Víkurfréttir - 28.07.2011, Page 14
14 FIMMTudagurInn 28. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Stefna allir á Los Angeles
árið 2015
Verðlaunahafarnir okkar frá Alþjóðaleikum Special Olympics komu heim fyrir skömmu eftir að hafa náð glæsilegum árangri
í Aþenu á dögunum. Blaðamaður hitti þá Sigurð Guðmundsson,
Guðmund Markússon, Jakob Gunnar Lárusson og Jósef Daníelsson
á Kaffitári á dögunum og spurði þá um förina til Aþenu.
Þeir Sigurður og Guðmundur voru í knattspyrnuliðinu sem hlaut silfurverðlaun
á leikunum eftir 2-1 tap gegn Svartfjallalandi í spennandi leik. Þeir sögðust hafa
verið óheppnir að tapa leiknum og litlu hefði munað á liðunum.
Jakob Gunnar náði að landa bronsi í langstökki og varð fimmti í 100m hlaupi,
sannarlega frábær árangur hjá kappanum.
Þeir Sigurður og Guðmundur spiluðu með knattspyrnuliði Íslands á Alþjóða-
leikum Special Olympics. Jakob Gunnar og bróðir hans Jósef eru í frjálsum
íþróttum en Jósef fór á Special Olympics í Kína árið 2007 og er sá eini af hópnum
sem farið hefur áður.
Hvernig fannst ykkur í Grikklandi? „Það var bara mjög skemmtilegt og nátt-
úrulega mjög flott. Fullt af flottum munum út um allt,“ segja strákarnir sem þó
sögðust ekki hafa haft mikinn tíma til þess að skoða söfn og þvíumlíkt. Þó sáu
þeir rústirnar á Akropólisarhæð og hrifust mjög af þeim. Hitinn var gríðarlegur
þarna úti og sérstaklega rétt eftir hádegi þegar leikirnir kláruðust oftast. „Samt
var eiginlega alltaf heitt, sama hvað klukkan var,“ segir Jakob.
Hvað stóð upp úr í ferðinni til Grikklands? „Það var eiginlega grín sem við
gerðum í hvor öðrum þegar við vorum á hótelinu,“ segir Guðmundur og rifjar
upp þegar að hann var tekinn á beinið af félögum sínum. „Ég var að fara í sturtu
og þvæ á mér hárið með sjampói eins og gengur. En áður hafði Beggi liðsfélagi
minn sett heila tannkremstúbu í sjampóið mitt. Eftir að hafa þvegið mér var
hárið á mér klístrað og ég skildi ekkert í því, hárið á mér var líka hálf aflitað
eftir þennan þvott.“ Strákarnir skellihlæja af þessari sögu og það er augljóst að
stemningin var góð í hópnum.
Strákarnir segjast hafa kynnst mörgu fólki frá öðrum löndum og hafi jafnvel
samband við þá enn þann dag í dag. Margir töluðu þó ekki ensku sem gerði
samskiptin erfiðari fyrir vikið.
Hvað æfið þið oft í viku? Þeir æfa allir fótbolta með Öspinni og svo NES þegar
þær æfingar hefjast aftur og eru að jafnaði þrisvar í viku. Strákarnir eru sammála
um að það sé frekar léleg aðstaða til þess að æfa frjálsar íþróttir hér á Suðurnesj-
um en þeir æfa oftast fótbolta í Heiðarskóla.
Jakob Gunnar keppti í langstökki og 100 metra hlaupi úti í Aþenu en hann segir
langstökkið vera sína sterkustu grein en þó segist hann ekki muna hversu langt
hann hafi stokkið, það sé alla vega hellingur.
Næstu leikar eru árið 2015 í Los Angeles og það hlakkar í strákunum þegar þeir
tala um þá leika, þangað vilja þeir allir fara. „Stefnan er bara að æfa af fullum
krafti og stefna á þá leika, við ætlum allir að fara þangað. Svo er fótboltamót
í London á næsta ári og þangað langar strákana að fara enda en þó segja þeir
mikla samkeppni vera um stöðurnar í fótboltaliðinu.
Fótboltaliðið með þá Sigurð og Guðmund innanborðs sigraði 6 leiki í Aþenu og
töpuðu tveimur, báðum gegn Svartfjallalandi sem sigraði mótið. „Þeir voru mjög
góðir og spiluðu aðeins betur en við. Við sigruðum samt Þýskaland, Austurríki,
Holland, Slóveníu og stóðum okkur vel,“ segir Guðmundur sem leikur í vörn
íslenska liðsins. Sigurður spilar sem bakvörður eða hægri kantur.
