Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.07.2009, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 23.07.2009, Blaðsíða 7
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 23. JÚLÍ 2009 7STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM �������� ���� �������������� ������������������� ������������ ��������������� ��� ���������������� �� ���������� ���� ���������� Tilboð í júlí! Þær dóu ekki ráðalausar, ungu vinkonurnar sem blaðamaður hitti á íþrótta- vellinum í Vogum fyrr í vik- unni. Í vor, þegar ljóst var að engin bæjarvinna yrði í boði fyrir 7. bekkinga, tóku þær til sinna ráða og sköpuðu sér verkefni í sumar. Þær Hrafn hild ur, Anna, Ólöf og Kolbrún höfðu allar lokið barnfóstrunámskeiði hjá Rauða krossinum. Því lá beinast við að nýta sér þessa menntun svo þær tóku að sér að passa börn bæjarbúa frá kl. 13-16 á daginn og hafa haft nóg að gera. Þær hafa verið með börnin á íþróttasvæðinu við leik í sumar en hafa upp á að hlaupa aðstöðu innandyra í íþrótta- húsinu ef veðrið er leiðinlegt. Þetta kallar maður að bjarga sér. Sköpuðu sér atvinnu í sumar Barnahópurinn naut veðurblíðunnar við leik í öruggri umsjá þeirra Önnu, Ólafar, Kolbrúnar og Hrafnhildar. VFmyndir/elg Útvarpsstöðin Kaninn er að fara aftur í loftið um miðjan ágúst með örlítið breyttu sniði en áður. Und- irbúningur og upp s etn ing útvarpsstöðv- arinnar er nú í fullum gangi á gamla varn- ar s v æ ð i nu, Ás b r ú . Þ a ð er athafnamaðurinn Einar Bárðarson sem stendur á bak við endurlífgun Kanans en Einar hefur verið að vinna að ýmsum uppbyggingaverk- efnum á gamla Vallarsvæð- inu. Fyrir nokkrum mán- uðum opnaði Einar aftur hin fornfræga skemmtistað Officera-klúbbinn. Tónlistarstefna stöðvarinnar verður miðuð við hlustenda- hópinn 18 til 40 ára sem vill um leið og það heyrir nýja og góða tónlist fá það helsta af fréttum líðandi stundar en stöðin verður með samvinnu með fréttir frá Fréttastofu Ríki- sjónvarpssins, að sögn Einars. „Mál ið er nú ekki kom ið á það stig að maður vilji tjá KANINN AFTUR Í LOFTIÐ sig mikið um þetta en ég hef verið að skoða þetta já. Kan- inn er skemmtilegt vörumerki sem gæti farið vel saman við það sem ég hef verið að gera á gamla varnarsvæðinu. Annars er maður mest bara að reyna að góma sólina núna á meðan hún lætur sjá sig,“ sagði Einar Bárðarson sem vildi að öðru leyti lítið ræða áform um út- varp á gamla vallarsvæðinu. „Ef ég myndi fara í að endur- lífga Kanann þá væri það bara með alvöru mannskap,“ sagði Einar og viðkennir að hann hafi rætt við fólk vegna þess. „Veitir okkur nokkuð af því að fá Kanann aftur, kannski ætti ég bara að ganga alla leið og sækja herinn bara aftur,“ sagði Einar og hló. Svona lítur einkennismerki útvarpsstöðvarinnar út.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.