Víkurfréttir - 12.02.2009, Blaðsíða 1
7. tölublað • 30. árgangur • Fimmtudagurinn 12. febrúar 2009
Víkurfréttir ehf.
Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbæ
Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17
Auglýsingadeild 421 0001
Fréttadeild 421 0002
Aðrar deildir 421 0000
Vinningshafar í Jólalukku VF!
VINSAMLEGAST VITJIÐ
VINNINGA FYRIR
LOK FEBRÚAR
Suðurnesjamenn
skortir samstöðu
- segir Friðjón Einarsson í opnuviðtali
������������������� ������ �������
���������������������
��������������� ��������������
Vetrarfegurð í Sólbrekkuskógi
Mjög fallegt vetrarveður hefur leikið um íbúa Suðurnesja upp á síðkastið. Fremur kalt
hefur verið í veðri en með réttum klæðaburði hefur fólk notið útivistar í gönguferðum
og við skíðaiðkun. Fegurð vetrarins hefur ekki verið síðri að næturlagi þegar himininn
skartar litfögrum norðurljósum eins og sjást á þessari mynd sem Ellert Grétarsson tók í
Sólbrekkuskógi í vikunni sem leið.
Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum brugðust skjótt við
þegar tilkynning barst um kafara í vanda í Garðsjó,
skammt frá höfninni í Garði. Kafarinn komst ekki
að landi vegna sjávarstrauma. Björgunarbátar frá
Garði, Sandgerði og Reykjanesbæ voru kallaðir til,
auk neyðarbíla. Kafarinn var sóttur á slöngubát og
komið í land. Lesa má um björgunina og viðtal við
kafarann á vef Víkurfrétta, vf.is
Viðbúnaður vegna kafara í vanda
Leitað hefur verið til
Ragnheiðar E. Árna-
dóttur um að bjóða
sig fram í
efsta sæti
fram-
boðslista
Sjálfstæð-
isflokks-
ins í Suðurkjördæmi
fyrir komandi
prófkjör flokksins
í mars nk. „Ég get
staðfest að það
hefur verið leitað til
mín og að ég sé að
hugsa málið,“ sagði
Ragnheiður í samtali
við Víkurfréttir.
- Nánar á vf.is
Ragnheiður í
forystusætið í
Suðurkjördæmi?