Víkurfréttir - 16.06.2011, Side 15
15VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurInn 9. júní 2011
SPORTMOLAR
„Stefnan tekin
á Bandaríkin“
vf.is
Njarðvíkingar máttu sætta sig við ósigur þegar þeir mættu
Hamarsmönnum í 2. deildinni í
knattspyrnu. Hamarsmenn skor-
uðu strax á annarri mínútu og
settu tóninn fyrir það sem koma
skyldi. Það var svo á 15. mínútu
sem að Kristinn Björnsson skor-
aði beint úr aukaspyrnu annan
leikinn í röð. Eftir þetta tóku
Njarðvíkingar yfirráðin í leiknum
og Andri Fannar Freysson skoraði
á 30. mínútu eftir laglegan undir-
búning hjá Ólafi Jóni Jónssyni
en þetta var fjórða mark Andra í
deildinni í sumar.
Gestirnir jöfnuðu skömmu fyr-
ir leikhlé eftir varnarmistök hjá
Njarðvíkingum í hornspyrnu og
staðan orðin 2-2 í fjörugum fyrri
hálfleik. Á 60. mínútu komust
Hamarsmenn yfir en Njarðvík
fékk færi á að jafna úr vítaspyrnu
skömmu síðar. Brotið var á Andra
Fannari og Ólafur Jón Jónsson fór
á punktinn. Markvörður Hamars
varði vítið vel en hann átti eftir að
reynast Njarðvíkingum erfiður það
sem eftir lifði leiks og ekki tókst
þeim grænu að koma knettinum
framhjá honum og lokatölur því
2-3 fyrir Hamari.
Njarðvík tapaði
á heimavelli
Ólympíuleikar fatlaðra verða haldnir í sumar í Aþenu í
Grikklandi dagana 25. júní til 4.
júlí. Þar verða 7.500 keppend-
ur frá um 180 löndum, 25.000
sjálfboðaliðar, 3.500 starfsmenn
íþróttagreina,auk þúsunda að-
standenda, gesta, fjölmiðlafull-
trúa og áhorfenda. Keppnisgrein-
ar eru 20, m.a; Badminton, boccia,
blak, borðtennis, fimleikar, frjáls-
ar, körfubolti, handbolti, hestaí-
þróttir, golf, judo, knattspyrna,
lyftingar, siglingar, sund.
Suðurnesjamenn eiga að sjálfsögðu
fulltrúa á leikunum en þeir Sig-
urður Guðmundsson, Guðmundur
Markússon og Róbert Ragnarsson
munu taka þátt í knattspyrnu og
Jakob G. Lárusson mun keppa í
frjálsum.
Fjórir fulltrúar Nes
á Ólympíuleikana
Dúxar í skólanum og körfunni
Maciej Baginski hefur æft körfubolta með Njarðvíkingum frá því hann var 10 ára
gamall og hefur hann haft ýmsa þjálfara í gegn-
um tíðina. Maciej er fæddur í Póllandi og flutt-
ist til Sandgerðis fjögurra ára gamall og þaðan
til Njarðvíkur árið 2004. Lengst af hefur hann
verið undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar
sem hann segir hafa haft hvað mest áhrif á sig
sem leikmann. Maciej hefur verið hluti af öflugu
yngri flokka starfi hjá Njarðvíkingum sem hafa
verið sigursælir undanfarin ár. Einnig hefur
hann verið lykilmaður í yngri landsliðum Ís-
lands og m.a. varð hann Norðurlandameistari
með undir 16 ára liðinu í fyrra. Maciej segist
ekki spila neina ákveðna stöðu, hann einfald-
lega spili þar sem þjálfarinn segir honum að
spila enda er hann fjölhæfur leikmaður. Stífar
æfingar standa yfir í sumar hjá Njarðvík og
Maciej æfir á hverjum degi með hinum ýmsu
flokkum. Hann æfir m.a. með meistaraflokk en
hann stefnir á að leika með liðinu í úrvalsdeild
á komandi tímabili þrátt fyrir að vera aðeins
16 ára gamall. „Það er allt opið í þessum nýja
meistaraflokk og það fer sennilega bara eftir
því hvað maður verður duglegur að bæta sig í
sumar hvort maður fái tækifæri á næsta tímabili
á að láta ljós sitt skína,“ segir Maciej. Hann
bætir því við að líklega verði þetta erfitt fyrsta
tímabil en að sjálfsögðu séu þessir ungu strákar
ánægðir með að fá þetta tækifæri, en Njarðvík-
ingar hyggjast byggja meistaraflokk félagsins
eingöngu á ungum leikmönnum innan félags-
ins. „Þetta eru fyrst og fremst allt mjög duglegir
strákar og margir í hópnum sem eiga fullt erindi
í úrvalsdeildina,“ segir Maciej.
