Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.07.2011, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 28.07.2011, Blaðsíða 4
4 FIMMTudagurInn 28. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Leiðari Víkurfrétta EYÞÓR SÆMUNDSSON, BLAÐAMAÐUR Það hefur verið frekar rólegt hér á Suður-nesjum síðustu vikur enda fólk í sumarfríi og á ferð og flugi innan- jafnt sem utanlands. Þó hafa komið upp mál sem vert er að minnast á. Í Grindavík átti sér stað skelfileg árás sem var virkilega óhugnaleg og vakti óhug hjá fólki. Mörgum er umhugað um mál bygginga í Innri-Njarðvík þar sem slysagildrur eru víða og foreldrar skiljanlega áhyggjufullir vegna þessa. Síðasta helgi var viðburðarík í íþróttalífinu hér á svæðinu en þá eignaðist Hestamannafélagið Máni Íslandsmeistara á Íslandsmóti yngri flokka sem haldið var með glæsibrag á Mánagrund. Íslandsmeistarinn, Jóhanna Margrét Snorradóttir sigraði einnig unglinga- flokkinn á Landsmóti hestamanna sem fram fór á dög- unum og ljóst að þarna er stórefnileg hestakona á ferð. Íslandsmótið í höggleik fór fram á Hólmsvelli í Leiru en Suðurnesjamenn riðu ekki feitum hesti frá því móti, þótt umgjörðin hafi verið með besta móti. Annars er farið að síga á seinni hluta sumars en mér persónulega hefur alltaf fundist sumarið vera búið eftir verslunar- mannahelgina og í minningunni hefur ágúst aldrei verið annað en vonbrigði. Það mætti segja að ágúst sé Liverpool mánaðanna, lofar alltaf góðu en stendur svo aldrei undir væntingum. Kannski er það bara rugl í mér. Framundan eru þó atburðir þar sem ærleg ástæða er til að lyfta sér upp. Næstu helgi er Gay Pride hátíðin í Reykjavík en hún hefur vaxið og dafnað síðustu ár og er nú meðal stærstu viðburða ársins. Menningarnótt er svo á næsta leiti en Suðurnesjamenn fjölmenna jafnan þangað og njóta þess besta sem menningarlíf lands- ins býður upp á. Svo er það rúsínan í pylsuenda okkar Suðurnesjamanna, Ljósanóttin sjálf. Hátíð sem markar endalok sumars og upphaf haustsins. Hátíð sem er fyrir löngu orðin landsþekkt og fólk hvaðanæva að kemur og heimsækir Reykjanesbæ. Virkilega væri gaman að sjá þátt eins og Landann kíkja við á Ljósanótt og leyfa okkur að láta ljós okkar skína. Oft verðum við Suður- nesjamenn útundan í þáttum af þessum toga, erum ekki á landsbyggðinni og ekki á höfuðborgarsvæðinu. Ég efast þó ekki um að hér megi finna margt áhugavert fólk og skemmtilega staði og oftar en ekki finnst mér verið að leita langt yfir skammt í þessum efnum. Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15. Ágúst er Liverpool mánaðanna vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 11. ágúst. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is YOGA-HÚSIÐ Holtsgötu 6, Njarðvík sími 823 8337 Haustnámskeiðin okkar hefjast 8.ágúst Innritun er þegar í fullum gangi í síma 8238337 Starf framkvæmdastjóra UMF Þróttur auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra félagsins. Starfshlutfall er 30-50% og er hluti starfsins viðvera á skrifstofu félagsins í íþróttamiðstöðinni í Sv. Vogum. Æskilegt er að umsækjendur séu liprir í samskiptum og hafi góða þjónustulund, geti tekið frumkvæði og hafi getu til að vinna sjálfstætt. Góð þekking á tölvum og geta til að koma frá sér rituðu íslensku máli er nauðsynleg. Umsóknir skulu berast stjórn Þróttar á netfangið throttur@throttur.net fyrir 10. ágúst. Frekari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 866-1699. ATVINNA Pulsuvagninn við Tjarnartorg auglýsir eftir starfsmanni 25 ára og eldri. Viðkomandi þarf að hafa góða þjónustulund og vera reyklaus. Vinnutími frá kl. 10:00 - 17:00 á daginn og eitthvað um helgar. Upplýsingar gefur Inga á staðnum eða í síma 896 2538. Sigurður Sævarsson er tónskáld sem lærði söng og tónsmíðar í Bandaríkjunum á sínum tíma, nánar til tekið í Boston. Þar áður hafði hann lært söng í tónlistar- skólanum í Keflavík og í Nýja Tónlistarskólanum í Reykjavík. „Ég segi alltaf að ég