Víkurfréttir - 28.07.2011, Síða 5
5VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurInn 28. júLí 2011
Skötumessa var haldin í Garð-inum í sjötta sinn síðastliðinn
miðvikudag með miklum glæsi-
brag. Herlegheitin voru haldin
í sal Gerðaskóla og var ekki eitt
einasta sæti laust í húsinu. Born-
ar voru fram kræsingar frá Axeli
Jónssyni og var skatan vinsælust
þrátt fyrir að saltfiskur, plokk-
fiskur og annað góðgæti væri á
boðstólum.
Ýmsir þjóðkunnir skemmtikraftar
komu fram þ. á m. Hreimur Örn
Heimisson, Raggi Bjarna, Bjartmar
Guðlaugsson og Árni Johnsen sem
að öðrum ólöstuðum stal senunni
og myndaði sannkallaða þjóðhátíð-
arstemningu í salnum þar sem fólk
læsti saman örmum og ruggaði sér
og trallaði.
Ágóðinn af Skötumessunni í ár
mun fara til aðstoðar íþróttafélags-
ins NES en þau eru að fara að keppa
á Íslandsmeistaramóti í Boccia í
haust. Einnig er ætlunin að styrkja
fatlaðan sundmann úr Hafnarfirði.
Vel heppnuð Skötumessa í Garðinum
Skötukallinn Ásmundur Friðriksson afhenti Axeli Jónssyni, Skólamat, Val-
gerði Pálsdóttur, Víkurfréttum og Ragnari H. Kristjánssyni, Fiskmarkaði
Suðurnesja viðurkenningarskjal fyrir gott samstarf á liðnum árum.
Nýlega afhentu þær María Ósk Kjartansdótt-ir og Aðalheiður Ásdís rannsóknarhópi á
Keldum myndarlega upphæð sem safnast hefur til
styrktar rannsóknum á arfgengri heilablæðingu.
María Ósk er af heilablæðarafjölskyldu og er um-
hugað um að rannsóknirnar haldi áfram. Stúlk-
urnar stóðu fyrir hinum ýmsu viðburðum eins og
Hip-Hop tónleikum og barnaskemmtun í 88-hús-
inu. Einnig var slegið upp veislu á Manhattan á
sínum tíma og fólki var frjálst að veita málefninu
framlög eftir getu hvers og eins.
Þegar allt var saman talið höfðu safnast 1.475.075 kr.
Söfnuðu 1,5 milljón til styrktar arfgengri heilablæðingu
Vegna forfalla vantar raungreinakennara á
unglingastigi í Heiðarskóla fyrir skólaárið 2011 - 2012.
Umsóknarfrestur er til 11. ágúst.
Upplýsingar veitir Gunnar Þór Jónsson skólastjóri í
síma 894-4501, umsóknir eiga að berast
starfsmannaþjónustu, Tjarnargötu 12,
eða á mittreykjanes.is
RAUNGREINAKENNARI
HEIÐARSKÓLA
Dagdvöl aldraðra Reykjanesbæ auglýsir eftir
starfsmanni í hlutastarf .
Umsóknir skulu berast starfsmannaþjónustu,
Tjarnargötu 12, eða á mittreykjanes.is. Umsóknarfres-
tur er til 11. ágúst.
Upplýsingar veitir forstöðumaður Inga Lóa
Guðmundsdóttir í síma 420-3400,
inga.l.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is
Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar
KARLAR OG KONUR
ER NÁGRANNAVARSLA
Í ÞINNI GÖTU?
Reykjanesbær minnir á nágran-
navörslu þar sem íbúar geta gert
samkomulag um vöktun í sinni
götu. Til þess að taka þátt þarf
undirskriftir allra íbúa í götunni og
er hún þá og húsin merkt sérstak-
lega.
Nágrannavarsla felur m.a. í sér að tilkynna til lögreglu
grunsamlega hegðun í götunni sem þá verður fylgt
eftir.
Góður granni er áhrifaríkasta afbrotavörnin.
Sjá nánar á reykjanesbaer.is/usk
BÆKLINGAR FYRIR
FERÐAMENN
Tveir nýir bæklingar hafa komið
út þar sem íslenskum
ferðamönnum og auðvitað
heimamönnum líka, er bent á
áhugaverða staði í bæjarfélag-
inu og næsta nágrenni, hvað
hægt er að gera og hvert er hægt að fara.
Annar bæklingurinn er sérstaklega ætlaður börnum og
þar er bent á fjölda skemmtilegra tækifæra sem hægt
er að njóta án mikilla fjárútláta, flestir staðirnir eru
meira að segja alveg ókeypis fyrir börnin.
Hægt er að nálgast þessa bæklinga á vef Reykjanes-
bæjar, á Markaðsstofu Suðurnesja og á helstu
ferðamannastöðum bæjarins s.s. Víkingaheimum og
Duushúsum.
EKUR ÞÚ VARLEGA?
30 km hámarkshraði er í
íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til
að aka varlega
Sýnum tillitssemi
– ökum varlega.
30