Heima og erlendis - 01.10.1951, Blaðsíða 3

Heima og erlendis - 01.10.1951, Blaðsíða 3
MANNALÁT Stefán þorvarðarson, sendiherra Islands í Kaupmannahöfn, lést snögglega á ferð í lleykjavík í ágúst mánuði. Hann tók við sendilierrastöðunni hér í janúar. er Jakob Möller lét af þeim starfa fyrir aldurs sakir. Stefán haföi verið sendiherra Islands í London á stríðsárunum og verið þar vel liðinn. Hér var hann ennþá að mestu óskrifað hlað, en engin ástæða er þó til að ætla, aö hann heföi ekki náð hylli manna hér, ef honum hefði auÖnast aldur. Hann var hlátt áfram í framkomu sinni og liÖleg- ur ef leitaÓ var ráða hans. Hann var liðlega fimmtugur, fæddur 26. nóvember áriö 1600. Hann var giftur SigríÖi Jónsdóttur Hjaltalins læknis og lætur eftir sig tvö börn. Erik Arup, dr. phil., fyrv. prófessor viÖ Hafnarháskóla lést í septemher mánuði, tæpra 75 ára gamall. Hann var mörgum íslending- um hér að góÖu kunnur, ekki síst fyrir starfsemi hans í stjórn Sáttmála- sjóös, er hann átti sæti í frá upphafi og til árs- ins 1947. Hann var ís- lendingum ávallt mjög hlynntur, vildi leysa livers manns vandræÖi, ætti hann þess nokkurn kost. Hann átti sæti í Samhandslaganefndinni 1918 og sat í Lögjafnaðarnefnd trá upphafi til ársloka 1949, að sú nefnd lagðist form- lega niður. Hann liafði veriö viðriÖinn Is- landsmál full fjörutíu ár og kynntist í því sam- handi mörgum Islendingum, sem honum svo þótti vænt um. Yröi hann á vegi manns, þótti honum gaman, ef hægt var að segja honum eitthvað af gömlum vinum lians. Vilji lesendur hlaÖs þessa vita nánar um Arup, vísast til 2. tbl. 1. árgangs Heima og erlendis. Valdimar Erlendsson, læknir í Frederiks- havn, lést í ágúst mánuði. Hann var fæddur aö GarÖi í Kelduhverfi 16. júní 1879 og var flullra 72 ára gamall. Hann liafði veriÖ lækn- ir í Frederikshavn síöan 1912 og járnbraut- arlæknir viö ríkisbrautirnar frá sama ári. A stúdents árum sínum hér tók Valdimar mikinn þátt í félagslífi stúdenta, þó einkum félaginu „Kári“ og var hann formaÖur þess um skeið. Hann var íslendingur af lífi og sál og unni landi og þjóð. Hans veróur nánar getiÓ hér síðar. Á SLÓÐUM ÍSLENDINGA í KAUPMANNAHÖFN Islendingar á vegi mínum % Höfn. III. Valtýr Guömundsson. Kynni mín af lionum helguóust ekki af vinnu minni í S. L. Möllers prentsmiÖju, því EimreiÖin var hætt aÖ koma út, þegar ég hóf vinnu þar. Eg kynntist honum í Reykjavík. MeÖan hann sat á þingi 1911—14 borÖaði hann hjá frú Astu Hallgrímsson í Temlparasundi og þar horðaÓi eg, og varÖ þá málkunnugur Valtý. Eg haföi oft séÖ liann í ísafoldarprentsmiðju eða öllu heldur á skrifstofu Björns Jónssonar. Mér er Valtýr minnisstæður einu sinni á Alþingi 1911. Orsökin var raunar ekki mikil. Hann haföi verið kjörinn í Vestmanneyjum, það var ágreiningur um gildi kosningar hans og var honum vísað frá. Eg var viÖstaddur þingfundinn, og þegar atkva'Öagreióslunni var lokið og kosning hans gerö ógild, gekk Valtýr hvatlega út úr þingsalnum, en kom aftur að vörmu spori, hann liafði gleymt stafnum sínum og varö honum þá aö orði: „Eg mun eiga að koma aftur!“ Og liann kom aftur! Áriö 1914 fór eg fyrstu utanför rnína. Eg var í Ríkisspítalanum um þriggja vikna tíma. þegar þaöan kom, var eg auralítill, eins og raunar oft fyrr og síöar, en langaði nú til Máhneyjar, að sjá sýningu sem þar var þá. Eg þekkti hér engan, er eg þóttist geta beöið um 15 kr. lán til þessarar ferðar. Eflir nokkra yfirvegun réö eg af aö leyta til Valtýs. Eg fór svo á fund hans og tjáði honum vand- ræði mín og sagðist skyldi greiöa lánið í skrifstofu IsafoldarprentsmiÖju, þegar heim kæmi. En Valtýr varö ekki viö hón minni, hann sagÖist hafa lánað íslendingum svo oft peninga, en þaó hafi gengið svo misjafn- lega aÖ fá þá aftur, og nú liefði liann ásett sér að lána engum framar. þaÖ varö því ekkert af ferö minni til Málmeyjar.

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.