Víkurfréttir - 29.01.2009, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 29. JANÚAR 2009 15STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Uppl. á skrifst. Uppl. á skrifst.
Heiðarholt 42
Stór rúmgóð íbúð á fyrstu hæð ásamt bílskúr, í
Keflavík Reykjanesbæ hagstæð lán með 4,15%
vöxtum, er í útleigu. Möguleiki á að gera góð
kaup.
Einidalur 8, 14,16,18,20, Reykjanesbæ
130m2 raðhús á ýmsum byggingarstigum. Skipti
35.000.000,-
Strandgata 22 Sangerði
418m2 iðnarahús í Sangerði, mikið yfirfarið, 75m2
milliloft sem innréttað sem skirfstofa, fundarher-
bergi og salerni . Stór lóð. Athuga skipti
Löggiltur fasteignasali: Sigurður Ragnarsson - Sölumenn: Júlíus Steinþórsson og Sævar Pétursson
Skoðið alla kostina á
www.es.is
Aftengjum verðbólgu
í Reykjanesbæ
Leigðu, lifðu, eigðu...
Auk ið ör yggi
við höfn ina
Valur Orri Valsson hefur vakið verðskuldaða athygli
fyrir framgöngu sína á körfuknattleiksvellinum, en
hann kom inn í úrvalsdeildarlið Njarðvíkur í janúar,
aðeins 14 ára gamall eftir að hafa byrjað tímabilið
á ritaraborðinu. Það þykir nokkuð stórt stökk, af
borðinu í byrjunarliðið.
Faðir Vals Orra og þjálfari Njarðvíkinga, Valur
Ingimundarson, tók son sinn með á æfingar strax
eftir áramót vegna meiðsla leikstjórnenda liðsins,
og hefur hann staðið sig með prýði í sínum fyrstu
leikjum. Valur Orri varð með þessu yngsti leikmaður
úrvals deildar til að spila, byrja
inn á og skora í úrvalsde-
ildarleik. Valur Orri kom til
Njarðvíkur með fjölskyldu sinni
á síðasta ári en hann fæddist
þar og bjó þar til hann var eins
árs. Þá fór hann til Danmerkur
með fjöl skyldu sinni og síðan
hefur hann búið á Sauðárkróki
síðustu sex árin þar sem faðir
hans þjálfaði m.a. Blaðamaður
Víkurfrétta náði tali af kapp-
anum og fékk að spyrja hann
nokkurra spurninga.
Sjá meiri íþróttaumfjöllun á vf.is
Valur Orri Valsson, 14 ára körfuknattleiksmaður
í Njarðvík skrifar nýjan kafla í körfuboltasöguna:
Viðtal: Hildur Björk Pálsdóttir
Myndir: Páll Ketilsson.
Hver er draumurinn þinn? Auðvitað að spila í NBA
eða ensku deildinni í fótbolta.
Hver er þinn uppáhalds íslenski körfuknattleiks-
maður? Logi Gunnars, Maggi Gunn, Frikki Stef og
Jón Arnór.
Hvenar byrjaðirðu í körfu? Ég var 10 ára gamall.
Hæð: 181 cm.
Hvernig fannst þér að vera settur í byrjunarliðið í
þínum fyrsta meistaraflokksleik? Jafn gaman og að
fara í Tívolí.
Hvernig finnst þér að spila með Njarðvík? Mér
finnst það toppurinn, enda hefur mig alltaf langað
til að spila með Njarðvík.
Er ekkert erfitt að spila með þeim stóru? Hvernig
er að hafa menn eins og Loga Gunnars, Frikka Stef
og Magga Gunn sem liðsmenn? Nei nei, þetta er
ekkert erfitt. Þeir styðja vel við bakið á mér, enda
frábærir leiðtogar.
Hver hefur verið þinn erfiðasti andstæðingur
hingað til? Ég held að maður sé alltaf sjálfur sinn
erfiðasti andstæðingur.
Hvert er þitt mottó? Að koma vel fram og aldrei að
hætta.
Hver er fyrirmynd þín? Pabbi og Vince Carter.
Er satt að þú hafir byrjað tímabilið á ritaraborðinu?
Já ég var á ritaraborðinu alla leiki fyrir áramót.
Hvenar byrjaðiru að æfa með meistaraflokki
Njarðvíkur? Fyrsta æfingin var 2. janúar 2009.
Hvað æfirðu mikið? Meira en aðrir? Ég æfi 4 til 5
sinnum í viku, en það er bara svipað og aðrir held
ég, en ég fæ ekki að æfa meira strax.
Hvernig viðbrögð hefurðu verið að fá jafnöldrum
þínum? Ekkert annað en góð viðbrögð.
Uppáhalds NBA lið/leikmaður? Í NBA er ég Atlanta
maður og uppáhaldið mitt eru Josh Smith og Vince
Carter.
Hvernig er að hafa pabba sem þjálfara? Það er bara
fínt. Hann kann þetta.
Uppáhalds maturinn sem mamma þín gerir?
Grjónagrautur og Lasagna.
Spurning til Vals eldri: Hefurðu fengið einhverja
gagnrýni fyrir það að velja 14 ára son þinn í liðið?
Ef svo er, hvernig hefurðu svarað henni? Nei, bara
jákvæð viðbrögð enda kom Valur Orri inn þar sem
aðrir leikstjórnendur voru meiddir. Ég treysti hon-
um alveg í þetta, annars hefði ég aldrei beðið hann
um að spila með okkur.
AF RITARABORÐINU
Í BYRJUNARLIÐIÐ