Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.07.2009, Page 1

Víkurfréttir - 02.07.2009, Page 1
Betri innlánsvextir - kynntu þér málið á spkef.is www.heklakef.is Sölu- og þjónustuumboð í Reykjanesbæ K.Steinarsson NÆSTUM NÝIR BÍLAR 27. tölublað • 30. árgangur • Fimmtudagurinn 2. júlí 2009 Víkurfréttir ehf. Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbæ Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingadeild 421 0001 Fréttadeild 421 0002 Aðrar deildir 421 0000 Frábært framtak fyrir Frank - sjá svipmyndir frá styrktarhátíð í opnu Vel á annað þúsund manns sóttu árlega Sólseturshátíð í Garðinum um liðna helgi. Veðrið lék við hátíðargesti en sól, hiti og loftslag sem þekkist frekar á meginlandi Evrópu einkenndi helgina. Meðfylgjandi mynd var tekin í fjörunni á Garðskaga á laugardagskvöldinu en þá hafði fólk komið sér fyrir í fjörunni með sólstóla og drykki og fylgdist með sólinni setjast við jökulinn. - Nánar á vf.is Festa lánar Reykjaneshöfn 250 milljónir Lífeyrissjóðurinn Festa hefur samþykkt að veita Reykjaneshöfn 250 mkr. lán til 25 ára með 6,7% vöxtum. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi fyrir skemmstu. Lánið verður með veði í lóðum í Helguvík, samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð Atvinnu- og hafnarráðs Reykjanes- bæjar. Framkvæmdastjóra ráðsins hefur verið falið að undirrita lánasamn- inginn. Reykjaneshöfn stendur í umtalsverðum fram- kvæmdum í Helguvíkur- höfn vegna álversfram- kvæmda. Erfitt hefur reynst að fá lánsfé til fram- kvæmdanna í því efna- hags-ástandi sem nú ríkir. Færri umferðar- lagabrot í maí Umferðarlagabrotum fækkaði í maí á milli ára í umdæmi lögregl- unnar á Suðurnesjum. Það kemur á óvart því lengi vel hafa tölur sýnt fjölgun brota. Alls komu 341 umferðarlagabrot inn á borð lögreglunnar í maí síðastliðnum saman- borðið við 398 mál fyrir ári. Hegningarlagabrotum fjölgaði hins vegar úr 75 í 82. Fíkniefnabrotum fækk- aði hins vegar úr 16 í 6. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson Sólsetur í Garði

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.