Fagnaðarboði - 01.03.1949, Side 6
6
FAGNAÐARBOÐI
O
Ottist Guð
Óttist Guð og gefið Honum dýrð, því
að komin er stund dóms Hans, og til-
biðjið þann, sem gjört hefir himininn
og jörðina og hafið og uppsprettur
vatnanna. Op. lý, 7.
Ótti Drottins er lífslind. Orðsk. lý. 27.
Sá, sem óttast Drottinn, ber ávöxt Honum til
dýrðar, með því hann varðveitir Hans Orð, en
að því vaxtrar takmarki hafa allir hinir heilögu
verið að keppa eftir, að gefa Guði dýrðina með
öllu lífi og limum, svo að þeir mátu allt sem
sorp hjá því að útbreiða dýrð Guðs. Hinn eilífi
Fagnaðarboðskapur er unaðslegur hjörtum
þeirra, því þeir þekkja náð Guðs í Jesúm Kristi
er leysti þá frá stund dóms Hans. og leiddi þá
inn í eilíft frelsi Guðs barna, og bjó þeim sæti
sér við hægri hlið, þerrar öll tár þeirra, og veitir
þeim eilífa hvíld frá erfiði þeirra, því verk þeirra
fylgja þeim, þau voru í Guði gjörð. Þeir eru vott-
ar Fagnaðarerindisins allt til enda veraldarinn-
ar, öllum sem á það hlýða.
Einnig til þessarar kynslóðar er boðskapurinn
. þessi. Óttist Guð. Það ætti að vekja ótta hjá
öllum er heyra þegar Guðs Orðið boðar dóminn
yfir verkum mannanna, hugsunum þeirra og orð-
um, því ekki getur neitt dulist fyrir augliti Hans
er allt hefir skapað og gjört, þess vegna tilheyrir
Honum öll þjónustan og tilbeiðslan, því frá Hon-
um eru allar nægtir náðarinnar útgengnar.
Hann hefir opnað uppsprettu kærleikans í
fyrirgefandi náð Drottins Jesú Krists, er Hann
gekk undir allan dóm þjóða, tungna og kynkvísla
og sætti þær við Föðurinn með Blóði sínu, út-
heltu á krossinum, svo að allir þeir, sem á Hann
trúa geti sameiginlega glaðst og tilbeðið frammi
fyrir Almáttugum Guði í lofgjörð og þakkar-
gjörð því þeir eiga frið við Guð fyrir Jesúm
Krist.
En allir þeir sem ekki trúa ónýta ráð Guðs
sér til handa, en þrátt fyrir það leitar náðar
Orðið að þeim allt til síðustu stundar ef mögu-
legt væri að hinn eilifi Fagnaðarboðskapur fengi
rúm í hjörtum þeirra og þeir snúi sér og lifi.
Mikill er Guð í miskunn og náð,
til mannanna rennur Hans konungleg dáð,
Hann talar og líknar og leysir öll bönd.
Hann leiðir oss örugt á friðarins strönd.
Hálldóra S. Einarsdóttir.
Og Jesús kom til þeirra, tálaði við
þá og sagði: Allt váld er mér gefið
á himni og jörðu. Farið því og kristn-
ið állar þjóðir, skírið þá til Nafns
Föðurins og Sonarins og hins Heil-
aga Anda, og kennið þeim að hálda
allt það, sem ég hefi boðið yður. Og
sjá, ég er með yður alla daga állt
til enda veraldarinnar. Matt. 28.18-20.
Fyrir það að Kristur sigraði holdi klæddur,
undirorpinn freistingum þess, yfir allar tignir og
völd, ávann Hann öllu holdi eilíft líf, og aðgang
að hinum eilífu Föðurhúsum kærleikans.
Þar sem Kristur er sigurvegarinn og hefir allt
valdið og boðorð Hans er að kristna, allar þjóðir
með því að skíra þær í Nafni Heilagrar Þrenn-
ingar og kenna þeim að gjöra Guðs vilja, þá er
það fagnaðarefni að fá tækifæri til að íhuga
kenningar Hans.
Eitt af því sem kristninni fylgir frá upphafi
er skírnin. Sjálfur Guð bauð Jóhannesi fyrir-
rennara Fagnaðarerindisins, að skíra. Hann hélt
sig þar sem vatn var mikið, svo að hann gæti
framkvæmt skírnina eftir Guðs vilja.
Jesús Kristur, sem alls staðar er hin full-
komna fyrirmynd, gengur sjálfur á undan, til að
fullnægja öllu réttlæti út í Jórdan, til að láta
skírast af Jóhannesi og sýnir með því, að þannig
ber oss einnig að sinna skírninni. Enda bauð
Hann lærisveinum sínum að skíra þá sem við
trúnni tóku.
Vér erum því greftraðir með Honum fyrir
skírnina til dauðans, til þess að eins og
Kristur var uppvakinn frá dauðum fyrir
dýrð Föðurins, svo skxdum vér og gaxiga
í exidurnýung lífsins. Róm. 6, ý.
Upp frá því þarf hinn endurfæddi maður ekki
framar að rekja ætt sína til hinnar föllnu sköp-
unar, heldur eins og við teljum ártalið frá Kristi
mættum einnig telja ætt vora og uppruna frá
því við gengum Honum á hönd og létum frelsast.
Einar Einarsson