Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.2009, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 29.01.2009, Blaðsíða 6
6 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Bláa lónið er opið alla daga frá kl. 10.00–20.00 • Sími 420 8800 • www.bluelagoon.is 2 fyrir 1 í Bláa lónið Gildir gegn framvísun miðans til 31. mars 2009 Frítt fyrir börn, 11 ára og yngri, í fylgd með forráðamönnum í einstakri íslenskri heilsulind Efldu lífsorkuna Lykill 1561 Daglegar fréttir á vf.is - rjóminn af tíðindum dagsins, fréttir, mannlíf og íþróttir Listasafn Reykjanesbæjar opn- aði á laugardaginn athyglis- verða sýningu á málverkum Eyj- ólfs Einarssonar. Sýningin ber heitið Söknuður/Wistfulness. Eyjólfur hefur í tæpa hálfa öld sýnt verk sín víða bæði hér á landi og erlendis. Verkin á þess- ari sýningu eru eins konar fram- hald af sýningunni Hringekjur lífsins sem Einar setti upp á Kjar- valsstöðum. Verkin eru draum- kennd með mikla dýpt. Í þeim birtist tilvera mannsins með óvæntum hætti en listamaður- inn er löngu orðinn þekktur fyrir skemmtilega túlkun sína Athyglisverð sýning Listasafn Reykjanesbæjar: á líkingunni um hringekjuna og Parísarhjólið sem hringrás og fallvaltleika lífsins. Sýn ing ar sal ur Lista safns Reykjanesbæjar í Duushúsum er opinn virka daga frá kl. 11.00 ti l kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00-17.00. Sýn- ingin stendur til 8. mars og aðgangur er ókeypis. Kynning á öryggishnöppum fyrir eldri borgara Í tengslum við opnun Securitas á Reykjanesi um helgina býður fyrirtækið eldri borgurum og aðstandendum þeirra til stuttrar kynningar á öryggishnöppum laugardaginn 31. janúar kl. 11:00 í nýju skrifstofuhúsnæði að Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ (þar sem Glitnir og áður Íslandsbanki og Út- vegsbanki voru áður með bankaútibú við Vatnsnestorg). Starfsmenn Securitas munu útskýra virkni hnappanna og svara spurningum. Boðið verður upp á kaffi og kleinur auk þess sem félagar úr Félagi Harmonikkuunnenda á Suður- nesjum munu leika nokkur lög. Eldri borgarar og aðstandendur þeirra eru hvattir til að mæta. VFmynd/elg

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.