Strákarnir æfa allir fleiri en eina íþróttagrein og eru að allan ársins hring. Til
stendur að hefja æfingar í Reykjaneshöllinni þrisvar í viku en þar hafa þeir ekki
æft áður og svo eru tveir úr hópnum að æfa sund fjórum sinnum í viku. „Það
væri stór plús fyrir okkur að æfa í höllinni og geðveikt fyrir okkur. Annars erum
við bara í Heiðarskóla sem er of lítill fyrir okkur því við erum 22-24 þar inni,
það er allt of lítið.
Eigið þið ykkur fyrirmyndir í íþróttunum? „Það er auðvitað Vidic,“ segir
Guðmundur. „Og svo auðvitað Maradona.“ Sigurður segist hafa átt uppáhalds
golfara sem hann hafi haldið upp á þegar hann var yngri. Sá heitir Tiger Woods
en Sigurður hefur heyrt að hann sé ekkert svo góður lengur.
Efirlætis íþróttamenn Jakobs Gunnars eru þeir Kobe Bryant hjá L.A Lakers og
Luis Suarez hjá Liverpool, að ógleymdum þeim Andy Carroll og Steven Gerrard.
Jósef tekur undir þetta með Jakobi bróðir sínum og bætir Xabi Alonso á listann.
„Því hann var vanur að skora frá miðju,“ segir Jósef.
Um kvöldið eftir viðtal okkar tóku strákarnir á móti viðurkenningu á Skötu-
messunni í Garðinum og fannst Jakobi virkilega skrýtið að þeir hinir borði ekki
skötu, hann skildi ekkert í því hreinlega. Að lokum sögðust strákarnir ætla að
leggja sig alla fram til þess að komst á næstu leika því þetta væri frábær upplifun
sem þeir vildu ekki missa af.
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009
NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
TIL LEIGU
Gisting Akureyri;
Skemmtilegar íbúðir í Amaróhúsinu
við göngugötuna
Tilboð: Vikuleiga með tveim upp-
ábúnum rúmum, 60.000 Kr.
Í íbúðinni er svefnpláss fyrir fjóra.
sjá gistingamaro.is. Sími 461 5403
Ýmsar stærðir og gerðir af her-
bergjum, með eða án húsgagna,
með sameiginlegu eldhúsi og bað-
herbergi eða sér eldhús og bað,
með eða án húsgagna. Aðgangur
að gufubaði og borðtennisborði.
Internet og orka innifalin og all-
ur sameigilegur kostnaður. Góð
staðsetning og hagstætt leiguverð.
Uppl. í síma 895 8230 og 860
8909.
Skúr til leigu á góðum stað í
Keflavík ca 50m2.
S é r b a ð , n i ð u r f ö l l o g i n n -
keyrsluhurð UPPLÝSINGAR Í
6911685/8985599 LEIGA 48.000
PER MÁN/ laus strax.
Studio íbúð til leigu. Allur bún-
aður innifalin. Í miðbæ Keflavíkur.
Upplýsingar í síma 698
7626.
43m2 íbúð á Háleiti 1 í Keflavík.
Leiga 55.000kr á mán. fyrir utan
hita og rafmagn. Laus strax.
Áhugasamir sendið póst með nafni
og kennit. á lilja@sovon.is
Til leigu 4 herbergja íbúð (neðri
hæð) á frábærum stað í Keflavík.
Laus um næstu mánaðarmót júlí/
ágúst. Gæludýr leyfð. Upplýsingar
í síma 896 6267.
125m2, 4ra herbergja, falleg og
björt íbúð í Njarðvík er laus til
leigu. 100 þús á mán fyrir utan hita
og rafmagn. Allar nánari uppl. í
síma 661 7069.
Til leigu herbergi í Sandgerði. Sér
inngangur samleiginleg snyrting.
25þús pr. mán. Upplýsingar í sima
820 7494 Laust 1. ágúst.
HEILSA
Meiri orka – Betri líðan!
H3O Pro Isotonic drykkurinn,
ShapeWorks & flr. góðar vörur
Ásdís og Jónas Herbalife dreifing-
araðilar
S: 843-0656 (Á), 864-2634 (J) og
421-4656
Tölvupóstur: asdisjul@internet.is
Heimasíða/netverslun: http://
www.betriheilsa.is/aj
TIL SÖLU
Rafmagnspíanó til sölu.
