Fagnaðarboði - 01.03.1949, Page 8
FAGNAÐARBOÐI
Leitið Drottins í bæn
En svo bar við, er Hann var á stað
nokkrum að biðjast fyrir, að einn af
lœrisveinum Hans sagði við Hann, þá
er Hann var hættur: Herra, kenn þú
oss að biðja, eins og Jóhannes kenndi
lærisveinum sínum. En Hann sagði við
þá: Er þér biðjist fyrir þá segið: Faðir,
helgist Nafn þitt, komi ríki þitt, gef
oss dag hvern vort daglegt brauð; og
fyrirgef oss syndir vorar. Lúk. 11, l-J^.
Jesús Kristur kenndi lærisveinum sínum að
biðja Guð. Jesús var sjálfur iðulega á bæn, til
síns himneska Föðurs og lagði ríkt á við læri-
sveina sína að þeir skildu biðja og vera stöðugir
í bæninni til Drottins.
Og ég segi yður: Biðjið, og yður mun
gefast; leitið og þér mUnuð finna; kný-
ið á, og fyrir yður mun upplokið verða
Lúk. 11, 9.
Orð Drottins kennir oss að biðja og ef við
viljum vera eftirbreytendur Jesús Krists, þá
skulum við biðja til Drottins stöðuglega í Nafni
Frelsara vors Jesú Krists, sem allt vill veita
þeim, sem biðja Hann og þrá samfélagið við
Hann. Það er svo gott að eiga Jesús að vin, sem
alltaf er fús að veita sínum lærisveinum, það sem
þeir biðja um í Hans Nafni.
bæn síns útvalda þjóns. Eg var með bólgu í
brjósti, sem ágjörðist mjög. Eg hafði þrautir í
því, sem lögðu út í handlegginn. Þetta virtist
vera mjög alvarlegt. Þá fór ég og bað um fyrir-
bæn.
Lofaður sé Drottinn Jesús. Hann heyrði og
bænheyrði og læknaði mig. Bólgan og þrautirnar
véku fyrir mætti benja Hans.
Fyrir Hans benjar urðum vér heilbrigðir.
Jes. 53, 5.
Þessari náð fæ ég að þreifa á í hvert sinn er
eitthvað verður að mér.
Eg vil lofa Drottins Heilaga Nafn, sem öllum
nöfnum er æðra og öllum ber sáluhólpnum fyrir
að verða og þakka náð Hans mér auðsýnda, svo
óverðug sem ég er.
Hans er mátturinn og dýrðin.
Guðný Jónsdóttir.
Svo er það verk hvers og eins að varðveita og
vitna um hvað hann hefir höndlað með bæn til
hins eilífa Drottins og Frelsara vors Jesú Krists,
sem gefur fullvissuna um bænheyrslu Guðs, ef
beðið er í trú, af einlægu hjarta, um náð Hans
og miskunn.
Hann segir:
En hver faðir yðar á meðal mun gefa
syni sínum stein, er hann bæði um
brauð? Lúk. 11,11.
Vissulega gefur Jesús góðar gjafir þeim, sem
biðja og eru fúsir að taka upp krossinn og fylgja
Honum eftir og þiggja Hans heilaga Blóð, sem
rann út á krossinum til að hreinsa af allri synd.
Fyrir náð, var bænin það sigurafl, sem opn-
aði hjarta mitt, svo Jesú gæti gengið þar inn
og gjört sín kærleiksverk, sem sælt er að þiggja
og njóta, í stöðugu samfélagi við Frelsara sinn
og Drottinn.
Hvernig fæ ég lofað og vegsamað minn Guð
fyrir Hans náð og miskunn mér til handa, nema
að biðja og biðja meira, því ómælt vill Hann
gefa.
Drottinn gefi öllum, sem Orð Hans heyra náð
til að krjúpa við fætur Jesú og biðja að Hans
Blóð megi hreinsa þá af allri synd. Þú munt vissu-
lega komast að því, að þú ert að gjöra rétt í
að leita Drottins og þiggja Hans góðu gjafir, sem
veita þér frelsi og eilíft líf.
Bæn af iðrandi hjarta hýr,
hún er fyrir Guði metin dýr;
Herrann Jesú á hverri tið
henni gaf jafnan andsvör blíð.
H. P.
Frímann Ingvarsson.
Almennar samkomur
boSun Fagnaðarerindisins
Austurgötu 6 — Hafnarfirði.
Sunnudaga kl. 2 og 8 e. h. — Þriðjudaga kl. 8 e. h,
Fimmtudag kl. 8 e. h. — Laugardaga kl. 8 e. h.
Fagnaðarboði kemur út þrisvar á ári 8 bls. Verði 1 kr.
blaðið. Þeir, sem óska eítir að fá blaðið sent, sendi
afgreiðslunni nöfn sín og heimilsfang.
Gjalddagi blaðsins er fyrir áramót.
2. árg. 3. tbl. 1949. Gefið út af Sjálfseignarstofnuninni
Austurgötu 6, Hafnarfirði, sími 9075. Afgreiðsla á sama
stað. Ritnefnd: Einar Einarsson, Frímann Ingvarsson,
ögmundur Jónsson.