Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.07.2009, Síða 14

Víkurfréttir - 02.07.2009, Síða 14
14 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 27. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ skrifar: Skemmdarverk Auðlindir í okkar eigu? Reykjanesbær ætlar að kaupa landið sem hefur að geyma þær auðlindir sem Hitaveitan hefur verið að nýta og hefur verið í hennar eigu. Fyrir það ætlar Reykjanesbær að borga tólfhundruð milljónir króna. Til þess að þetta nái fram að ganga ætla þessir snillingar sem þessu stjórna að gefa út skuldabréf til 10 ára með 5% vöxtum. Greiðslur af slíku skulda bréfi myndu, í 5% verðbólgu, verða frá 150 millj- ónum upp í 230 milljónir á ári. Mikil ánægja virð ist ríkja meðal sjálfstæðismanna með að við skulum geta haft 50 milljónir upp í þetta með leigu- tekjum af auðlindunum, en hvar ætla sjálfstæðismenn að taka mismuninn svo að hægt verði að standa í skilum? Ætla þeir kannski að hækka leik- skólagjöld? Kaup á landi er feluleikur Að minni hyggju er sala á þesu landi til Reykjanesbæjar ekkert nema feluleikur. Það stendur til að gera samning við GGE um að þeir hafi nýt- ingarréttinn á auðlindunum í 65 ár og því til viðbótar hafa þeir (eða þeir sem eiga allt dótið á þeim tíma) rétt til þess að framlengja í 65 ár í viðbót. Við Suðurnesjamenn ætlum því að afsala okkur nýt- ingarrétti á auðlindum okkar til einkaaðila í a.m.k 130 ár. Var það nokkuð til umræðu á þeim íbúafundum sem bæjar- stjóri stóð fyrir nýverið? Hvernig á svo að borga fyrir herlegheitin? Skv. framkomnum upplýs- ingum er meiningin að borga fyrir allt þetta með eftirfar- andi hætti. Þrír milljarðar eiga að koma í peningum. Skv. upp- lýsingum sem ég hef undir höndum, er gert ráð fyrir að sú greiðsla geti verið að berast fram á næsta ár. Svo ætlum við Reyknesingar að kaupa meira í HS veitum fyrir u.þ.b. 4 milljarða af GGE. En ég verð að spyrja að því hvers vegna í ósköpunum ættum við að greiða 4 millj- arða til þess að eignast meira í HS veitum sem er fyrirtæki sem sér um dreifingu á orku og vatni til margra byggðar- laga. Nægir ekki að eiga þriðj- ung í því fyrirtæki eins og við eigum nú? Eða er að koma í ljós það sem ég hef áður sagt að verið sé að koma því þannig fyrir að við munum að endingu eiga bara rörin? Skuldabréf fyrir restinni Meiningin er síðan að gefa út skuldabréf fyrir restinni. Það skuldabréf á samt ekki að vera á sömu vöxtum og við verðum að greiða vegna landa- kaupanna heldur mun GGE njóta betri kjara í viðskiptum sínum við okkur heldur en RNB við þá. Það má síðan spyrja að því hverjum Reykja- nesbær ætlar að lána 6 millj- arða til 7 ára. Er um stöndugt fyrirtæki að ræða sem líklegt er að muni vaxa og dafna í framtíðinni? Eft ir því sem ég best veit stendur GGE á brauðfótunum einum. Þeir aðilar sem stóðu að fyr ir tækinu eru annað hvort orðnir gjaldþrota eða komir í greiðslustöðvun. Eru einhverjar líkur á því að staðið verði við þessar skuldbind- ingar nema því aðeins að er- lendir aðilar eignist GGE að stórum hluta eða öllu leyti og þá um leið nýtingarréttinn til orkuöflunar á Suðurnesjum til næstu 130 ára. Ég vissi ekki betur en að þeir Geysismenn hefðu viljað eignast lítinn hlut í Hitaveitunni svona til þess að geta sýnt hana í útrásinni sem þeir ætluðu sér að leggjast í. En nú virðist ekkert annað eftir hjá þeim en að að leggja undir sig orkuhluta Hitaveitu Suðurnesja með dyggri aðstoð Árna Sigfússonar bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Eignir Reykjanesbæjar að klárast Það eru margir til að spyrja hvort ekki sé réttlætanlegt að selja við þessar aðstæður sem nú eru í efnahagslífi þjóðar- innar. Það er auðvitað gild spurning, en ég vil leyfa mér að spyrja á móti hvort það sé ásættanlegt að núverandi meirihluti sem ráðið hefur ríkjum í Reykjanesbæ frá ár- inu 2003, skuli leyfa sér að ganga svona á eigur bæjarins. Þess er skammt að bíða að eigið fé sveitarfélagsins, sem orðið hefur til með sparnaði undangengna áratugi verði uppurið, vegna algjörs getu- leysis þessara aðila til þess að hafa heimil á útgjaldafýsn sinni. Hvaða leyfi hafa þeir gagnvart komandi kynslóðum til þess að setja sveitarfélagið í þessa stöðu? Nýtt REI mál í uppsiglingu Þessir aðilar sem nú höndla með eignir Reykjanesbæjar höfðu aðkomu að REI málinu