Roland HP 2e rafmagnspíanó til
sölu verð. 200.000.
Upplýsingar gefur Vallý í síma 481
1844 - 897 6656.
Furuborð hálfhringur og 2 stól-
ar, sjálfvirk ryksuga, og Overlock
saumavél sem sker, Til sölu, upp-
lýsingar í sima 698 7486.
HÚSAVIÐGERÐIR
ÞAKVERND - Þakviðgerðir.
Ryð- og Lekavarnir,
100% vatnsþéttingar með Pace-
aðferðinni
10 ára ábyrggð, margir litir í boði.
Tilboð í síma: 777 5697.
Lekabani@gmail.com
ÓSKAST
Bílskúr óskast til leigu fyrir stór-
ann jeppa. Helst í Innri-Njarðvík,
en má vera í Reykjanesbæ. Hringja
í Hildi, sími 866-3845
HJÁLP!!!!!
4 manna fjölskylda óskar eft-
ir 4 herbergja íbúð helst í innri
Njarðvík en skoða líka í Keflavík.
Getum tekið við henni strax og öll-
um greiðslum heitið.
Sími: 866 6260.
Óska eftir raðhúsi, parhúsi eða
einbýlishúsi, til langtímaleigu í
Njarðvík. Reyklaus fjölskylda, góðri
umgengni heitið, fyrirframgreiðsla
og öruggar greiðslur. Upplýsingar í
síma 899 0274.
Óskast til leigu (langtímaleigu)
Óskum eftir 4herb íbúð til leigu í
nánd v/Holtaskóla. Erum reglu-
samt par með litla stelpu sími 842
2525.
Kirkjur og samkomur:
Hvítasunnukirkjan Keflavík.
Samkomur falla niður um versl-
unarmannahelgi vegna sumarmóts
í Kirkjulækjarkoti.
ÝMISLEGT
Búslóðaflutningar og allur al-
mennur flutningur. Er með 20
rúmmetra sendibíl/kassabíl með
lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi.
Tek að mér allskonar viðgerð-
ir á bílum, sláttuvélum. Er með
greiningartölvu til að bilanagreina
margar tegundir bíla. Vanur mað-
ur, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð!
Uppl. S: 864 3567.
Túnþökusala
OddsTeins
Erum mEð til sölu gæða túnþökur,
fótboltagras, gólfvallagras, holta-
gróður, lyng og gras á opin svæði.
margra ára rEynsla.
sími: 663-6666/663-7666
utningar ehf.
www.go2.is
Sími 770 3571
ALHLIÐA
LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF.
Kynntu þér málið á
www.lögfræðistofan.is
s. 445-3500.
Við störfum á Suðurnesjum.
ERTU Í ÁBYRGÐ?
Viltu vita rétt þinn eða fá
hann leiðréttann?
Hafðu samband.
Sími. 445-3500
www.lögfræðistofan.is
Við störfum á Suðurnesjum.
Garðlist
Vantar fólk í garðslátt í sumar.
Sláttur í Njarðvíkurhverfi.
Umsóknir á gardlist.is
GÆLUDÝR
Chihuahua.
Chihuahua til sölu 9 vikna ætt-
bókafærður hreinræktaðir foreldr-
ar, sanngjarn verð.
Upplýsingar í síma 421 6255.
Kisan okkar er týnd.
Kleópatra er smágerð svört með
koparblæ, hún er með bleika ól
með nafni heimilsfangi og síma-
númeri. Kleópatra hvarf 13 júlí,
Hennar er sárt saknað. Ef einhvert
ykkar verðið var við hana vinsam-
legast hafið samband í 897-0454
eða 867-3325. FUNDARLAUN.
Rósi er týndur í Grindavík.
Bröndóttur og hvítur högni týnd-
ist í Grindavík 25 júní . Hann er
geltur og örmerktur. Fólk er vin-
samlega beðið um að ath. í bíl-
skúra og geymslur hjá sér. Þeir sem
verða hans varir eru vinsamlega
beðnir að hringja í síma 691 2183
FUNDARLAUN.
Leigusamningar!
gerum leigusamninga fyrir
einstaklinga og fyrirtæki.
15.000 + vsk.
Við erum ódýrastir.
www.leigumidlun.com
s. 445-3500.
Útibú á suðurnesjum.