Fagnaðarboði - 01.03.1949, Qupperneq 4
4
FAGNAÐARBOÐI
Sæll eða ekki sæll
Sæll er sá, er afbrotin eru fyrirgefin,
synd lians hulin. Sálm. 32, 1.
Eg hefi í síðasta blaði reynt í sem fæstum orð-
um að gera grein fyrir hversu Drottinn hefir ver-
ið mér óverðugri náðugur.
Hann bjó mér frelsi á meðan ég var enn ó-
myndað efni, leitaði að mér og laðaði mig til sín,
um leið og ég gat farið að greina gott frá illu,
til þess að ég mætti njóta frelsisfagnaðar Hans
barna. Hvernig Hann svo var mér umburðar-
lyndur, þá ég ekki náði í trú og auðsveipni að
höndla þann sigur yfir syndinni, sem Hann hafði
áunnið mér, með pínu sinni og dauða.
Þá er Hann hafði látið mig finna sig og kallað
mig til þjónustu, en ég ekki skilið hvað til friðar
heyrði og því tapað aftur þeim blessaða frið,
sem mér hafði hlotnast og lent í myrkri örvænt-
ingar og vonleysis. Hversu Drottinn þá gaf mér
á ný að gleðjast í Honum, fyrir boðun Orðsins
hjá Hjálpræðishernum.
Eg var þar um nokkurt skeið og minnist
margra blessunarríkra stunda frá samfélaginu
um Orð Drottins. Einnig er ég var úti á meðal
ókunnugra í því skyni að bera Drottni vitni.
Eg varð mjög alvarlega sjúk og lá rúmföst um
langan tíma.
Eg hafði þá ekki þekkingu á öðru en að leita
manna hjálpar. — Mér var ekki orðið ljóst að
samkvæmt Guðs Orði er manna hjálp fánýt.
Það var talið algjörlega vonlaust að ég fengi
heilsu, en ég vonaði þrátt fyrir það á náð Drott-
ins mér til handa.
Lofað veri Drottins Nafn. Sú von lét sér ekki
til skammar verða.
Það var einmitt um þetta leyti, sem Drottinn
fór að bera sjálfum sér vitni með því að lækna
sjúka fyrir bæn og handayfirlagningu iærisveins
síns, Sigurðar Sigvaldasonar.
Mér var sagt frá því og ég bað hann að bera
mig fram í bæn til Drottins.
Drottinn heyrði bænina og læknaði mig. Lofað
veri Hans blessaða Nafn.
Þeim sem náin kynni höfðu af sjúkleika mín-
um var ljóst að lækning mín var kraftaverk, sem
þeir og játuðu.
Nú þegar ég á svo undursamlegan hátt var
orðin heilbrigð, þráði ég að taka virkan þátt í
þjónustu Drottins og gjörði það eftir því sem ég
hafði aðstöðu til, en saknaði þess að eiga ekki
ákveðið andlegt samfélag.
Sigurður Sigvaldason hafði komið nokkrum
sinnum heim til okkar og á fleiri heimili, sem
ég umgekkst, til að bjóða okkur til samkomu þar
sem hann vildi flytja okkur opinberun Drottins
Jesú Krists í Heilögum Anda. Þrátt fyrir að ég
hafði hlotið lækningu frá dauða meini fyrir bæn
hans, var ég samt treg til að taka upp krossinn.
Þá er hann fór að hafa samkomur að stað-
aldri á Austurgötu 6 varð ég sannfærð um að það
var aðeins um tvent að velja fyrir mig. Annað-
hvort að sinna þeim og hafa möguleika til að
þjóna Drottni eða sinna þeim ekki og þar með
sleppa allri þjónustu við Drottinn.
Eg vil lofa Drottinn fyrir, að Hann veitti mér
náð, til að þiggja Hans val, mér til handa, og
hlýða á þann sem Hann sendi.
Því Jesús sagði:
Sannlega, sannlega segi ég yöur: hver
sem veitir viötöku þeim, er ég sendi,
sá veitir mér viðtöku, en sá sem veitir
mér viötöku, veitir Honum viðtöku
sem sendi mig. Jóh. 13, 20.
Mannleg orð verða of fátæk til að lýsa þeirri
auðlegð blessunar, friðar og gleði, sem opinber-
un Ritninganna hefir í för með sér, þegar Heilagi
Andinn opnar dýrð kærleikans.
Eg fann brátt að þetta var Guðs gjöf til mín
og mátti því enga samkomu missa, því sann-
arlega er það kærleikurinn að Drottinn með Orði
sínu og Anda brýtur niður allt sem ekki stenzt,
til þess að uppbyggja það sem stenzt, og ég
mátti játa með Davíð, þrátt fyrir að ég vildi
vera Drottins, þá hefðu margvíslegar yfirsjónir
orðið mér yfirsterkari.
En lofaður veri Drottinn sem ekki hafði af-
höggvið mig, en fyrirgefið mér afbrot mín, og
gefið mér sæti við sitt nægtaborð náðarinnar.
Síðan hefir Drottinn sannnað sig meir og meir
til mín í andlegri blessun og líkamlegri lækningu.
Sæll er sá sem syndirnar eru fyrirgefnar, en enn
þá er meira að hljóta.