Víkurfréttir - 16.06.2011, Síða 16
vf.is
Opið frá kl. 8:00 - 17:00
Engar tímapantanir
Njarðarbraut 7
Bifreiðaskoðun
GOLFTÍÐIN ER HAFIN
NÝIR FÉLAGAR VELKOMNIR
VEITINGASALAN OPIN ALLA DAGA
FYRIR KYLFINGA OG AÐRA GESTI NÝJAR MOTTUR Á ÆFINGASVÆÐINU OPIÐ TIL 22:00 ÖLL KVÖLD
19. JÚNÍ, SUNNUDAGUR:
Fjölskylduskemmtun á Selatöngum frá
kl. 11:00 - 15:00. Ýmsar stöðvar: Aflleikir,
reiptog, listaverk í fjörunni o.fl.
Á Selatöngum má sjá minjar um verbúðir og
sjósókn fyrri tíða. Eins er gaman að skoða
Katlahraunið með sínum kyngimögnuðu hraun-
myndunum. Selatangar eru við ströndina í um
10 km austur af Grindavík á Krýsuvíkurleið.
Merkt með skilti við veginn. Umsjónarmaður
á Selatöngum er Sigrún Jónsd. Franklín gsm
6918828.
Fjórhjólaævintýri ehf bjóða upp á fjölskylduferð
á fjórhjólum frá Grindavík að Selatöngum og
hægt að njóta þess sem verður í boði þar.
Tveir fyrir einn, umsjón Kobbi/Kjartan sími
8573001 www.fjör.is
Salthúsið, réttur sunnudagsins: Fiskur/súpa
tveir fyrir einn sími 4269700 www.salthusid.is
Mánudag til föstudags: Heillandi heimur fisk-
sins. Stakkavík býður þér einstakt tækifæri:
Upplifðu fisk til útflutnings. Hjá okkur sérðu
fiskinn unninn, finnur andann og upplifir hefðina
sem færir heiminum íslenskan fisk.
Fullkomnaðu þessa einstöku upplifun með því
að gæða þér á léttum veitingum í þægilegu
umhverfi íslenskrar úterðar.
Nánari upplýsingar, tímapantanir, verð og fleira
í síma 4208000 eða sendið póst
á xperience@stakkavik.is
22. JÚNÍ, MIÐVIKUDAGUR:
Reykjanes gönguferðir, Eldfjallahringur
í Grindavíkurlandi. Gengið er eftir gamalli
hrauntröð upp undir mikinn hamravegg,
Gálgakletta og þaðan yfir Sundhnúk stærsta
gíginn í samfelldri óraskaðri gígaröð,
Sundhnúkagígaröð er á náttúruminjaskrá sem
einstakt náttúruvætti. Gengið verður áfram á
Svartsengisfell 188 m. Ofan á fellinu er stór og
myndarlegur gígur sem vert er að skoða auk
útsýnis yfir Illahraun og Eldvörpin. Gangan tekur
um 3 - 4 klst.
Leiðsögumaður er Rannveig Garðarsdóttir,
gsm 8938900. Mæting er kl. 19:00 við
Grófina 2 - 4 230 Reykjanesbæ.
Rútugjald er kr. 1.000.
23. JÚNÍ FIMMTUDAGUR:
Kl. 14:00 Hellaskoðun tveir fyrir einn.
Fjórhjólaævintýri ehf sími 8573001
www.fjor.is
Salthúsið, réttur fimmtudagsins fiskur/súpa
tveir fyrir einn sími 4269700 www.salthusid.is
24. JÚNÍ, FÖSTUDAGUR:
Skipsströnd á Hópsnesi, reiðhjólaferð frá
tjaldsvæði Grindavíkur. Mæting kl. 10:00
tekur um 1-2 klst. Tveir fyrir einn umsjón
Fjórhjólaævintýri Kobbi/Kjartan ehf 8573001
www.fjör.is.
25. JÚNÍ LAUGARDAGUR:
Vitahringurinn, hestaferð fyrir fjölskylduna
tveir fyrir einn, umsjón Artic Horses, Jóhanna
sími 8480143
Skipsströnd á Hópsnesi, reiðjólaferð
frá tjaldsvæði Grindavíkur, mæting kl 10:00
tekur um 1-2 klst. Tveir fyrir einn, umsjón
Fjórhjólaævintýri Kobbi/Kjartan ehf 8573001
www.fjör.is
Kl. 11:00 Í Kvikunni Hafnargötu 12 a mun
Dagbjört Óskarsdóttir, leiðsögumaður lesa
sögu fyrir börnin um Geira litla og vini hans.
