Víkurfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 1. OKTÓBER 2009 15STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Talað er um að nærri 20
þúsund börn og unglingar
slasist árlega hér á landi og
eru heima og frítímaslys
langstærsti slysa-
flokkurinn.
Samkvæmt slysa-
skrá íslands verða
75% slysa hjá eldri
borgurum inni á,
eða fyrir utan heim-
ili þeirra. Um 18%
slasast það alvar-
lega að þeir þurfa
að leggjast inn á
sjúkrahús í ein-
hvern tíma og stór hluti nær
ekki fyrri hreyfifærni. Þegar
efri árin færast yfir og heilsan
er góð þá er sorglegt að slys
sem jafnvel var hægt að koma
í veg fyrir geti orðið til þess að
viðkomandi lendi á spítala og
eigi jafnvel ekki afturkvæmt.
Kvennasveitin Dagbjörg er
þessa dagana að skipuleggja
vetrarstarfið og með hlið-
sjón af þessum upplýsingum
viljum við leggja okkar af
mörkum til að stuðla að
fækkun slysa hjá þessum ald-
urshópum. Markmiðið er að
heimsækja í vetur alla foreldra
í Reykjanesbæ sem eiga börn
á aldrinum 1-2 ára og þá ein-
staklinga sem eru
75 ára og eldri og
afhenda bæklinga
frá Slysavarnafé-
laginu Landsbjörg
sem innihalda
gagnlegar upplýs-
ingar um öryggi á
heimilum. Einnig
verður boðið uppá
öryggisskoðun fyrir
þá sem þess óska.
Í sameiningu getum við,
íbúar í Reykjanesbæ fækkað
slysum í okkar bæjarfélagi.
Vilt þú slást í hópinn og hjálpa
okkur í þessum verkefnum?
1. október nk. kl. 20.00
verður Kvennasveitin Dag-
björg með kynningarfund í
húsi Björgunarsveitarinnar
að Holtsgötu 51. Þeir sem
hafa áhuga á að vera með
geta mætt á fundinn eða
fengið nánari upplýsingar hjá
formanni í síma 840 2512.
Kvennasveitin Dagbjörg
Kvennasveitin Dagbjörg vill stuðla
að fækkun slysa í Reykjanesbæ
Í sameiningu
getum við,
íbúar í Reykja-
nesbæ fækkað
slysum í okkar
bæjarfélagi.
Keflvíkingar höfnuðu í 6. Sæti Pepsi-deildarinnar
með 33 mörk, en Íslandsmót-
inu í knattspyrnu lauk um
liðna helgi. Grindvíkingar
höfnuðu í 9. sæti deildarinnar
með 22 stig.
Keflavík skoraði 38 mörk á Ís-
landsmótinu en fékk á sig 37.
Grindvíkingar skoruðu 34
mörk á mótinu en fengu á sig
44 mörk.
Á lista yfir markahæstu leik-
menn Íslandsmótsins er Grind-
víkingurinn Gilles Daniel
Mbang Ondo í fjórða sæti með
11 mörk, þar af 2 víti, í 21 leik.
Aðrir Suðurnesjaleikmenn
komust ekki inn á top 10 lista
KSÍ.
Willum Þór Þórsson hefur tekið við af Kristjáni
Guðmundssyni sem þjálfari
úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í
knattspyrnu. Þetta var kunn-
gjört á stjórnarfundi í vikunni
en Willum Þór skrifar undir
tveggja ára samning.
Kristján hefur stýrt liðinu í
fimm ár með ágætum árangri
en liðið átti misjafnt gengi nú
í sumar. Undir stjórn Kristjáns
varð liðið bikarmeistari 2006 og
í öðru sæti á Íslandsmótinu í
fyrra.
Willum Þór hefur á sínum þjálf-
araferli náð góðum árangri með
Þrótt, KR og Val þar sem hann
hætti þjálfun í sumar. Hjá öllum
liðunum skilaði hann titlum.
Undir hans stjórn varð KR Ís-
landsmeistari tvö ár í röð. Valur
varð Íslandsmeistari í fyrsta
sinn í 20 ár undir stjórn Willum
Þórs.
Feðgar skrifa undir samning við Grindavík
Feðgarnir Milan Stefán
Jankovic og Marko Valdimar
Stefánsson skrifuðu fyrir
helgi undir þriggja ára samn-
ing við Grindavík, eða út árið
2012.
Milan Stefán verður áfram
aðstoðarþjálfari Grindavíkur
og mun jafnframt stýra knatt-
spyrnuakademíu og séræfingum hjá félaginu. Hann er öllum
hnútum kunnur hjá Grindavík eftir að hafa verið bæði leikmaður og
þjálfari hjá félaginu meira og minna síðan 1992.
Marko Valdimar er 19 ára og einn efnilegasti varnarmaður landsins.
Hann lék sjö fyrstu leiki liðsins í Pepsi-deildinni í sumar en lenti
í vinnuslysi og hefur verið frá síðan þá. Hann er óðum að ná sér á
strik og lék með 2. flokki í vikunni.
Þá skrifaði Guðmundur Egill Bergsteinsson einnig undir 3ja ára
samning við Grindavík. Hann er aðeins 17 ára og gríðarlega efni-
legur bakvörður. Guðmundur Egill kom inn á í sínum fyrsta meist-
araflokksleik með Grindavík gegn Fram um síðustu helgi.
Leikmenn framlengja samninga
Fjórir leikmenn framlengdu samninga sína við úrvalsdeildarlið
Keflavíkur í knattspyrnu karla en það voru þeir Guðjón Antoní-
usson, Alen Sutej, Sigurbergur Elisson og Ómar Jóhannsson.
Að sögn Þorsteins Magnússonar, formanns knattspyrnudeildar-
innar, felst gríðarlegur styrkur í því að hafa þessa leikmenn áfram
hjá Keflavík á næsta ári. Hann segir knattspyrnudeildina hafa lokið
öllum samningum við þá leikmenn sem verða áfram hjá Keflavík.
Kristófer áfram með Reyni
Stjórn knattspyrndudeildar Reynis í Sandgerði og Kristófer Sig-
urgeirsson hafa komist að samkomulagi um áframhaldandi sam-
starf. Kristófer tók við sem spilandi þjálfari síðastliðinn vetur
eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hjá Fjölni í fjögur ár. Á hans
fyrsta tímabili fór hann með Reyni alla leið í úrslitaleik gegn
Njarðvík um sæti í 1. deild að ári.
„Þrátt fyrir að það hafi ekki tekist að þessu sinni mun verkefnið
halda áfram undir hans stjórn. Næsta verkefni hans verður að setja
saman liðið sem mun spila á næstu leiktíð og koma Reyni á þann
stall sem liðið á að vera,“ segir á heimasíðu Reynis í Sandgerði.
Keflavík í 6. sæti og Grindavík í 9. sæti
Willum þjálfar
Keflavík