Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.2009, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 11.06.2009, Qupperneq 18
18 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 24. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir afhenti Foreldra- verðlaun Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra í síð- ustu viku. Nokkur verkefni á Suðurnesjum voru tilnefnd en verðlaunaverkefnið 2009 er Tökum saman höndum sem er samstarfsverkefni Fræðslu- skrifstofu A-Húnavatnssýslu og Grunnskólans á Blönduósi. Markmið verkefnisins er að bæta líðan og námsárangur nem enda í ung linga deild grunnskólans á Blönduósi. Auk Foreldraverðlaunanna sjálfra voru veitt hvatningar- verðlaun og dugnaðarforka- verðlaun. Samstarfsverkefni Kópavogs- skóla og Gjábakka sem ætlað er að brúa bilið á milli kynslóða fékk hvatningarverðlaun og Björg Þorvaldsdóttir deildar- stjóri sérkennslu við Nesskóla fékk verðlaun sem dugnaðar- forkur. 38 tilnefningar bárust til verðlaunanna að þessu sinni og voru 34 verkefni tilnefnd. Tvær Suðurnesjakonur áttu sæti í dómnefndinni þær Sigur- veig Sæmundsdóttir skólastjóri í Flataskóla og Guðbjörg Jóns- dóttir frá Menntasviði Reykja- víkurborgar. Af Suðurnesjaverkefnum til- nefndi FFGÍR verkefni Gylfa Jóns Gylfasonar sálfræðings á fræðsluskrifstofunni „Uppeldi til árangurs“ sem er ætlað að draga úr þunglyndi, kvíða og hegðunarerfiðleikum barna og unglinga, þörf fyrir stofnana- vistun og lyfjanotkun. Mark- miðið með verkefninu er að auka hamingju borgaranna. Kristján A. Jónsson tilnefndi Myllubakkaskóla fyrir verkefnið „Jólakort til aldraðra“. Jólakort eru hönn uð af nem end um skólans og samkeppni er um myndir í jólakortin. Teikningar eru unnar í myndmenntatímum fyrir jólin. Starfsfólk leikskólans, Tjarn- arsels verðlaunahafar Foreldra- verðlaunanna frá síðasta ári, tilnefndi „Listasafn Reykjanes- bæjar“, Valgerði Guðmunds- dóttur og Guðlaugu Lewis, fyrir að setja upp listssýningu barna í Duushúsum í samvinnu við leik- skóla bæjarins. Foreldrafélag leikskólans Gimli tilnefndi tvö verkefni sem eru á Gimli. Annað er „Fjölskyldu- framlag“ en markmiðið með verkefninu er að efla samstarf fjölskyldna nemendanna og leik- skólans og auka skilning á milli heimila og skólans. Nemendum finnst sjálfsagt að foreldrar mæti í leikskólann á öllum tímum og taki þátt í starfsem- inni. Foreldrar og börn þeirra fá tækifæri til að deila vitneskju og lagni fjölskyldu sinnar með öðrum á leikskólanum, hvort sem það er starfsfólkið eða aðrir nemendur skólans. Hitt verkefnið „Gaman saman“ sem er samstarfsverkefni leik- skólans Gimli (Karenar Valdi- marsdóttur) og Nesvalla (Ingu Lóu Guðmundsdóttur). Mark- miðið með verkefninu er að brúa bilið milli kynslóða, að börnin læri af eldri borgurum og njóti samvista við þá. Einnig að eldri borgarar kynnist heimi barnanna í nútímasamfélagi. Verkefnið felur í sér tengingu í grenndarsamfélaginu og eflir félagsgerð þess. Verkefni á vegum ÓB-ráðgjafar sem eru á vegum Ólafs Grétars Gunnarssonar fengu 6 tilnefn- ingar fyrir verkefni á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Verkefnið „Hugsað um barn“ sem er í mörgum grunnskólum víða um land fékk 4 tilnefningar m.a. frá Njarðvíkurskóla. Annað verkefni „Aðlögun að foreldra- hlutverkinu“ sem er á fram- haldsskólastigi og nemendur fá einingar fyrir var tilnefnt af Menntaskólanum í Kópavogi og í þriðja lagi verkefnið „Sam- starf foreldra og leikskóla“ var tilnefnt af Þórunni Írisi Þóris- dóttur. Hægt er að nálgast allar upplýs- ingar um Foreldraverðlaunin á www.heimiliogskoli.is Heimili og skóli veitir verkefnum á Suður- nesjum viðurkenningu Foreldraverðlauna Auglýsingasíminn er 421 0000 - hver sér um markaðsmálin í þínu fyrirtæki?

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.