Nýlega var Maciej valinn í úrvalslið undir 16 ára á
Norðurlandamóti landsliða sem fram fór í Svíþjóð
en Íslendingar höfnuðu í 2. sæti en Maciej var líka
valinn maður úrslitaleiksins. Þetta var jafnframt
hans þriðja mót í þeim flokki en hann lék fyrst
með undir 16 ára liðinu þegar hann var einungis
14 ára sem er alls ekki algengt. Hann segir að það
hafi sennilega verið Einari Árna að þakka að hann
komst í liðið en Einar var þjálfari liðsins. Maciej
hefur því spilað á þremur Norðurlandamótum
nú þegar og á sennilega eftir að leika á tveimur í
viðbót, það sé a.m.k. stefnan. „Eftir svona lands-
liðsferðir eru nánast allir orðnir góðir vinir og
ótrúlega gaman í öllum þessum ferðum. Þegar
heim er komið þá er svo sem gaman að eiga góða
vini í hinum liðunum og ennþá skemmtilegra að
vinna þá fyrir vikið.“
Maciej segist taka Hauk Helga Pálsson sér
til fyrirmyndar en hann spilar í Maryland
háskólanum í Bandaríkjunum sem er stór og
virtur skóli. „Mig langar gríðarlega mikið að
gera það sem hann hefur afrekað, fara í stóran og
góðan skóla í Bandaríkjunum og spila körfubolta
þar.“ Maciej er ekki einungis góður íþróttamaður
heldur er hann afbragðs námsmaður. Hann
útskrifaðist á dögunum úr Njarðvíkurskóla með
hæstu meðaleinkunn úr 10. bekk. Hann segist
ekki hafa búist við svona góðum árangri þó svo
að hann hafi alltaf staðið sig vel í skólanum. Hann
segir góðar einkunnir ekkert skemma fyrir ef
hann ætli sér í nám erlendis, sem sé stefnan hjá
honum. Þó ætlar hann að byrja í FS meðan hann
leikur hér með meistaraflokki og svo er stefnan
tekin á Bandaríkin sem fyrst þar sem hann ætlar
sér í framhaldsskóla og þaðan í háskóla ef allt
gengur upp.
Á myndinni má sjá Guðmund Markússon annan frá hægri í efri röð og í neðri röð
er Sigurður Guðmundsson lengst til vinstri og Róbert Ragnarsson annar frá hægri.
Víðir á toppnum
Víðismenn tylltu sér á toppinn í A-riðli 3. deild-
arinnar í knattspyrnu með því
að leggja KB að velli í Garð-
inum á fimmtudagskvöld. Ei-
ríkur Viljar Kúld skoraði mark
heimamanna en hann hefur
verið iðinn við kolann í sum-
ar og skorað 6 mörk í fjórum
leikjum.
Keflavíkurstúlkur
ósigraðar og efstar
Keflavíkurstúlkur sitja nú á toppi 1. deildar kvenna í
knattspyrnu eftir öruggan 4-1
heimasigur á liði Fjarðabyggð-
ar/Leiknis. Staðan var 1-0 Kefl-
víkingum í vil í leikhléi eftir að
Dagmar Þráinsdóttir skoraði
en þær voru mun meira með
boltann án þess þó að skapa sér
mikið af færum.
Keflvíkingar bættu í og komust
í 3-0 með mörkum frá Agnesi
Helgadóttur og Guðnýju Þórð-
ardóttur. Það var svo Guðný sem
innsiglaði sigurinn með marki
úr vítaspyrnu í lok leiksins eft-
ir að Fjarðabyggð/Leiknir hafði
minnkað muninn.
Keflvíkingar hafa nú sigrað alla
þrjá leiki sína til þessa í 1. deild-
inni og eru á toppnum með 9
stig.
Menntaðir þjálf-
arar í Grindavík
Ólafur Örn Bjarnason þjálfari karlaliðs Grinda-
víkur, Jón Þór Brandsson þjálf-
ari kvennaliðs Grindavíkur og
Ægir Viktorsson yfirþjálfari
yngri flokka Grindavíkur voru
á meðal 35 þjálfara sem voru
útskrifaðir með KSÍ A þjálf-
aragráðu á dögunum.
Sandgerðingar sitja í 5. sæti 2. deildarinnar í knattspyrnu eftir 3-2 tap á útivelli gegn Tindastól/Hvöt á maánudaginn. Mörk Sand-
gerðinga í leiknum gerði Jóhann Magni Jóhannsson.
Sandgerðingar hafa veri duglegir í markaskorun það sem af er sumri
og skorað 18 mörk í 6 leikjum. Sandgerðingar hafa einnig verið með
gjafmildustu vörnina því þeir hafa fengið á sig flest mörk allra liða eða
19 mörk.
Pétur Þór Jaidee skoraði þrjú marka Sandgerðinga og Jóhann Magni Jó-
hannsson gerði tvö þegar Reynir sigraði lið ÍH 1-5 síðastliðinn föstudag.
Sandgerðingar skora mest
Markaskorararnir Kristinn
og Andri á miðri mynd