svokallaða á sínum tíma. Bæði bæjarstjórinn í Reykjanesbæ og for stjóri GGE sátu við hringborðið og véluðu um að Hitaveita Suðurnesja færi inn í REI. Sem betur fer stöðvuðu Reykvíkingar það. Nú er hins vegar annað REI mál í uppsiglingu komið af stað með hluta leikenda úr því leikriti. Verður þetta keyrt í gegn án þess að íbúar hafi eitt- hvað um þetta að segja? Var það þetta sem sjálfstæð- ismenn í Reykjanesbæ buðu uppá í síðustu kosningum? Guðbrandur Einarsson oddviti A-listans í Reykjanesbæ -fyrir hverja vinna sjálfstæðismenn í Reykjanebæ? Í fréttatilkynningu sem komin er fram segir að Reykjanesbær og Geysir Green Energy eigi nú í viðræðum um kaup bæjarins á landareignum og auðlindum HS Orku til að tryggja að auðlindin verði í opinberri eigu eins og segir í svo fallegum orðum í þessari fréttatilkynningu. Ef að þetta væri nú eini tilgangur viðræðnanna milli þessara aðila væri manni rótt, en á bak við þennan fagur- gala á að ráðast í milljarða viðskipti með eignarhluti sem munu hafa afdrifa- ríkar afleiðingar marga áratugi fram í tímann eða á maður kannski að segja um aldir. Svæðisfélag Vinstri grænna í Grindavík var stofnað formlega á dögunum. Meðal gesta á stofnfundi sem hald- inn var í Saltfisketri Íslands voru Agnar Sigurbjörnsson, formaður VG á Suðurnesjum, Guðrún Á. Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fjármála- ráðherra, Atli Gíslason þing- maður o.fl. Í frétt á heimasíðu Grindavík- urbæjar segir að ræðumenn hafi talið að stofnun félagsins með tveimur bæjarfulltrúum, þeim Garðari Páli Vignissyni og Birni Haraldssyni, gæti orðið mikil lyftistöng fyrir starf VG á Suðurnesjum. Helstu áherslur bæjarfulltrúa VG í Grindavík næstu miss- erin eru: „stofnun Mennta- skólans í Grindavík, möstrin á varnarsvæðinu í burtu, kaup á landi í eigu ríkisins, þ.e. Húsa- tóftalandið og landið á Stað.“ Eins og flest ir vita hef ur nokkur órói einkennt bæjar- stjórnarmál í Grindavík, en nú hafa fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks myndað minnihlutastjórn sem full- trúar VG verja, en Garðar var kosinn af lista Samfylkingar á sínum tíma og Björn af lista Frjálslynda flokksins. Fimmtu dag inn 4. júní fór fram tóbakskönnun á vegum SamSuð (Samtaka félagsmiðstöðva á Suður- nesjum) í öllum sveitarfélög- unum á Suðurnesjum. Á að- eins 6 af þeim 28 sölustöðum sem voru kannaðir var tóbak selt of ungum unglingum. Það þýðir að um 79% sölu- staða á Suðurnesjum seldu ekki tó bak til ung menna undir 18 ára aldri. Könnunin fór þannig fram að 15 til 16 ára ungmenni fóru á sölustaði og freistuðu þess að fá keypt tóbak. Ef starfsmaður seldi tóbak fór starfsmaður á vegum SamSuð í verslunina og fékk tóbakið endurgreitt. Könnunin var gerð með leyfi forráðamanna þeirra sölustaða sem farið var á. Í samskiptum forráðamanna SamSuð við rekstraraðila sölu- staða kom fram að nokkuð er um að ungt fólk sem er neitað um afgreiðslu tóbaks vegna aldurs standi fyrir utan versl- anir og freisti þess að fá eldra fólk til að kaupa tóbak fyrir sig. Í framkvæmd könnunar- innar sáust merki þessa. 15 ára stúlka sem tók þátt í fram- kvæmd hennar var neitað um að kaupa tóbak á einum sölu- staðnum og buðust þá eldri drengir til að kaupa fyrir hana sem hún vitaskuld þáði ekki. Forráðamenn SamSuð eru ánægðir með tóbakskönnun- ina. Framkvæmdin gekk vel í góðu samstarfi söluaðila og það er ánægjuefni hversu stór hluti sölustaða seldi ekki tó- bak til of ungra einstaklinga. Líklegt verður að teljast að framhald verði á tóbakskönn- unum á vegum SamSuð. Vinstri grænir stofna félag í Grindavík VERSLUNARFÓLK Á SUÐUR- NESJUM ER AÐ STANDA SIG ✝ Hjalti Heimir Pétursson Hringbraut 136b Keflavík lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 28. júní. Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, miðvikudaginn 8. júlí kl. 13:00 Guðný Adolfsdóttir, Hulda Klara R. Hjaltadóttir, Jóhann Helgi Eiðsson, Þóra Kristín Hjaltadóttir, Davíð Fannar Bergþórsson, Ásthildur Margrét Hjaltadóttir, Carmen Lena Ribas, Ómar Þröstur Hjaltason, Katrín Arndís Magneudóttir, Pétur Friðrik Hjaltason, Kristín Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Þór Hauksson, Ólavía Lúðvíksdóttir, og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur og afi,

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.