Fagnaðarboði - 01.03.1952, Blaðsíða 5

Fagnaðarboði - 01.03.1952, Blaðsíða 5
FAGNAÐARBOÐI 5 Þegar óvinurmn brýst fi'am eins og vatnsfáll, mun Andi Drottins hefja gunnfána gegn honum. Tímar þrenginganna munu verða erfiðari, en söfnuður Guðs hertýgjar sig. Álítur þú þörf fyrir ný kristin félags-samtök? Nei, bróðir Lindsey, við höfum nóg af þeim og sum þeirra eru góð. Eg held að mörg þeirra séu yfirleitt grundvölluð á Guðs Orði. Eg er sannfærður um að það komi ekki fram nein ný sigursæl samtök, því ég held að við lifum á hin- um síðustu timum. Ef við tökum Móse sem táknmynd safnaðar- •skipulagsins á lögmálstímabilinu, þá sjáum við hvernig hann gerði sjálfan sig vegsamlegan í augum lýðsins í stað þess að gefa Guði dýrð- ina. Þar af leiðandi missti hann réttinn til þess að leiða ísraelsmenn inn í Kanaansland. Eftir Móse kom svo Jósúa, sem tákn um hina miklu síðustu vakningu, sem á að leiða söfnuð Krists inn í fylling fyrirheitanna — Fyrirheitnalandið. Jósúa er ætíð ímynd þess í söfnuðinum, sem er hið rétta. Þessi kraftaverka-máttur, sem við nú reynum og sjáum, hefur alla tíð tilheyrt söfnuðinum, en ekki ávallt fengið framgang. Móse var kvaddur burt, en Jósúa leiddi Isra- elslýð inn í Fyrirheitnalandið. Margir söfnuðir vorra daga, ég segi ekki allir, hafa reynt að upphefja sjálfa sig og berjast að- eins fyrir því, að fá sem flesta meðlimi. Þeir gagnrýna aðra, hæna að sér trúskiptinga og því um líkt. I dag kallar Guð einstaklinga. Með þess- um verkum loka-tímabilsins, sýnilegum tákn- um og undrun, kallar Drottinn hina einlægu úr öllum söfnuðum og undirbýr þá til þess að ganga inn í hið Fyrirheitnaland. Svo var það spurningin um starfsemi þína. Sumir segja þig telja mátt þinn felast í vinstri hönd þinni, en við höfum alltaf heyrt þi-g lýsa því yfir, að það sé Drottinn, sem sé læknirinn og að Hann eingöngu í gegnum vinstri hönd þína geri þér mögulegt að greina tegund sjúk- dómsins. Er þessu ekki þannig varið? Það gleður mig að fá að svara þessari spurn- ingu. Þetta hefur oft verið misskilið og menn fengið þá hugmynd, að ég hefði einskonar töfra- mátt í vinstri hönd minni. Þetta er rangt, því engin manneskja hefur í sjálfri sér neinn kraft til þess að lækna einn einasta sjúkan. Lækning- in var keypt okkur til handa fyrir dauða Jesú Krists á Golgota, á sama hátt og Hann hefur áunnið okkur frelsið. Hið eina, sem hægt er að gera, þegar um Guðdómlega lækningu er að ræða, er að benda á Krist á Golgota og hjálpa mönnum til trúar á verkið, sem Hann hefur þegar fullkomnað okkur til handa. Þegar engill Drottins kom til mín, sagði hann ekki að ég fengi kraft í vinstri hönd mína til þess að lækna. Ef þú lest vitnisburð minn, sem ég hef látið prenta, þá munt þú sjá að hann til- kynnti mér, að mér yrði falið það verk að biðja fyrir sjúkum og flytja þennan boðskap um alla heimsbyggðina. Þegar ég spurði hvernig ég mætti verða hæf- ur til þessa verks, þar sem hann sagði að ég myndi biðja fyrir konungum, stjórnmálamönn- um og öðrum slíkum, þá boðaði hann að mér skyldi verða gefin tvö tákn til þess að færa sönnur á mitt himneska hlutverk, á sama hátt og Móse fékk tvö tákn. Þegar ég tek vinstri hönd sjúklingsins í mína á ég að geta greint sjúkdóminn. Þetta er það, sem margir hafa stórlega misskilið og halda að ég finni eins konar guðdómlegan lækningar- kraft streyma gegnum hendur mínar, sem er auðvitað mikill misskilningur. Engillinn sagði líka, að síðar yrði mér gefið að sjá leyndardóma manns-hjartans, svo ég gæti sagt frá leyndum atburðum úr liðinni æfi. Þetta kemur líka fyrir í Ritningunni, því að þegar Kristur var hér á jörðinni, sá Hann hvað menn hugsuðu í hjörtum sínum. Til dæmis má nefna Natanael og samversku konuna við Jakobs- brunninn. Bróðir Branham, djöfullinn hefur ávallt haft í frammi eftirlíkingar og falsanir. Andahyggjan, sem er sprottin frá djöflinum, telur sig geta op- inberað hið hulda með manninum, og tekst það ef til vill stundum. Er það ekki satt, að glöggan greinarmun verður að gera, annars vegar á milli þess, sem byggist á Orði þekkingarinnar og náðargáfunni, aðgreining anda, og svo hins veg- ar þess, sem á rót sína að rekja til andatrúar? Þegar náðargáfa Andans er að verki, þá er sagt til syndar, sem ekki er undir Blóði Krists, og hinir tómlátu fá viðvörun um að þjóna Kristi af öllu hjarta sínu ef þeir vilja meðtaka lækn- ingu Hans og hljóta hana varanlega. Er þetta ekki gjörólíkt spiritisma?

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.