Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.07.2009, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 16.07.2009, Qupperneq 2
2 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 29. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Spurn ing ar hafa vakn að um hversu traust veð Reykja- nes bær hafi fyr ir skulda bréfi því sem GGE gef ur út vegna við skipt anna. Spurt var um þetta á íbúa fund- in um utan úr sal. A-list inn hef ur sett fram efa semd ir um fjár hags legt heil brigði GGE og eig enda þess. A-list inn bend ir á að í áliti end ur skoð anda bæj ar ins sé sér stak lega á það bent að veð setn ing hluta bréf anna í HS Orku fyr ir and virði skulda bréfs ins upp á tæpa 6,3 millarða króna sé ábóta vant. Hún dugi ein ung is fyr ir höf uð stól skulda bréfs ins og leyfi ekki nein van- skil vaxta. Í álit inu komi fram að semja hefði átt um ann að og hærra hlut fall veð setn ing ar en gert er. Þá bend ir A-list inn á að þeir sem standi að GGE séu bank ar sem eru orðn ir gjald þrota og komn ir í hend ur rík is ins eða þá fé lög sem kom in eru í greiðslu stöðv un svo sem fyr ir tæk ið At orka sem er með al stærstu eig- enda GGE. „Það má því reikna með er lend ir að il ar standi að baki til boði GGE. Sú spurn ing hlýt ur að vakna hvers vegna geng ið er beint til samn inga við GGE án þess að skoða aðra kosti og hljóta spurn ing ar að vakna ekki ósvip að ar þeim sem tengd ust REI-mál inu á sín um tíma en þar átti m.a. að bjarga fjár hag GGE og eig end um þess með því að selja REI til einka að ila á und ir virði,“ seg ir í bók un A-list ans. Sjálf stæð is menn í meiri hlut an um segja hins veg ar verð mæti veðs ins tryggt eins og mögu legt sé. „Í samn ings skil mál un um er gert ráð fyr ir að skulda- bréf sem Reykja nes bær fær sem hluta greiðslu fyr ir hluti í HS Orku beri 3,5% grunn vexti auk verð vísi- tölu tengdri ál verðs þró un á líf tíma skulda bréfs ins. Sam kvæmt fram virk um verð um ál verðs í maí 2009 er áætl að að skulda bréf ið beri um 7% með al tals vexti á líf tíma þess. Til trygg ing ar skulda bréf inu eru hlut ir í HS Orku. Þeir hlut ir eru varð ir með hand veði í hluta bréf un um og gjald fell ing ar á kvæði eru í bréf inu stefni eig in fjár hlut fall HS Orku und ir 20%. Auk þess er heim ilt að krefj ast þess að arð ur HS Orku verði nýtt ur til nið ur greiðslu á höf uð stól skulda bréf ins, komi til þess að hann verði greidd ur út. Þannig er verð mæti veðs ins tryggt eins og mögu legt er,“ seg ir í bók un sjálf stæð is manna. Eng ir út rás ar- vík ing ar Ás geir Mar geirs son, for- stjóri Geys is Green Energy, seg ir enga svo kall aða út- rás ar vík inga tengj ast við- skipt un um á milli GGE og Reykja nes bæj ar með að- komu kanadíska fyr ir tæk- is ins Magma Energy. Ás geir var inn ur eft ir því á íbúa fund in um í Duus- hús um hvort það gæti ver ið að „þeir REI-bræð ur“, Jón Ás geir Jó hann es son, Bjarni Ár manns son, Hann es Smára son eða fyr ir tæki tengd þeim ætl uðu sér að koma með pen inga inn í HS Orku. Ás geir sagði for stjóra Magma Energy hafa sér- stak lega gott orð á sér. „Sam kvæmt upp lýs ing um okk ar úr hlut hafa skrá fé- lags ins, er eng inn Ís lend- ing ur á með al hlut hafa Magma. Og það er eng inn felu leik ur Ís lend inga á bak við Magma. Þetta er ekki skúffu fé lag í Kar ab ía haf- inu," sagði