrum
og fánum.
Kl. 17:00 Dagskrárlok.
Umsjón: Knattspyrnudeild UMFG og íþrótta- og æskulýðsnefnd
Grindavíkurbæjar.
Það er margt spennandi um að vera hjá Suður-
nesjakonum í nýsköpun og fyrstu
skrefum rekstrar þessa dagana.
Miðvikudaginn 11. maí út-
skrifuðust 13 glæsilegar konur af
Brautargengisnámskeiði Nýsköp-
unarmiðstöðvar Íslands sem
haldið var í Frumkvöðlasetrinu á
Ásbrú í vetur. Á myndinni má sjá
þennan glæsilega útskriftarhóp
en þar er í uppbyggingu fjöldi
flottra fyrirtækja á hinum ýmsu
sviðum. Á myndinni (frá vinstri):
Selma Dögg Sigurjónsdóttir (Ný-
sköpunarmiðstöð Íslands), Íris Rós
Söring (leirmunir), Ragnheiður
Ásta Magnúsdóttir (Húsið okkar),
Ingibjörg Magnúsdóttir (ÍMA),
Hulda Sveins (Raven Design),
Laufey Kristjánsdóttir (Bergnet),
Arnfríður Kristinsdóttir (Styrktar-
þjálfun.is), Helga Björg Steinþórs-
dóttir (Mýr Design), Bjarnhildur
Árnadóttir (Myndsaumur), Edda
Svavarsdóttir (innanhússráðgjöf)
og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir
(Faxi Baycruise). Á myndina
vantar Bryndísi Guðmunds-
dóttur (Lærum og leikum með
hljóðin), Margréti Sif Sigurðar-
dóttur (Já takk) og Þórunni
Benediktsdóttur (Húsið okkar).
Það er því óhætt að segja að
Suðurnesjakonur eru að gera góða
hluti og leggja sitt lóð á vogas-
kálarnar við að auka fjölbreytni
atvinnuflórunnar á Suðurnesjum!
Suðurnesjakonur gera það gott!
›› Carbon Recycling International:
Framkvæmdir við verksmiðju Carbon
Recycling International
(CRI) við Svartsengi eru
nú á lokastigi. Fram-
kvæmdum við verk-
smiðjuhús og búnað til
framleiðslu á vetni úr
vatni og rafmagni er
nærri lokið. Búnaður
til hreinsunar á jarð-
g u f u , e f n ab l ön d u n
og eimingar kom til
Helguvíkurhafnar í
síðustu viku með leigu-
skipi, sem hafði verið
á siglingu frá Houston
í Texas frá því í byrjun
maímánaðar.
Uppsetning búnaðarins
hófst sl. miðvikudag og er gert ráð fyrir að prófanir á
verksmiðjunni geti hafist fyrir lok júní.
Búnaðurinn sem kom með skipinu til Helguvíkur
samanstendur af sérsmíðuðum framleiðslueiningum
sem reistar voru og tengdar við verksmiðjuna. Um
er að ræða meira en 200 tonn af einingum. Stærsta
einingin vegur um 42 tonn og er 23 metrar að lengd og
4,5 metrar á breidd. Auk starfsmanna CRI tekur fjöldi
undirverktaka þátt í þessum framkvæmdum, en yfir 50
manns eru nú við vinnu við verkefnið.
ÍAV hefur séð um framkvæmdir á byggingarstað, en
starfsmenn fjölda inn-
lendra og erlendra verk-
fræðifyrirtækja koma
einnig að verkefninu.
Verksmið j a C arb on
Recycling er sú fyrsta
sinnar tegundar í heim-
inum. CRI hefur þróað
aðferð til þess að hreinsa
koltvísýring úr útblæstri
orkuvera eða verksmiðja
og endurvinna kolefnið
til framleiðslu á elds-
neyti. Koltvísýringnum
er blandað við vetni sem
framleitt er með raf-
greiningu úr vatni og er
efnunum blandað saman
til að mynda metanól. Í
Svartsengi verður koltví-
sýringurinn unninn úr jarðgufu orkuversins en við það
er einnig komið í veg fyrir losun brennisteinsvetnis.
