Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 01.10.2009, Blaðsíða 6
6 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Dagur læsis var 8. sept. en markmið hans er að vekja athygli á mikilvægi læsis og hvetja til auk- ins lestrar. Í tilefni af þessum degi munu Víkurfréttir birta framhaldssögu í átta köflum fyrir börn og er nú komið að fjórða kafla. Sagan fjallar um Jónsa fréttaritara og ævintýri hans og er birt í samvinnu við Alþjóðasamband fréttablaða, – WAN, World Assocaiation of newspapers and news publishers, sem gengst fyrir því að blöð geti birt árlega sögu fyrir börn í tilefni af degi læsis. Jónsi fréttaritari 4. kafli. Ráðgátan í horninu Útgáfuhópurinn gaf út fyrsta eintakið af fréttablaðinu sínu en komst brátt að raun um að það vantaði ritstjóra. Konni maríubjalla slóst í hópinn. „Það lítur út fyrir að þeir hafi byggt nýtt stórt hreiður í útjaðri bæjarins, rétt hjá garðinum,“ sagði Rikki til að útskýra nýju fréttina fyrir Jónsa. „Hvers konar hreiður?“ spurði Jónsi. „Bláþröstur sagði mér að allan daginn aki risa- stórir vörubílar, hlaðnir ávöxtum, inn í hreiðrið en ...“ og hér þagnaði Rikki til að leggja áherslu á framhaldið, „á kvöldin snúi þeir til baka ... tómir.“ „OK, ég geng í að kanna málið,“ sagði Jónsi og bjóst til að leggja af stað til að rannsaka þessa nýju frétt. „Farðu gætilega, lambið mitt,“ kallaði Kata á eftir honum „Geri það, gamla mín,“ kallaði Jónsi til baka og var horfinn. Skyndilega gaf Maggi margfætla frá sé einkenni- legt hljóð. „Neee... hva... uuhh,“ stundi hann upp og starði á eitthvað skrýtið sem hékk niður úr einu horninu í herberginu. Það var grænt og glans- andi og leit helst út eins og baunabelgur. Allir komu hlaupandi til að sjá það sem Maggi hafði fundið. „Hvað í ósköpunum er nú þetta?“ spurði Matta. „Hef ekki hugmynd um það,“ sagði Kata, sem aldrei þessu vant hafði ekki skýringu á reiðum höndum, þrátt fyrir sína köngulóarkænsku. Það gerði málið enn dularfyllra í augum hinna í útgáfu- hópnum. „Ég veit, við skulum spyrja Lenu lirfu,“ stakk Maggi margfætla upp á. „Hún er svo klár, ég þori að veðja að hún veit það.“ Hann leit í kringum sig á hina í hópnum en tók þá eftir því að Lena var horfin. „Hvert fór hún?“ spurði Matta. „Það er ekki eins og hún geti fallið inn í umhverfið og horfið eins og ég!“ „Og lirfur eru heldur ekki mjög fráar á fæti,“ bætti Konni við. „Rikki, ég er með verkefni handa þér,“ sagði Kata og kallaði mauraliðið yfir að vefnum sínum. „Já, frú mín,“ sagði Rikki og heilsaði að her- mannsið að vanda. „Vilt þú og vinir þínir fara og leita að Lenu í trénu?“ spurði Kata. „Ekkert sjálfsagðara, frú mín, en ertu viss um að þú viljir ekki að við förum og finnum meiri pappír í næsta tölublað af Flugu á vegg?“ spurði hann. „Hreint ekki!“ svaraði Maggi margfætla. „Við eigum nógan pappír í 10,000 blöð!“ Um leið dreifðu Rikki og lið hans sér um tréð til að leita. Allir fylgdust með þegar þeir þustu út á greinarnar. Meðan þeir voru að leita sneri Jónsi aftur úr rann- sóknarleiðangri sínum. „Hvað gengur á hjá maur- unum?“ spurði hann. „Ja, það vex eitthvað furðulegt þarna í horninu, við ætluðum að spyrja Lenu hvað það væri en þá var hún horfin,“ svaraði Kata, „svo að við báðum maurana að hjálpa okkur að finna hana.“ „Hamingjan góða,“ sagði Jónsi, „hvað eigum við að gera?