Víkurfréttir - 12.02.2009, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 12. FEBRÚAR 2009 15STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
21.000.000,-
Heiðarholt 42
íbúð stór rúmgóð íbúð á fyrstu hæð ásamt bílskúr
í Keflavík Reykjanesbæ ásett verð krónu.
Áhvílandi 18.367.285
Góð kaup. Erum með
fleirri eignir sem fast gegn
yfirtöku lána
Góðar eignir með 4.15%
vöxtum
Engin lántöku-
né stimpilkostnaður
Nánari upplýsingar
á skrifstofu.
Uppl. á skrifst.
Háaleiti 1 Keflavík Reykjanesbæ
þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð. Fæst gegn
yfirtöku lána hagstætt lán frá íls með 4,15%
vöxtum og lán frá sp.kef með 9,8% vöxtum
greiðslubyrði lána ca 85 þús.
Löggiltur fasteignasali: Sigurður Ragnarsson - Sölumenn: Júlíus Steinþórsson og Sævar Pétursson
Skoðið alla kostina á
www.es.is
Aftengjum verðbólgu
í Reykjanesbæ
Leigðu, lifðu, eigðu...
Þetta er ekki alveg rétt, þarf að breyta þessu svolítið,. Heiðarholt 42 þar
80 þ
ús p
er m
ánuð
4,15% vextir
„Þetta er búið að vera mjög fínt í
vetur, það eru margir leikmenn í
liðinu að taka á sig meiri ábyrgð
og eru líka að fara í ný hlutverk
og hafa verið að leysa það mjög
vel. Leikur liðsins hefur verið
góður að mínu mati. Maður
getur samt alltaf gert betur,“
segir Jón E. Halldórsson, þjálfari
Kef lvíkinga aðspurður um
bikarúrslitaleikinn gegn KR í
Höllinni nk. laugardag.
Þetta er einn stærsti leikur
ársins. Hvernig leggst hann í
þig?
„Þessi leikur leggst mjög vel í
mig. Þetta er það sem alla
dreym ir um að gera, þ.e.a.s.
að spila til úrslita í bikar og í
Laugar dalshöllinni.“
Hvernig eru KR stelpurnar?
„KR liðið er búið að fá liðsstyrk
og eru með flott lið í dag. Kefla-
vík þarf að spila betur en KR til
að vinna.“
Jón Halldór hefur einu sinni
stýrt Keflavík í bikarúrslitum en
það var árið 2007 en þá tapaði
Keflavík fyrir Haukum.
Meistaraflokkur kvenna á 23
Íslands- og bikarmeistaratitla
í sínu safni en liðið varð síð-
ast Íslandsmeistari í fyrra en
bikartitillinn kom síðast til
Keflavíkur 2004 en það ár unnu
stelpurnar einnig Íslands meist-
ara titilinn.
Keflavík og KR hafa mæst í
bikarúrslitum kvenna 6 sinnum.
Keflavík hefur sigrað 4 sinnum
en KR tvisvar.
Síðast áttust liðin við 2004 en þá
vann Keflavík í jöfnum leik 72-
69. Þar á undan áttust liðin við
2001 og þá unnu þær röndóttu
stórt 76-58. Árið 1997 var jafnt
á milli liðanna í úrslitaleiknum
59-59 en Keflavík vann eftir
framlengingu 66-63. Árið 1995
vann Keflavík 61-42 og 1993
vann Keflavík 58-54. Liðin áttust
fyrst við í bikarúrslitum 1987 og
þá vann KR 65-61. Sem sagt, 4:2
fyrir þær keflvísku.
Keflavík Bikarmeistarar
1988, 89, 90, 93-98, 00, 04. Sex
titlar í röð 1993-98.
11 bikartitlar á 21 ári
Þurfum að leika betur en KR til að vinna
segir Jón H. Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurkvenna. Ellefu titlar síðan 1988.
Besti árangur allra liða. „Hefðin með okkur,“ segir Birna Valgarðsdóttir
Anna María Sveins d óttir
hefur orðið bikarmeistari með
Keflavík í öll ellefu skiptin sem
er magnaður árangur. Hún hefur
leikið alla bikarúrslitaleikina
nema gegn Haukum 2007 en þá
hafði hún lagt skóna á hilluna.
„Ég hef fylgst vel með liðinu í
vetur og finnst Keflavík betra
en KR þannig að við eigum að
vinna þennan leik. Þær verða
að vera einbeittar allan tímann.
Andlega hliðin er mjög mikilvæg
í svona risaleikjum,“ sagði Anna
María Sveinsdóttir sem sendi
baráttukveðjur frá Kanarí.
Keflavík í Subway bikarúrslitum í körfu kvenna
Það mun mikið mæða á
Birnu (ofan) og Pálínu
gegn KR á laugardaginn.
Leikurinn leggst mjög vel í
mig. Við höfum verið að
gíra okkur upp og komum
vel stemmdar. Það verður
mikið atriði að spila góða
vörn. Andlega hliðin þarf
að vera tipp topp en hefðin
er me ð ok kur þó maður
vinni ekkert þannig,“ segir
Birna Valgarðsdóttir, einn
lykilleikmanna Keflavíkur-
liðsins.
-Hvað með KR liðið?
„Þær eru mjög góðar í fráköst-
unum og í liðinu eru margir
góðir íþróttamenn. Þær gefast
aldrei upp.“
Eftirminnilegasti bikarúrslita-
leikurinn sem þú hefur leikið?
„Úff, þegar við töpuðum á
móti ÍS. Við glopruðum niður
miklu forskoti í miklu klúðri.
Það var hrikalegt. Unnum þær
svo með miklum yfirburðum
viku síðar.“
Ég gleymi heldur aldrei þegar
við unnum KR 1997 og 2004,
í bæði skiptin í mjög jöfnum
leikjum.“
Þú hefur leikið vel í vetur?
„Já, ég er nokkuð sátt við mig
og hef æft vel.og liðið okkar er
sterkt.“
Áttu von á jöfnum leik?
„Já. Þetta eru tvö góð lið og KR
hefur bætt sig mikið í vetur en
við ætlum að vinna“.
Andlega hliðin þarf að vera tipp topp!