Ás geir. Ann að REI mál? Marg ir hafa líkt við skipt um Reykja nes bæj ar og GGE við REI-mál ið svo kall aða sem varð þá ver andi borg- ar stjórn í Reykja vík að falli á sín um tíma. Árni Sig fús son, bæj ar- stjóri Reykja nes bæj ar, sagði þetta rangt í fram- sögu ræðu sem hann flutti á íbúa fund in um. Hjá REI hafi átt að nota skatt pen- inga al menn ings í út rás- ar verk efni með eig um OR og steypa sam an op in beru fé og einka fé. Hér væri hins veg ar ver ið að skilja að starf semi einka að ila frá op in ber um að il um og draga skýr ari lín ur á milli sam keppn is að ila og sér- leyf is að ila. VILDU FRESTA MÁL INU OG FÁ NÝTT VERÐ MAT Þrjár til lög ur A-list ans voru felld ar af sjálf stæð- is mönn um í bæj ar stjórn Reykja nes bæj ar á þriðju dag- inn þeg ar við skipta samn ing ur bæj ar ins og GEE um HS fyr ir- tæk in voru þar til um ræðu. Fyrsta til lag an var á þá leið að bæj ar stjórn frestaði kaup um á land svæð um í eigu HS Orku og nú þeg ar yrðu hafn ar þrí hliða við ræð ur sveit ar fé lags ins við Grinda vík ur bæ og HS Orku þar sem lausn yrði fund in á ágrein- ingi um landa kaup. Sjálf stæð is menn felldu til lög- una en sögð ust í bók un taka und ir með bæj ar full trú um A-lista að bjóða til þrí hliða við- ræðna við HS Orku og Grinda- vík ur bæ varð andi úr lausn ir í landa kaupa mál um. Jafn ræð is skuli gætt um af nota rétt inn Önn ur til lag an var á þá leið að fyr ir liggj andi hag nýt ing- ar samn ingi við HS Orku yrði hafn að á grund velli þess að ljóst þætti að hann bryti í bága við 8. grein laga á orku- og auð linda sviði þar sem seg ir að „Við ákvörð un um það hverj um skuli veitt ur af nota- rétt ur skuli gæta jafn ræð is.“ Rétt væri að eyða allri réttaró- vissu áður en lengra yrði hald ið. A-list inn hef ur m.a. gagn rýnt að geng ið skyldi beint til samn inga við GGE án þess að hleypa öðr um að. „Af nota rétt ur er nú í eigu HS Orku hf og gæti ver ið svo um marg ar ókomn ar ald ir. Með samn ingi við HS Orku hf. kaup ir nú Reykja nes bær land og auð lind af HS Orku hf. en ger ir sam tím is samn ing um að HS Orka virki áfram á svæð- inu og leigi nýt ing ar rétt inn,“ seg ir í bók un meiri hlut ans vegna þessa. Stuðst við hæsta verð mat Í þriðju til lög unni var lagt til að bæj ar stjórn sam þykkti að fresta öll um áform um um sölu á hlut sín um í HS Orku til Geys is Green Energy og kaup um sveit ar fé lags ins á hlut Geys is Green Energy í HS Veit um. Rétt væri að láta fara fram sjálf stætt mat á virði fé- lag anna hvors um sig til þess að ekki léki á því nokk ur vafi að rétt væri að mál um stað ið. Að loknu slíku mati yrði það kynnt íbú um Reykja nes bæj ar sem ákvæðu í kosn ingu hvort við skipti með of an greinda eigna hluti ættu að eiga sér stað. Sú til laga var felld eins og hin ar af meiri hlut an um, sem seg ir bók un að sjö verð til vís- an ir liggi til grund vall ar verð- mati því sem Reykja nes bær byggi á við kaup og sölu vegna HS. Það sé því al rangt að ekki hafi ver ið unn ið verð mat, held ur sé stuðst við hæsta verð mat fyr- ir tæk is ins í heild og vand að verð skipt ing ar mat Capacent, þeg ar þessi við skipti voru ákveð in. EF AST UM FJÁR HAGS- LEGT HEIL BRIGÐI GGE -VERÐ MÆTI VEÐS INS TRYGGT, SEG IR MEIRI HLUT INN Frá íbúafundinum á mánudaginn

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.