“ „Við skulum fara að vinna að næsta blaði,“ svaraði Konni. „Ætli hún hafi ekki bara hringað sig saman og fengið sér blund einhverstaðar, hún kemur víst nógu fljótt til að argast í öllum. Og vinnan við fréttirnar verður að hafa sinn gang!“ „Jæja, Jónsi, hvað fannstu?“ spurði Maggi marg- fætla. Jónsi tók ákafur upp minnisbókina sína til að deila sögunni með hinum. „Fyrst af öllu fór ég inn í stóra silfurlitaða og glansandi hreiðrið. Ég settist á vegg og fylgdist með fundi nokkurra manna í skrautlegum fötum. Ég reyndi að sitja alveg kyrr, alveg eins og þið kennduð mér,“ sagði Jónsi og kinkaði kolli í áttina til Möttu og Matta kinkaði kolli í viðurkenningarskyni. „Og í þetta skipti sat ég kyrr og hlustaði á allt samtalið.“ Jónsi fletti með hægð í gegnum blokkina sína og rýndi í minnispunktana. „Áttu erfitt með að lesa skriftina þína?“ spurði Matta og beið eftir að hinir færu að hlæja. „Hann kann þó að minnsta kosti að skrifa!“ hreytti Maggi margfætla út úr sér í áttina að Möttu. „Haltu áfram Jónsi og segðu okkur sög- una.“ „Já, ég komst að því að þessi bygging er alls ekki hreiður. Hún er kölluð verksmiðja og þar er búin til ... getiðið hvað ... þar er búin til ... og hlustið þið nú vel...“ Matta þoldi ekki spennuna lengur og hrifsaði minnisbókina af Jónsa og hrópaði: „ÁVAXTA- SULTA!“ Allur útgáfuhópurinn missti sig í fagnaðarlátum því öll skordýr vita að sultuverksmiðju fylgir fullt af ávaxtaúrgangi, sem er uppáhaldsfæða allra skordýra. „Ég ætla að fara að vinna!“ tilkynnti Maggi og Kata sótti sér nýjan kassa af plástrum. Jónsi las glósurnar sínar fyrir Magga en hélt sér í hæfilegri fjarlægð frá iðandi örmum hans og oddhvössum hlutum. Eftir nokkrar mínútur og tvö minni háttar meiðsli var Maggi búinn með forsíðuna. Meðan Konni var að lesa söguna yfir komu maurarnir til baka úr leitarleiðangrinum og vonsviknir á svip. „Við leituðum alls staðar!“ sagði Rikki mæðulega. „Hún kemur örugglega aftur,“ sagði Jónsi og klapp- aði á öxlina á Rikka. „Takk fyrir að reyna að finna hana.“ „En nú við þurfum að koma út blaðinu!“ sagði Kata. „Eruð þið til í að dreifa því aftur?“ „Heldur betur, frú mín,“ sagði Rikki ákveðinn. „Komum maurar!“ „Kata,“ sagði Jónsi þegar maurarnir voru farnir. „Ég hef áhyggjur af Lenu, geturðu ímyndað þér hvert hún hefur farið?“ Höfundur texta: Cathy Sewell, Myndir: Blaise Sewell Styrktaraðili: The Curriculum Closet (www.curriculum close.com) Þýðing: Starfsmenn við Háskólann á Akureyri. Endurprentað í samvinnu við World Association of Newspapers and News Publishing og með leyfi The Curriculum Closet Productions Inc. Öll réttindi áskilin. Þá er októbermánuður skollinn á. Hann er einna frægastur fyrir hið svokallaða oktober-fest. En það er bjórfestival sem á rætur sínar að rekja til Þýskalands. Mikil stemming og skemmtun ríkir ávallt á þessari hátíð hvar sem er í heiminum sem hún er haldin. Skemmtistaðurinn Deluxe ætlar að vera með sérstakt Oktober-fest tilboð í gangi fyrir vinnustaði og aðra hópa í október. Veittur verður 40% afsláttur af bjór hvort sem keyptir eru heilir kútar eða stakir drykkir. Þetta tilboð verður í gangi alla miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga í október. Allar nánari upplýsingar og bókanir veitir Atli í síma 862-0700 eða atli@zax.is léttöl 40% afsláttur á

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.