Fagnaðarboði - 01.01.1948, Blaðsíða 7

Fagnaðarboði - 01.01.1948, Blaðsíða 7
FAGNADARBOÐI að verða stöðugir í trú og réttlæti, þeir taka við vexti af Guðs náð. Lof aður sé Guð og Faðir Drottins vors Jesú Krists, sem i himinhæðum hefur fyrir Krist blessað oss með hverskonar andlegri blessun, eius og Hann fyrir grundvöllun heimsins út- valdi oss í Honum, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir Honum í kærleika. Hann ákvað íyrirfram að taka oss fyrir Jesúm Krist sér að sonum, samkvæmt velþóknun vilja sins, dýrðlegri náðsinni til vegsemdai-. Náð lét Hann oss í té í hinum elskaða, en í Hon- um eigum við endurlausnina fyrir Hans blóð, fyrirgefning afbrotanna. Er það samkvæmt rikdömi náðar hans. Efes.us 1, 3—7. Við mennirnir erum eins og blóm sem hef- ur náð vexti sínum, er nú búið að springa út, til þess að leggjast til vansæmdar. Þetta er útlit vort, því í dag vofir dauðinn yfir oss í syndinni. Grasið visnar, blómin fölna, þegar Drott- inn andar á þau. Sannlega, mennirnir eru gras: Grasið visnar, blómin fölna, en Orð Guðs vors stendur stöðugt eilíí'Iega. Jes. 40, 7. -En i Kristi Jesú er burt tók syndir vorar og afmáði dauðann, er maðurinn vegsamlegur, J)ví hann lifir í hlýðni við Krist. Og Hans kröft- ugi máttur birtist, sem Guð uppvakti Jesú í frá dauðum, svo vér lifum nú fyrir Gnðs kraft í Kristi. Ög hverskonar blessun Krists ríki með oss í náð og frið Guðs. Maðurinn í syndinni, sem ekki hefur þegið endurlausnina, hann hefur ekki ennþá kom- ið til að þiggja kraft upprisu Krists, því hann hefur ekki veitt Orði Guðs viðtöku til frels- unar. Þegar við svo veitum Guðs náð viðtöku, þá leggjum við niður vegsemd dauðans sem er eins og grasið sem stendur í dag en á morg- un í ofn kastað. Mundu að Guðs Orð er sannleikur, og frels- ar þig frá verkum Satans, sem er nógu slung- inn til að gjöra sitt verk, blekkja þig með lýginni, að þú munir losna við syndina þegar þú ert kallaður burtu héðan, eða að verk þín séu svo góð frammi fyrir Guðs dýrð, að þú réttlætist af þeim án réttlætingar Jesú Krists. Ef þú þurkar út réttlæti Jesú Krists þér til handa þá hafnar þú kærleika Guðs. Hafnaðu ekki náðinni og sannleikanum, sem kom fyrir Jesúm Krist Guðs Eingetinn Son, sem á krossinum dó til að leysa oss synduga menn frá syndum vorum. Dýrð sé hinum réttláta. Blessað veri Jesú Nafn með öllum er Hans náð höndla. Guðrún Jónsdóttir. Vitnisburður Veturinn 1937, lá ég sjúkur af taugagigt, sem ég var þá búinn að ganga vanheill af í 11 ár. Misjafnlega lamaður, en aldrei frísk- ur, en seinnipart vetrarins við mjög illa líðan, notaði stöðugl deyfilyf og komst ekki í svefn á kvöldin 'an þeirra. Þar sem ég bjó i sveit og átti fénað varð konan mín oft að hafa skepnuhii'ðinguna þó miklu verki væri að sinna í bænum, barnahópurinn stór og ég í rúminu. En svo lánaði bróðir minn mér son sinn cflir ])\i, sem hann gat, en átli óhægt með það vegna lasleika og svo var Iangt á'milli okkar. Um sumarmálin dreif ég mig upp úr rúm- inu að leita mér læknishjálpar. En þá fékk ég boðun Orðs Drottins, að það væri lifandi Sannleiksorð, sem á dögum hinna fyrstu post- ula. Og einnig var vitnað í'yrir mér, af þeim, sem búnir voru að fá fulla heilsu fyrir kral'l bænarinnar og náð Drottins Jesú, en höfðu verið dauðanum ofurseldir, fyrir allri mann- legri aðstoð og lækningu. En veik var trú mín í fyrstu, að ég yrði þeirrar náðar aðnjótandi, að fá lækningu með kraftaverki. En Drottin hjálpaði vantrú minni, ég leitaði ekki annarar hjálpar og eftir 3 daga gat ég farið að vinna erfiðisvinnu. Sið- an höfum við fengið að njóta þeirrar rikulegu blessunar, að öllum sjúkleika hefur verið af okkur létt, mér og minni fjölskyldu, þegar við höfum snúið okkur til Drottins Jesú og beðið

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.