Eini útblástur eldsneytisverksmiðjunnar er hreint
súrefni.
Endurnýjanlegu metanóli verður blandað við bensín
en allir bensínbílar geta brennt lágri blöndu af metanóli
og bensíni. Við það fæst bensín með hárri oktantölu
og hreinni bruni. Þá er endurnýjanlegt metanól einnig
hráefni til framleiðslu á lífdísil. Með þessum hætti
er í fyrsta sinn hægt að endurvinna gróðurhúsaloft-
tegundir til framleiðslu bílaeldsneytis.
Uppsetning eldsneytisverksmiðju
CRI í Svartsengi á lokastigi
Ellert Skúlason ehf. fagnaði nýverið 50 ára starfsafmæli sínu en fyrirtækið hefur starfað
samfleytt frá árinu 1961 við hin ýmsu verkefni.
Í tilefni dagsins bauð Ellert samstarfsmönnum í
gegnum tíðina ásamt vinum og vandamönnum til
veglegs hádegisverðar að Mánagrund. Á boðstólum
var lambalæri með öllu tilheyrandi og það virtist
leggjast vel í matargesti.
Fyrirtækið hefur komið við á ýmsum sviðum á
þessum árum. Það hefur unnið að mörgum stórfram-
kvæmdum, bæði í samstarfi við aðra verktaka og eins
sjálfstætt.
Sem dæmi má nefna virkjanir, flugvallargerð, vegagerð,
hafnargerð, jarðgöng, ýmsar almennar byggingafram-
kvæmdir, boranir og sprengingar.
VF-myndir: Eyþór Sæmundsson
Ellert Skúlason fagnar 50 ára starfsafmæli
Ellert ásamt konu sinni Elínu Guðnadóttur.
Guðrún J. Karlsdóttir, myndlistarkona úr Keflavík opnar sína tíundu einkasýningu á Listatorgi í Sandgerði, þriðjudaginn 14.
júní og stendur sýningin yfir til sunnudagsins 26. júní.
Guðrún er áhugafólki um myndlist á Suðurnesjum af góðu kunn. Hún
hefur verið virk í starfi Baðstofunnar og Listafélags Reykjaness um ára
raðir og tekið þátt í fjölda samsýninga á þeirra vegum. Guðrún hefur sótt
fjölda námskeiða, sem þessi félög hafa staðið fyrir og notið þar handleiðslu
fjölda góðra leiðbeinenda.
Þessi sýning Guðrúnar er í raun þrískipt. Í öndvegi sýningarinnar eru
ævintýralegar myndir úr töfraheimi hverasvæðisins í Krísuvík. Þá eru
nokkrar myndir af uppstillingum og síðast en ekki síst eru nokkrar
,,Heilladísamyndir” sem gert hafa góða lukku á umliðnum árum.
Nú eru tæp tíu ár frá því að Guðrún hélt sína fyrstu einkasýningu.
Listatorg í Sandgerði er opið alla daga vikunnar á milli kl. 13:00 og 17:00.
Allir eru hjartanlega velkomnir að líta við og njóta.
Guðrún sýnir á Listatorgi
Erla Sigurjónsdóttir,
Sigurjón Kjartansson, Gerður Eyrún Sigurðardóttir,
Margrét Ragna Kjartansdóttir, Pétur Valdimarsson,
Hafdís Kjartansdóttir, Árni H. Árnasson,
Sif Kjartansdóttir, Haukur H. Hauksson,
Lilja Guðrún Kjartansdóttir, Svanur Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
G. Kjartans Sigurðssonar,
vélstjóra, Háaleiti 27, Keflavík.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir alúð
og góða umönnun.
Megi guðs blessun fylgja ykkur öllum.
Erla Sigurjónsdóttir,
Sigurjón Kjartansson, Rúna Sigurðardóttir,
Margrét Ragna Kjartansdóttir, Pétur Valdimarsson,
Hafdís Kjartansdóttir, Árni H. Árnason,
Sif Kjartansdóttir, Haukur H. Hauksson,
Lilja Guðrún Kjartansdóttir, Svanur Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabarn.