Fagnaðarboði - 01.01.1948, Blaðsíða 5

Fagnaðarboði - 01.01.1948, Blaðsíða 5
FAGNAÐARBOÐI cr Guðs vitnisburður meiri, því að þetta er vitnisburður Guðs, að Hann hefur vitnað um Son sinn. 1. br. Jóh. 5, 9. Hefir þú þreyfað á? Jesús Kristur er áþreifanlegur öllum sem Irúa. Hai'a hendur þínar ekki oft þreifað á misk- unn Guðs, þegar þú hefir hrópað til Hans af öllu hjarta þinu? . Hefir þú ckki þreifað á, að þegar hjarta þitt var óhuggandi af skelfingu og harmi verald- arinnar og enginn mannleg hjálp gat veitt þér nokkra huggun, því alll var ómögulcgt í hjarta þinu. Öll ráðin og mörgu orðin dugðu ekki. Tárin runnu niður kinnar þinar óstöðvandi, cn þegar Jesú Orð, lindin frá Honum barst að hjarla þínu, með elsku kærleikans og hjarta þitt örþreylt drakk Orð Hans, svo nýtt líf færðist inn í hjartað með allasmöguleikana. Ilrygðar og beiskjutárin breyttust áþreifan- lcga í friðarsælu öruggleikans. Allt var og er áunnið i Hans Föður umhyggju, sem aldrei brugðist getur. Þá cr um að gera að missa ekki af hinni áþreifanlcgu huggun, er Guðs óendanlega miskunn umvefur þig. Jesús Kristur er i gær og í dag hinn sami og um aldir. Heb. 13, 8. Guðrtín Jónsdóttir. Almennar samkomur boðun Fagnaðarerindisins A.usturgötu 6, Hafnarfirði. Sunnudaga ........... kl. 2 og 8 c. Þriðjudaga ........... " 8 Fimmtudaga .......... Laugardaga . ......... h. 8 8 Hann dó svo að ég yrði frjáls Og Hann steig út i bát og fór yfir um og kom i sina eigin borg. Og sjá, menn færðu til Hans lama mann, sem lá i rekkju; og er Jesús sá trú þeirra, sagði Hann við lama manninn: Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru þér fyrirgefnar. Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín. Og hann slóð upp og fór heim til sín. Matt: 9, 1—2. 7. Það er auðskilið af þessum Orðum Jesú, að það er syndin sem veldur veikindum. Fyr- ir Guðs náð er ég glaður yfir að geta vitnað um, að Jesús læknaði mig, þ'égar liann gaf mér náð til að falla fram á ásjónu mína og meðganga syndir mínar fyrir minum himneska Föður, og biðja Hann að fyrirgefa mér af- brotin. Þá læknuðust gömlu sárin min án allr- ar umhugsunar af minni hendi. Lof sé Drotlni. Já, satt er það, að Guð vill ekki dauða synd- ugs manns öllu heldur að hann snúi sér og lifi. Einmitt þessi Orð Drottins töluðu til mín, þegar Heilagi Andinn opnaði hjarta mitt, og ég sá Jesú Krist píndan og krossfestan fyrir minar syndir. Það var nýr boðskapur fyrir mig, að minar syndir orsökuðu krossfestingu Krists. Eg var alltaf vanur að álasa Gyðingum fyrir að hafa liflátið Guðs Eingetna Soninn, en að það væri fyrirhugað að Jesús skyldi dcyja til að frelsa heiminn, það vissi ég ekki. Það var hoðun Fagnaðarerindis Jesús sem bjargaði mér. Orð Drottins sannfærði mig um að Jesú hcfði leyst mig undan valdi djöfulsins, og keypt mig í sátt við sinn himneska Föður. Þjónar Krists bentu mér á, að Jesú hefði komið til að leysa mig undan hans valdi. Þökk sé eilífum Jesús. Hann gaf mér náð til að trúa sínu blessaða Orði. Heiður sé Kristi á hæðum, Hann dó svo ég yrði frjáls. Er ekki likt ástatt fyrir þér lesari góður, eða átt þú Jesús? Kristján Sveinsson,

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.