Víkurfréttir - 23.07.2009, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 23. JÚLÍ 2009 13STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Föstudagur 31. júlí:
Mæting kl. 20:00 við Saltfi sksetrið, Hafnargötu 12a.
Gengið verður með leiðsögn um Hópshverfi , gamla
bæjarhlutann í Grindavík í 1-2 tíma. Endað við tjald-
svæðið með söng Gangan er í boði Grindavíkurbæj-
ar og Saltfi sksetursins..
Laugardagur 1. ágúst:
Mæting kl. 11:00 við Ísólfsskála, sem er í um 6 km
austur af Grindavík, á Krýsuvíkurleið. Gengið verður
með leiðsögn um Selatanga þar sem sjá má minj-
ar um verbúðir og sjósókn fyrri tíða. Síðan verður
gengið eftir rekastíg um Katlahraunið sem er líkt og
„Dimmuborgir“ með sínum kyngimögnuðu hraun-
myndunum. Gangan endar við Ísólfsskála og tekur
um 3-4 tíma. Gengið verður í sandi og hrauni. Gott
er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm.
Kaffi sala á Ísólfsskála. Þátttökugjald í ferð er kr.
1.000.
Sunnudagur 2. ágúst:
Mæting kl. 11:00 við Saltfi sksetrið. Gengið verður
með leiðsögn um gamlar þjóðleiðir. Haldið verður
eftir gömlu götunni austur í hverfi og síðan eftir anga
Skógfellaleiðar upp á aðalleiðina (gamla Vogaveg-
inn). Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarð-
fræði og sögu. Gangan tekur um 3-4 tíma. Gengið
verður í hrauni. Gott er að hafa með sér nesti og
vera í góðum skóm. Í lok göngu verður boðið upp á
heilgrillað lamb á teini í Salthúsinu í Grindavík, verð
kr. 2.500. Þátttökugjald í göngu er kr. 1000.
Mánudagur 3. ágúst:
Mæting kl. 11:00 við bílastæði Bláa lónsins. Ekið
verður í Eldvörp á einkabílum.Gengið verður með
leiðsögn um Brauðstíg að „Tyrkjabyrgjunum“.
Byrgin fundust seint á 19. öld vandlega falin í jaðri
Sundvörðuhrauns. Síðan verður gengið um Árnastíg
gömlu þjóðleiðina og henni fylgt í Eldvörp. Gangan
tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna
náttúru, jarðfræði og sögu. Gengið verður í hrauni.
Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm.
Bláa Lónið býður upp á tvo fyrir einn í lónið í lok
göngu. Þátttökugjald í göngu er kr. 1.000
Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri í allar ferðir. Allir eru
á eigin ábyrgð í ferðum.
Gönguhátíðin er liður í viðburða- og menningardag-
skrá Grindavíkur 2009.
Styrktar- og umsjónaraðilar: Grindavíkurbær, Salt-
fi sksetrið, FERLIR og sjf menningarmiðlun.
Upplýsingar um tjaldsvæði Grindavíkur, gistingu,
veitingar og aðra þjónustu eru á www.grindavik.is
eða í Saltfi sksetrinu s. 4201190.
Nánari upplýsingar um ferðir eða breytingar á ferð-
um eru á www.sjfmenningarmidlun.is eða í gsm
6918828 Sigrún Jónsd. Franklín, sjf@internet.is
2009
Gönguhátíð
Stapaprent
Njótum góðra stunda... Grindavík... góður bær!
Sigrún Jónsd. Franklín leiðsögumaður.
AF STAÐ á Reykjanesið
Menningar- og sögutengd gönguhátíð
í Grindavík um verslunarmannahelgina
www.grindavik.is