Víkurfréttir - 28.05.2009, Side 6
6 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 22. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR
�����������
����������������������������������������
���������������������������� ��������������
�������������������������������������
���������
�������������������������
��������������������������������������������� ���
������������
Vel varðveitt, blá glerperla,
hnífsblað, nagli og steinn
með gati, sem líklega hefur
verið notaður sem dyralóð,
hafa fundist við fornleifa-
rannsókn á landsnámsskála
í Höfnum. Uppgröfturinn
hófst í síðustu viku og hefur
gengið vel. Búið er að greina
tvennar dyr að skálanum.
Mikill happafengur
Rúst ir land náms skál ans
fundust árið 2002 fyrir aftan
Kirkjuvogskirkju. Með sýnum
teknum úr eldstæði í gólfi skál-
ans var staðfest að hann væri
ekki yngri en frá árinu 900.
Þannig er hann með elstu stað-
festu mannvistarleifum sem
fundist hafa á Íslandi. Eftir að
farið var yfir svæðið með jarð-
sjártæki og það kortlagt sáust
fyrir utan skálann fleiri rústir
sem talið er að séu útihús og
skemmur.
Forn leifa rann sókn in er á
vegum Byggðasafns Reykja-
nesbæjar sem fékk styrk til
hennar frá Menningarráði Suð-
urnesja.
„Ljóst er að íbúarnir hafa yf-
irgefið bústaðinn tiltölulega
snemma í byggðasögunni.
Eftir það hefur aldrei verið
búið eða byggt á þessu svæði.
Þetta er því mik ill happa-
fengur fyr ir okkur öll, að
finna ómengað býli frá fyrstu
tíð, inni í þorp inu miðju
þannig að allir geta notið þess
að skoða þessar rústir. En það
háir einmitt mörgum svona
rann sókn um að fjar lægja
þarf yngri minjar sem liggja
ofan á þeim elstu með tilheyr-
andi kostnaði, auk þess sem
yngri byggingarframkvæmdir
hafa skaðað elstu minjarnar,
oftast eru því svona gamlar
óhreyfðar minjar fjarri alfara-
leið,“ segir Sigrún Ásta Jóns-
Landnámsskáli grafinn upp í Höfnum:
Með elstu staðfestu mann-
vistarleifum á Íslandi
Veggir skálans hafa smám saman verið að koma í ljós.
Í baksýn er Kirkjuvogskirkja.
Nemendur úr Myllubakkaskóla voru í skoðunarferð á svæðinu á þriðjudaginn og voru
krakkarnir mjög áhugasamir. VFmyndir/elg.
Þrátt fyrir ódrepandi áhuga gaf Björgvin Gunnarsson sér tíma
til að líta í linsuna. Samstarfskona hans var hins vegar meira
niðursokkin í verkið í bókstaflegri merkingu.
dóttir, forstöðumaður Byggða-
safnins.
Bústaður Herjólfs?
Möguleiki er að hér sé kominn
bústaður Herjólfs Bárðarsonar,
sem var langafi Bjarna Herjólfs-
sonar sá sem fyrstur (ásamt
áhöfn sinni) Evrópumanna leit
meginland Ameríku augum. Í
Landnámu segir að Herjólfur
Bárðarson hafi fengið land frá
fóstbróður sínum Ingólfi Arn-
arssyni milli Vágs og Reykja-
ness, sem venjulega er túlkað
sem landið sem Hafnahreppur
náði yfir.
Það er Fornleifafræðistofan
undir stjórn dr. Bjarna F. Ein-
arssonar, fornleifafræðings,
sem stjórnar rannsókninni, en
með þeim verða nemar í forn-
leifafræði við Háskóla Íslands
sem eru í verklegu námi. Sam-
starf hefur náðst um þetta verk-
efni við Keili og gista nemend-
urnir í húsnæði Keilis á meðan
á rannsókninni stendur.