Jafnframt segir hún frá síðasta geirfuglinum
sem felldur var í Eldey.
Kl. 13:00 - 17:00 Skreytingar við öll tækifæri
unnar úr náttúru Grindavíkur. Blómakot við
Mánagötu, umsjón Gugga Bogga,
guggabogga@visir.is
Kl: 20:30 Jónsmessuganga á fjallið Þorbjörn.
Hin árlega Jónsmessuganga Grindavíkurbæjar
og Bláa Lónsin hefst við sundlaugina í Grindavík.
Á fjallinu verður varðeldur og tónlistaratriði.
Gangan endar í Bláa lóninu.
Dagskráin er gerð með fyrirvara
um frekari breytingar.
Ratleikur Grindavíkur, Náttúran og þjóðtrúin er auðveldur og skemmtilegur útivistarleikur,
sem staðið hefur frá upphafi Sjóarans síkáta og stendur fram að Jónsmessu. Leitað er að
spjöldum á stöðum sem merktir eru á ratleikskortið. Staðirnir eru við fjallið Þorbjörn og Skipsstíg,
gömlu þjóðleiðina milli Innri- Njarðvíkur og Grindavíkur. Höfundur ratleiks er Sigrún Jónsd. Franklín.
Hægt er að prenta út ratleikskort á www.grindavik.is
Kvikan, auðlinda- og menningarhús, Hafnargata 12a. Er opin alla daga frá kl. 10:00-17:00.
Þar eru tvær glæsilegar sýningar, annars vegar Saltfisksetrið og hins vegar Jarðorka sem
er ný sýning og hefur þegar vakið athygli en hún var áður í Gjánni í Eldborg og sýnir jarðsöguna á
áhrifaríkan hátt.
19. - 25.
J Ú N Í
- Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna
Sjá nánar á www.grindavik.is og www.sjfmenningarmidlun.is
NÁTTÚRUVIKA
Á REYKJANESI
Í GRINDAVÍK
Fimmtudagurinn 16. júní 2011 • 24. tölublað • 32. árgangur
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001
MUNDI
Gleðilega þjóðhátíð
kæru lesendur Víkurfrétta!
Heilsuskóli
Keilis flytur inn
heimsklassa
fyrirlesara
Heilsuskóli Keilis stendur fyrir 3ja daga Þjálfarabúð-
um í september. Um er að ræða
heimsklassa námskeið í styrkt-
ar- og ástandsþjálfun með fjórum
þjálfurum og kennurum með ára-
langa reynslu sem allir koma frá
Bandaríkjunum. Róbert Magn-
ússon, sérfræðingur í íþrótta-
sjúkraþjálfun, sem nú er staddur
í Danmörku með U-21 árs lands-
liðinu er einn margra sem hafa
nú þegar skráð sig en hann seg-
ir Þjálfarabúðirnar mikilvæga
endurmenntun fyrir alla sem vilja
halda sér vel upplýstum og fá nýj-
ar hugmyndir frá topp fræðifólki
í greininni og undir það tekur
Helgi Guðfinnsson styrktarþjálf-
ari og körfuknattleiksþjálfari sem
ætlar ekki að láta sig vanta. ,,Nú
þegar kreppir að hafa þjálfarar
minni pening til endurmennt-
unar og því munar miklu að þurfa
ekki að fara erlendis til að sækja
stór námskeið“ bætir Helgi við.
Þjálfarabúðirnar í september eru
þær þriðju í röðinni hjá Keili.
Áherslan í þetta skiptið verður á
æfingaval, stignun á æfingum,
ólympískar lyftingar, djúpvöðva-
kerfið og þyngdartap út frá nær-
ingu og sálfræði. Stærsta nafnið í
flokki kennara er Michael Boyle
sem gefið hefur út fjöldann allan
af kennsludiskum og bókum um
þjálfun. Æfingastöð Boyle var val-
in sú besta í Bandaríkjunum árið
2010 af tímaritinu Mens Health.
Forskráningartilboð á Þjálfarabúð-
irnar er til 20. júní. Nánar á www.
keilir.net/heilsa.