Fagnaðarboði - 01.04.1958, Blaðsíða 1

Fagnaðarboði - 01.04.1958, Blaðsíða 1
8g htfi vonað og vonað á Drottin, og Hann laut niður að mér og heyrði kvein mitt. Hann dró mig upp úr glötunar-gröfinni, upp úr hinni botnlausu leðju, og veitti mér fótfestu á kletti, gjörði mig styrkan í gangi. Hann lagði mér ný ljóð í munn, lofsöng um Guð vorn. Margir sjá það og óttast og treysta Drottni. Sæll er sá maður, er gjörir Drottin að athvarfi sínu og snýr sér eigi til hinna dramblátu né þeirra, er snúist hafa afleiðis til lygi. Mörg hefir þú, Drottinn, Guð minn, gjört dásemdarverk þín og áform oss til handa, ekkert kemst í samjöfnuð við þig. Ef ég ætti að boða þau og kunngjöra, eru þau fleiri en tölu verði á komið. Á sláturfórnum og matfórnum hefir þú enga þóknun, — þú 'hefir gefið mér opin eyru — brennifórnir og syndafórnir heimtar þú eigi. Þá mælti ég: Sjá, ég kem; í bókrollunni eru mér reglur settar. Að gjöra vilja þinn, Guð minn, er mér yndi, og lögmál þitt er hið innra í mér. Ég hefi boðað réttlætið í miklum söfnuði, ég hefi eigi haldið vörunum aftur, það veizt þú, Drottinn! Ég leyndi eigi réttlæti þínu í hjarta mér, ég kunngjörði trúfesti þína og Hjálpræði og dró eigi dul á náð þína og tryggð í hinum mikla söfnuði. Drag þá eigi heldur, Drottinn, miskunn þína í hlé við mig, lát náð þína og trúfesti ætíð vernda mig. (Sáim. 40,1-12.) P* f r f /♦ f ♦ L}os 1 'Uans liosu (Matt. 5. kap. 1.—16. v.). 1 Fjallræðunni flutti Jesús Kristur lærisveinum sín- um sæluboðskapinn og talaði um þjónustu þeirra, og hver hún væri í veruleikanum. Hann sagði: „Þér eruð salt jarðarinnar, Ijós heimsins og borg, er stendur uppi á fjalli ...“ Lærisveinarnir hafa undrazt, er þeir heyrðu, hvað Kristur veitti þeim að vera. Þeir þekktu gjörla og vissu, að ekkert af þessu voru þeir, fyrr en þeir gengu Honum á hönd og gerðust vottar Hans, þeir fáir og þeim með öllu óþekkt sem öðrum, hvað með þeim bjó, sem vott- um Krists. En nú kunngerði Kristur þeim, hvað þeim var búið frá Hans dýrð og gaf um leið mannfjöldanum tækifæri, til þess að heyra og skilja, hvað lærisveinunum var út- hlutað til þjónustunnar frá Hans konungsdýrð. Mannfjöldanum og lærisveinunum var vel kunnugt um, hve mikla sæmd og tignir konungar jarðarinnar veita þjónum sínum. En þessi konungur veitti fram yfir alla konunga jarðarinnar. Tign og þjónusta þessara fáu fiskimanna, sem ekkert höfðu Iært til hirðsiða, mundi ófölnandi standa um allar aldaraðir og þeir, í þjónust- unni, sem brennandi og lýsandi Ijósvitar, tendraðir af Guðs dýrð, og logandi eldblys trúarinnar, til þess að vísa veg réttlætisins inn í ófölnandi arfleifð Guðs, í Hjálpræði Krists Jesú. Hér var nægilegt umhugsunarefni fyrir mannfjöld- ann og lærisveinana.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.