Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.08.2009, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 20.08.2009, Blaðsíða 10
10 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 33. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR ��������������������������������������������������� �������������������������������� ������� � ���� ��������������������������������������������� ����������������������������������������������������� ���������������������������������� �� � ������������ ����������������� ���������� ������������������������������������������������ ���������������������������������� �� � ��������� ��������������������������������������������������� ������������������������������������������ ������������������������������������� Nú um miðjan ágúst fara foreldrar gjarnan að huga að undirbúningi fyrir skólann. Skólatöskur eru teknar fram og foreldrar huga að náms- aðstöðu barn- anna og inn- kaupalistum. G ott er a ð athuga hvort hægt er að nota skóladótið frá því í fyrra því með smá upplyftingu má oft nýta það sem til er og óþarfi að kaupa allt nýtt. Það er að mörgu að hyggja og börnin þurfa svo sannarlega á foreldrum sínum að halda þegar skól- inn byrjar. Nú eru þau árinu eldri og ný verkefni blasa við, kannski nýr skóli, nýr kennari eða nýr bekkur. Breytingar verða einnig hjá mörgum foreldrum og sumir huga á nám eða eru að byrja í nýrri vinnu sjálfir. Handleiðsla foreldra er mjög mikilvæg alla skólagönguna og verður seint ofmetin en sérstaklega þarf að huga að 6 ára börnum í skólabyrjun. Sum þessara barna eiga nú erf- iðara með að sofna á kvöldin og foreldrar finna að börnin hafa væntingar, eru jafn- vel spennt en sum geta líka verið áhugalítil. Mikilvægt er að foreldrar undirbúi börn sín vel og fylgist með líðan þeirra í aðdraganda skólans. Sumir foreldrar finna líka sjálfir fyrir kvíða sem tengist skólagöngu barnsins. Hvað með sparnaðaraðgerðir sveit- arfélagsins varðandi skólana? Hvernig verður stundaskráin? Mun skólamáltíðin hækka í verði? Nú þarf aftur að fara að huga að nesti og heimanámi. Verður bekknum kannski skipt upp? Hvernig verður með samskipti við bekkjarfé- laga og kennara? Mun barnið fá kennslu við hæfi, verður boðið upp á stoðþjónustu og lengda viðveru í skólanum? Hvenær er vetrarfríið? Allar upplýsingar um skólahaldið ættu að vera á heimasíðum skólanna. Einnig þarf að yfirfara hvaða upplýsingar liggja nú fyrir um barnið í skólanum og mikil- vægt að foreldrar tilkynni skólanum ef um er að ræða breytta hagi hjá barninu eða foreldrum þess. Gott er að fara yfir hvaða aðstandendur eru skráðir hjá barninu og hvort símanúmer og netföng eru rétt. Sé barnið í stjúpfjöl- skyldu er rétt að taka það fram. Nauðsynlegt er að for- eldrar leiti upplýsinga og fái svör við þeim spurningum sem vakna. Á heimasíðum skóla eða hjá skólariturum er líka hægt að fá allar upplýs- ingar um Mentor, viðtalstíma kennara og einnig er þar hægt að leita upplýsinga um skóla- ráð, foreldrafélög, hlutverk bekkjarfulltrúa, skólanámskrá, námsráðgjöf, skólaheilsugæslu og hvaðeina er tengist skóla- göngu barnsins. Viðhorf foreldra endurspegl- ast oft í viðhorfi barnanna til skólans því er mikilvægt að foreldrar séu jákvæðir og ræði ekki neikvæðar hliðar skóla- starfsins í návist barnanna. Nemendur þurfa að koma að hreinu borði í orðsins fyllstu merkingu og ekki gott að draga fram gamla drauga eða atburði síðasta skólaárs. For- eldrar þurfa að huga vel að líðan barna sinna, bæði lík- amlegri og andlegri líðan og leggja sig fram um að skapa börnunum jákvætt og upp- byggilegt námsumhverfi til að þau verði betur móttækileg fyrir því sem skólinn hefur fram að færa. Foreldrar verum til staðar fyrir börnin okkar, nú sem endranær. Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla – lands- samtökum foreldra Nýtt skólaár að hefjast

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.