Fagnaðarboði - 01.03.1949, Page 5

Fagnaðarboði - 01.03.1949, Page 5
FAGNAÐARBOÐI 5 Kristur Faðir, ég vil, að það sem þú gafst mér, — að einnig þeir séu hjá mér þar sem ég er, til þess að þeir sjái dýrð mína, sem þú hefir gefið mér; því að þú hefir elskað mig áður en heimurinn var grundvallaður. Jóh. 17, 2Jj. I fylling tímans samkvæmt fyrirheitum Guðs kom Jesús Kristur frá fílabeinshöll Himnaríkis, þar sem Hann frá eilífð naut fullkominnar al- sælu, hjá sínum himneska Föður, sem eitt með Guði, niður til vor kærleikslausra, saurugra syndara, sem ekki þekktum vort ætterni né upp- runa, til að frelsa oss frá því að deyja í syndum vorum og rísa upp til eilífrar andstyggðar. Hann kom til að leiða oss frelsaða fyrir sinn kraft, inn til hinnar unaðslegu ávaxta vegsemd- ar. I stað þeirrar gleði er Hann átti kost á, valdi Hann þjáningarnar, kom og gjörðist mönnum lík- ur. Tók á sig vora auðvirðilegu eymdarmynd og gjörðist maður. Fæddur undir lögmáli, til að Eins eruð þér nú hryggir í lund, en ég mun sjá yður aftur, og hjarta yðar mun fagna, og enginn mun talca fögn- uð yðar frá yður. Og á þeim degi mun- uð þér ekki spyrja mig neins. Sann- lega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið Föðurinn um, það mun Hann veita yður í mínu Nafni. Hingað til hafið þér einskis beðið i mínu Nafni; biðjið, og þér munuð öðlast, til þess að fögnuður yðar verði fullkom- inn. Jóh. 16, 22—2Jj. Ætti ég óverðug að hljóta samkvæmt mínum ófullkomleika, þá hlyti ég ekki neitt af þeim gæðum, sem Drottinn hefir búið mér, en nú má ég hljóta og njóta samkvæmt Hans fullkomnaða verki. Það gefur huggun og örugga von. Salbjörg Eyjólfsdóttir fullnægja öllu Guðs réttlæti, sem mönnunum reyndist ómögulegt að uppfylla. Þannig kom Kristur frá allri vegsemd Himna- ríkis og gekk hér um holdi klæddur, án þess þó að hafa nokkurs staðar höfði sínu að að halla og auðsýndi oss sekum mönnum, hinn undraverða kærleika. Hann átti þó aðeins afturkvæmt til sinnar fyrri vegsemdar, að Hann holdi klæddur, full- komnaði það verk, sem Faðirinn fékk Honum að leysa af hendi. Að frelsa synduga menn undan Satans valdi. Að sigra hann í réttlátum dómi og að engu gjöra hans ógnarveldi. Því ekki gat Kristur snúið aftur til dýrðar sinnar, án þess að hafa sigrað, þá hefði Guðs- ríki ekki opinberast. En eftir að Kristur reis upp í holdi, var Hann sigurvegarinn yfir öllum völdum og tignum þessa heims og annars. Upprisusigur Krists, leiddi í ljós, að Satan var að fullu sigraður, en að Kristi heyrði til allt vald á himni og jörðu.

x

Fagnaðarboði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.