Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.01.2009, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 08.01.2009, Blaðsíða 2
2 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Keflavíkurflugvöllur ohf. tók við rekstri Keflavíkurflug- vallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar um áramótin en félagið var stofnað með lagaheimild 26. júní sl. til að annast rekstur, viðhald og uppbyggingu flugvallarins og flugstöðvarinnar. Félagið annast einnig flugleiðsögu- þjónustu og þjónustu við flugrekendur, rekstur versl- ana með tollfrjálsar vörur og aðra starfsemi auk þess að sjá um hagnýtingu flugvallar- Jón Gunnarsson stjórnarformaður KEF, Kristján Möller sam- gönguráðherra og Björn Óli Hauksson forstjóri KEF. KEF TEKIÐ TIL STARFA ins í þágu öryggis- og varn- armála. forstjóri er Björn Óli Hauks- son rekstrarverkfræðingur. Öryggisverðir sem annast vopnaleit og öryggisgæslu í flugstöðinni munu heyra undir hið nýja félag. Réttindi og skyldur starfsmanna flytj- ast í samræmi við lög um aðila- skipti. Fríhöfnin ehf. er dóttur- félag Keflavíkurflugvallar ohf. og sér um rekstur fríhafnar- verslana í flugstöðinni. Starfs- menn félaganna eru 400 og áætluð velta á þessu ári er ríf- lega tíu milljarðar króna. Stjórn Keflavíkurflugvallar ohf. skipa Jón Gunnarsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Ellert Eiríks- son og Pétur J. Eiríksson. Sigríður Björk tekin við sem lög- reglustjóri Sigríður Björk Guðjóns- dóttir, aðstoðarríkis- lögreglustjóri, tók við embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum um áramót. Sigríður hefur starfað hjá embætti ríkislögreglustjóra í um tvö og hálft ár og var hún skipuð aðstoðarrík- islögreglustjóri þann 1. janúar 2007 og staðgengill ríkislögreglustjóra. Sig- ríður Björk var sýslumaður Ísfirðinga frá 2002 til 2006. Sigríður Björk vann að endurskipulagningu embættis ríkislögreglu- stjóra og annaðist daglega stjórn löggæslu- og örygg- issviðs. Undir sviðið heyrir sérsveit, greiningardeild, almannavarnir, fjarskipta- miðstöð og alþjóðadeild. Kristínar Haraldsdóttur, Ásgarði 8, Reykjanesbæ. Sérsakar þakkir færum við starfsfólki á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir umhyggju og hlýlegt viðmót. Guðmundur Ómar Sighvatsson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Freyja Sigurðardóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Aron Ómarsson, Íris Guðmundsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, teng- damóður og ömmu, Lesendur athugið! Vegna gengisþróunar hefur kostnaður við aðföng til prentunar blaðsins aukist mjög mikið á síðustu vikum. Þetta þýðir að fækka hefur þurft síðum blaðsins til að halda niðri kostnaði. Vegna þessa er aukin áhersla lögð á daglegan fréttaflutning á vef Víkurfrétta, vf.is. Þar eru einnig ítarlegri útgáfur af mörgun fréttum sem birtar eru hér í blaðinu. Við bendum því lesendum á vf.is fyrir fleiri fréttir. SamkaupÚrval í Njarðvík verður breytt í NETTÓ. Þetta staðfestir Sturla Gunnar Eð- varðsson forstjóri Samkaupa í samtali við Víkurfréttir. Hann segir undirbúnings- vinnu vegna breytinganna vera komna á fullt og vonir standi til að breytingin hafi gengið í gegn fyrir páska. Sturla segir breytinguna vera svar fyr ir tækis ins við því ástandi sem nú ríki. NETTÓ sé verslun sem bjóði lægra vöruverð. Farið verður í um- fangsmiklar breytingar á versl- unarhúsnæðinu og innréttuð verður glæsilegasta verslun á Suðurnesjum að sögn Sturlu. Aðspurður um kjötborðið í SamkaupÚrval í Njarðvík, segir Sturla að það verði ekki í sömu mynd. Hins vegar verði kappkostað að hafa mikið og gott úrval í ferskvöru. Verslun- inni verður lokað í einhvern tíma á meðan breytingar verða gerðar innandyra. Sturla von- aðist þó til að það verði ekki margir dagar. Óhjákvæmilega þarf að segja upp starfsfólki vegna þessara breyt inga. Sagði Sturla að starfsmönnum í helgarvinnu og hlutastörfum hafi verið sagt upp störfum en um er að ræða um 8 störf. Samkaup í Njarðvík verður NETTÓ

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.