hafi hætt að syngja um leið og ég fékk réttind- in. Þannig er að ég fór upphaflega í háskólanám í söng, við Boston University. Fljótlega fékk ég að bæta við tónsmíðanáminu og lauk síðan meistaragráðu í báðum greinum. Söngnámið gekk mjög vel en það voru tónsmíðarnar sem heilluðu mig meir. Ég syng stund- um með Schola cantorum en læt einsönginn alveg vera. Til að vera góður einsöngvari þarf maður að æfa sig daglega til að halda sér í formi. Þegar ég er ekki að „skóla- stjórast“ sit ég við píanóið, þannig að það er enginn tími fyrir söng- inn,“ sagði Sigurður eftir að hann var spurður um hvort hann hefði alveg sagt skilið við sönginn og snúið sér alfarið að tónsmíðum. Sigurður er að gefa út nýjan disk þessa dagana. Hann heitir Missa Pacis og eru það Hljómeyki, Stein- grímur Þórhallsson, orgel, Sigurður Halldórsson, selló og Frank Aarn- ink, slagverk, sem flytja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Verkið var hljóðritað í janúar á þessu ári í Skálholtsdómkirkju en Sigurður var staðartónskáld Sumartónleikanna í Skálholti 2010 og samdi við það til- efni þessa messu. Sigurður segist hafa verið að sýsla við ýmislegt eftir námið í Boston og þá aðallega verk fyrir röddina. „Fyrsta verkið var óperan Z-ást- arsaga, byggð á samnefndu skáld- verki Vigdísar Grímsdóttur. Óperan Hætti að syngja eftir að hann fékk réttindin var sýnd á óperuhátíð Norðuróps sem haldin var hér í Reykjanesbæ 2001. Næsta stóra verk var Hall- grímspassía, verk fyrir kór, ein- söngvara og hljómsveit. Passían var frumflutt í Hallgrímskirkju 2007 og svo flutt aftur í Ytri-Njarðvík- urkirkju 2010 og á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju sama ár. Eftir það samdi ég óperuna Hel, byggða á samnefndu skáldverki Sigurðar Nordal. Óperan var flutt í Íslensku Óperunni á Listahátíð 2009. Það var einmitt eftir sýningu á Hel að ég var beðinn um að vera staðartónskáld Sumartónleikanna í Skálholti 2010. Ósk kom um að ég semdi eitthvað fyrir kammerkórinn Hljómeyki við trúarlegan texta. Fyrir valinu varð latneski messutextinn. Þessi texti hefur verið notaður af stórum hluta tónskálda í gegnum aldirn- ar og virðist alltaf vera sem nýr. Nafnið sem ég gaf messunni, Missa Pacis (messa friðar) er skírskotun í þann frið sem dvöl í Skálholti veitir manni og í leiðinni ósk mín um frið fyrir alla, ekki síst sálarfrið. Verkið var svo frumflutt á áður- nefndum sumartónleikum í Skál- holti 2010 og síðan hljóðritað í Skálholti í janúar á þessu ári og flutt aftur á Myrkum músíkdögum þann sama mánuð. Þeir sem hafa áhuga, geta farið inn á heimasíðu mína: www.sig- urdursaevarsson.com til að heyra tóndæmi. Sigurður var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna í fyrra í flokki klassískrar og samtímatónlistar fyr- ir hljómplötu sína Hallgrímspassía sem gefin var út í desember á síðasta ári. Flytjendur eru kammerkórinn Schola cantorum, Caput hópurinn og Jóhann Smári Sævarsson, undir stjórn Harðar Áskelssonar. En þess má geta að Jóhann Smári er bróðir Sigurðar. Það er ýmislegt í gangi þessa dag- ana hjá Sigurði. „Ég hef lítið getað setið við píanóið þar sem það er búið að vera mikið að gera í kring- um útgáfu disksins. Síðan er verið að vinna þýðingar á Hallgríms- passíunni, bæði enska og danska, með tilheyrandi fundarsetum. Svo er ætlunin að bæta við þýskri þýð- ingu. Það verður spennandi að sjá hvað verður úr þessu öllu. Varðandi næstu verkefni, þá lýk ég við verk fyrir óbó og strengjakvar- tet í haust. Áætlað er að frumflytja það öðru hvoru megin við næstu áramót. Síðan er annað stórt verk í burðarliðnum, óratoría fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Verið er að vinna textann þessa dagana og vonast ég til að geta hafist handa við tónlistina í haust,“ sagði tónskáldið Sigurður Sævarsson að lokum. Vertu í góðu sambandi við VF! Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000 • vf.is • m.vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.