Víkurfréttir - 08.01.2009, Blaðsíða 6
6 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur, tengdasonur og bróðir
Birkir Árnason lyfjafræðingur
Kaplaskjólsvegi 85
Reykjavík
áður til heimilis að
Smáratúni 9
Keflavík
varð bráðkvaddur á heimili sínu, föstudaginn 2.janúar.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 9.janúar
kl:14:00
Halldóra Ásgeirsdóttir
Ásgeir Birkisson, Sigrún Bjarnadóttir
María Björk Birkisdóttir
Árni Guðgeirsson, Olga Guðmundsdóttir
Ingibjörg Johannesen
Erna Árnadóttir, Þorsteinn Geirharðsson
Guðgeir Smári Árnason, Rebekka Jóna Ragnarsdóttir
Þröstur Árnason, Victoría Solodovnychenko
Ættfræði og bókaspjall á bókasafninu
Félagar af Suðurnesjum í Ættfræðifélaginu ætla að hittast á bóka-
safninu þriðjudaginn 13. janúar 2009 kl. 20 og spjalla saman um
ættfræði. Allir áhugasamir eru velkomnir. Nánari upplýsingar
veitir Einar Ingimundarson í síma 421 1407.
Einnig ætla bókmenntaunnendur að hittast á sama tíma og
spjalla saman um áhugaverðar bækur.
Dagný og Pétur eiga
nýársbarnið á Suður-
nesjum
Fyrsta barn ársins á Suður-
nesjum er stúlka sem fæddist á
fæðingardeild Heilbrigðisstofn-
unar Suðurnesja föstudaginn
2. janúar kl. 12:04. Foreldrar
hennar eru Dagný Helga Eckard
og Pétur Rúnar Sigurðsson.
Á síðasta ári voru 251 fæðing á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
og var árið ánægjulegt á deild-
inni, að því er fram kemur á
vef HSS.
Jólabarn fæðingardeildarinnar
HSS 2008 er stúlka sem fæddist
á jóladag. Foreldrar: Guðrún M.
Jónsdóttir og Snorri Gíslason.