Fagnaðarboði - 01.01.1948, Blaðsíða 3

Fagnaðarboði - 01.01.1948, Blaðsíða 3
FAGNAÐARBOÐI Orð líffsíes Það Orð er salt, og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom i heiminn til að frelsa synduga menn, og er ég þeirra fremstur. 1. Tim. 1, 15. Átt þú fyrirgefningu syndanna og eilift hf fyrir blóð Krists? Þetta er mál sem kemur öllum við, það flyt- Ur ölluni annaðhvort líf eða dóm. Allir eru að leitast við að gjöra framtið sina örugga, hér í tímanlegnm efnum, þótt þeir viti, að þeir eiga ekki ráð á morgundeg- inum. Guðs Orð segir: Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð, og hver fær þá það, sem þú hefir aflað? Svo fer þeim, er safnar sér fé og er ekki ríkur hjá Guði. Lúk. 12, 20.—21. Ekki er hægt að hafa neitt með sér, af þvi, sem heiminum heyrir til. Jesús segir: Eitt er nauðsynlegt. Það er að velja göða hlutann. Það er nauðsynlegt að eignasí fullvíssuna, um fyrirgefningu syndanna, fyrir blóð Krists úthelt á krossinum. Fullvissan fæst með þvi, að játa syndirnar og biðja um fyrirgefningu og trúa Orði Drott- ins er segir: Engann þann sem til min kemur niun ég burtu reka. Sjáum ræningjann á krossinum, i dauðans angist og skelfingu. Hrópið frá hans brest- andi hjarla var: Jesú minnst þú min, þegar þú kemur í konungsdýrð þinnil Lúk. 23, 42. Það stóð ekki á svarinu hjá Jesú. Sannlega segi ég þér: í dag skaltu vera með mér í Para- dis. Lúk. 23, 43. Eða tollheimtumaðurinn, hann hrópaði: Guð, vertu mér syndugum liknsamur! Lúk. 18, 13. Hann fór réttlættur heim til sín. Hrópa þú til Drottins og Hann mun bæn- heyra þig, því Hann hefur sjálfur sagt biðjið og yður mun gefast; leitið, og þér munuð finna; knýjið á, og fyrir yður mun upplok- ið verða; því að hver sá öðlast sem biður, og sá finnur, er leitar, og fyrir þeim mun upp- lokið, sem á knýr. Lúk. 11, 9—10. Þetta er fagnaðarboðskapurinn. Orð eilífa lifsins, sem óhætt er að treysta og veita oss þekkingu á hinum eina sanna Guði og þeim sem Hann sendi Jesúm Kristi. Lofað sé Drottins heilaga Nafn. Grasið fölnar, blómin blikna. Brátt til jarðar falla hljótt. Eins mun holdið hreikna kikna, hallar degi kemur nótt. Teigum bikar blóðsins mikla, blessun veitir líf og þrótt. Hallelúja Hann er fyrstur, Herrans lýður fagna má. Gangið út nú kallar Kristur komið skoðið laun að fá. Béltlætis í skrúða skykkju skal Hans brúðir sigri ná. Gangið inn og eignist rikið, eilífð frá, sem búið er. Ástvinir míns Föðurs, flýtið friðar kveðjan, hejTÍð þér! Mér til hægri handar setjisl. Hæðstum Drottni vegsemd ber. . Halldóra Einarsdótlir. FAGNAÐARBOÐI er gefinn úl af Sjálfseignarstofnuninni Austurgötu 6, Hafnarfirði. Heimili til boðunar Fagnaðarerindis í náð Drottins Jesú Krists. Tilgangurinn er, að blaðið flytji hinn heilnæma fagnaðarboðskap, um náðar og kærleiksuerk Guðs, i Drottni Jesú Kristi Frelsara vorum. Sem kom í heiminn til að frelsa synduga menn, með því að líða þjáningar og pislardauða, og gefa sitt saklausa sáttmálablóð á krossinum í lausnargjald og friðþægingarfórn okk- ar vegna.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.