Víkurfréttir - 13.08.2009, Blaðsíða 6
6 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 32. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR
bk_atvinnuaugl_100809.pdf 10.8.2009 11:42:14
Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð í Reykja-
nesbæ verður haldin hátíðleg
í 10 sinn dagana 3. - 6. sept-
ember nk.
Undirbúningur er þegar haf-
inn og dagskrá óðum að taka á
sig mynd. Mikil áhersla verður
lögð á tónlist í tilefni 10 ára
afmæli hátíðarinnar og má
m.a. nefna Ljósanætursvítu í
stjórn Þóris Baldurssonar þar
sem flutt verða lög eftir þekkta
tónlistarmenn bæjarins, klass-
íska tónlistarveislu á sunnu-
deginum þar sem rjóminn af
tónlistarfólki bæjarins kemur
fram, tónlistardagskrá í Duus-
húsum sem og á stóra sviði á
föstudag og laugardag.
Áhersla er lögð á viðamiklar
uppákomur frá fimmtudegi
til sunnudags þótt hápunktur
hátíðarinnar sé á laugardeg-
inum.
Að sögn Valgerðar Guðmunds-
dóttur menningarfulltrúa
Reykjanesbæjar er mikill
áhugi á sýningarhaldi líkt og
undanfarin ár og allt sýningar-
rými bæjarins fullt. Nýjar sýn-
ingar verða að auki opnaðar í
Listasafni Reykjanesbæjar og í
sýningarrýminu Suðsuðvestri.
Að venju verður árganga-
gangan á sínum stað með
óvæntu skemmtiatriði í lokin,
ekki má gleyma flugeldasýn-
ingunni sem talin er ein sú
glæsilegasta á landinu.
Í tilefni af afmæli Ljósanætur
verður nýr og endurbættur
vefur hátíðarinnar settur í
loftið þann 12. ágúst en meðal
nýjunga þar er að hægt verður
að fá dagskránna beint í sím-
ann í samvinnu við fyrirtækið
Ýmir Mobile. Einnig verður
dagskráin á aðgengilegra
formi auk þess sem hægt
verður að skoða fleiri myndir,
myndbönd og jafnvel senda
inn eigin myndir.
Bæjarbúar eru hvattir til þess
að taka virkan þátt í hátíðinni
og geta þeir skráð viðburði á
vef hátíðarinnar ljosanott.is,
segir í tilkynningu frá Reykja-
nesbæ.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæra
Dúa Karlssonar stýrimanns
Faxabraut 34c Keflavík
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Sjúkrahús Keflavíkur fyrir kærleiksríka umönnun.
Grímur Karlsson
Ásdís og Áslaug Karlsdætur
Hulda Karen, Sigríður Dúa
og aðrir aðstandendur.
Ljósanótt í Reykjanesbæ
haldin í 10. sinn 3.-6. september