Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.07.2009, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 23.07.2009, Blaðsíða 6
6 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 30. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamaður: Ellert Grétarsson, sími 421 0004, elg@vf.is Auglýsingadeild: Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Hönnunardeild Víkurfrétta: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Skrifstofa Víkurfrétta: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15. Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN ER Í SÍMA 898 2222 VÍKURFRÉTTIR EHF. „Við tök urn ar hafa ver ið framar björtustu vonum,“ segja kokkarnir Haraldur Helgason og Magnús Þóris- son sem opnuðu matsölustað- inn Réttinn í lok apríl. Þrátt fyrir efasemdir sumra um að ekki væri þörf á fleiri veitinga- stöðum og allra síst í miðri kreppu, létu þeir félagar það sem vind um eyru þjóta og ákváðu að taka slaginn. „Við vorum báðir á ákveðnum tímamótum í lífinu. Ef verk- efnin koma ekki upp í hend- urnar á manni þá verður bara að búa þau til,“ segja þeir félagar sem báðir eru miklir reynsluboltar til margra ára í matreiðslufaginu. Þeir Haraldur og Magnús ákváðu að róa á önnur mið. „Það vantaði inn á markað- inn matsölustað með ódýran, heimil is legan mat. Slíkur stað ur hef ur ekki ver ið á svæðinu síðan Þristurinn var og hét en hann var afar vin- sæll eins og margir muna. Við keyrum á sömu hugmynd og teljum staðsetninguna hér í miðbænum mjög heppilega. Vinnusvæðið hér í kring er mjög stórt,“ segja þeir félagar en Rétturinn er til húsa á Hafn- argötu 51 í húsnæði því sem áður hýsti Vínbúðina við hlið- ina á 10-11. Svo hægt sé að bjóða upp á ódýrari mat þarf að halda kostnaði niðri. Opnunartím- inn er því sniðinn samkvæmt því en Rétturinn er opinn frá kl. 11-14 og 17-19. Ávallt er boðið upp á átta rétti í borði með fjölbreyttu úrvali. Þá bjóða þeir félagar einnig upp á veisluþjónustu fyrir alla mannfagnaði og bakkamat fyrir fyrirtæki. Kokkarnir Haraldur Helgason og Magnús Þórisson: Fundu tækifæri í kreppunni Magnús og Haraldur eru ánægðir með viðtökurnar. VFmynd/elg Starfsmenn VÍS í Reykjanesbæ á opnunardaginn. Talið frá v. eru Guðmundur Örn Guðmundsson, forstjóri VÍS, Sigurlaug Fjóla Sveinsdóttir, Birna Björk Þorkelsdóttir, Gróa Hávarðardóttir og Gylfi Kristinsson. VÍS opnar á nýjum stað VÍS í Reykjanesbæ opnaði í síðustu viku nýjar skrifstofur í Kjarna, Hafnargötu 57 í Reykjanesæ. VÍS á sér langa sögu hér í bæ en skrifstofa félagsins hefur í 20 ár verið staðsett á sama stað hinum megin við götuna og þar áður til fjölda ára undir merkjum Brunabótafélags Íslands. Flutningur skrifstof- unnar ber einmitt upp á 20 ára afmæli Vátryggingafélags Íslands. Að sögn Gylfa Kristinssonar, útibússtjóra, var gamla húsnæðið orðið óhentugt undir starfsemina. Nýja húsnæðið er mun minna en nýtist betur. Reykja nes-göngu ferð-irnar, sem Rannveig L. Garðarsdóttir hefur staðið fyrir í sumar, hafa verið vel sóttar af almenningi en fjöldi þátttakenda hefur verið á bil- inu 70-130 manns í hverri ferð. Þetta er annað sumarið í röð sem Rannveig stendur að þess um göngu ferð um í sam starfi við HS, Geysi Green, Norðurál, SBK og Vík- urfréttir. Að sögn Rannveigar hef ur þátt taka ver ið ívið meiri nú í sumar. Níu göngu- ferðir eru að baki af þeim ell- efu sem voru á dagskránni. Að sögn Rannveigar hefur myndast fastur kjarni fólks sem mætir í flestar ferðirnar og hefur vaxandi áhuga á því að kynnast möguleikunum á Reykjanesskaga til útivistar og gönguferða. Þessi kjarni telur um 60 manns sem hefur mætt í flestar ferðirnar bæði árin. Fyrir nokkrum árum réðust Ferðamálasamtök Suðurnesja í gerð vandaðs gönguleiðakorts auk þess sem helstu göngu- leiðir voru stikaðar. Svæðið er því orðið aðgengilegra fyrir þá sem hafa áhuga á að kynn- ast því. Margir þátttakendur í gönguferðunum eru að mæta í fyrsta skipti og segist Rann- veig sníða ferðirnar með það fyrir augum að fólk geti í fram- haldinu farið að ganga um svæðið á eigin spýtur. Sem fyrr segir eru tvær göngu- ferðir eftir af dagskrá sum- arsins. Þann 29. júlí verður gengið á Fiskidalsfjall og Vatns- heiði. Síðasta gangan verður svo 5. ágúst þegar umhverfi Reykjanesvirkjunar verður skoðað. Rétt er að geta þess að ljós- myndir úr öllum gönguferð- unum má finna á ljósmynda- vef Víkurfrétta á vf.is. Góð aðsókn í gönguferðir Nestisstopp í kvöldsólinni við Reykjanesvita. Óhætt er að segja að vel hafi viðrað til gönguferða í sumar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.