Fagnaðarboði - 01.04.1958, Blaðsíða 8

Fagnaðarboði - 01.04.1958, Blaðsíða 8
8 FAGNAÐARBOÐI Srl þú á veginum með Vroitni? 1 gegnum alla Ritninguna, bæði Gamla og Nýja Testamentið, liggur sem rauður þráður sú aðvörun til allra þjóða á öllum öldum, að hver einstaklingur snúi af vegi syndarinnar, þ. e. geri iðrun og þiggi syndanna fyrirgefning. En hið sorglega er, að allt of margir láta þessa við- vörun Guðs Orðs sem vind um eyrun þjóta og segja eitthvað á þessa leið: Ég trúi á Guð og hef aila tíð gert það. — Ég veit, að Jesús Kristur hefir dáið fyrir syndir allra, og ég þarf ekkert annað að gera ,en breyta vel. — Auk þess er Guð svo góður, að Hann lætur engan mann glatast segja ótal margir og að minnsta kosti halda sig trúa því. En Heilög Ritning segir okkur allt annað. Allra þeirra, sem ekki iðrast og snúa sér til lifanda Guðs, bíður dóm- urinn og hin eilífa tortíming. öll erum við fædd í synd og vorum því öll á vegi syndarinnar. Hver einstaklingur verður því að taka afstöðu fyrir sig, hvort hann vill fylgja Kristi Jesú og lifa, eða hafna Hans frelsisverki og tortímast. Jesús segir: „Komið til mín allir þér ... Hann segir ekki „verið áfram hjá mér“, eins og við hefðum verið Hans heimamenn frá fæðingu. Nei, allir þurfa að koma til Hans, sem lífið gefur. Já, hver og einn verður að koma til Hans auðmjúkur sem barn, er veit, að það hefir brotið af sér og verðskuldar refsingu. Þá fyrst flýtur náðin Drottins ómæld yfir. Hið sama gildir fyrir börn trúaðra foreldra. Þau verða hvert og eitt að taka afstöðu sína. Verið því vakandi. Heyrið raustu Drottins. Hann er að kalla aila daga og nætur. Drottinn bíður eftir að komast að með sitt dýrðlega frelsisverk, þvi engan tek- ur Hann nauðugan. Allir verða að koma auðmjúkir og beygja sig undir Hans máttuga vilja. Þú heldur ef til vill, að það sé gleði- og tilbreyting- arlaust líf, að lifa sem frelsað Guðs barn. Síður en svo. 1 stað þess, sem þú sleppir færð þú djúpan innri fögnuð í Kristi Jesú, sem fullnægir sál, anda og líkama og jafn- framt öðlast þú fullvissuna um sæluna í komandi lífi. Kristján Kristmundsson. Gefið út af Sjálfseignarstofnuninni Austurgötu 6, Hafnarfirði, sími 50075. — Afgreiðsla á sama stað. — flokkur þakkarorð. Jesús sagði: Biðjiö og yður mun gefast. Já, þökk sé Drottni vorum og Frelsara Jesú Kristi fyrir þá miklu náð og miskunn, sem Hann hefir sýnt okkur. ; | Drengurinn okkar veiktist í vor og var lagður í sjúkra- hús. Okkur var sagt, að hann væri með ólæknandi sjúk- dóm, sem lítið eða ekkert væri hægt að gera við. Honum versnaði alltaf og var við dauðans dyr í marga daga. Þá fórum við að leita á náðir Frelsarans og báðum Guðrúnu Jónsdóttur að biðja Hann um hjálp. Og hjálp- in kom. Drengnum okkar fór nú dagbatnandi. Hann er alveg heilbrigður núna. Þökk sé Guði. Við trúum því að Drottinn haldi sinni almáttugu verndarhendi yfir honum, svo hann kenni ekki sjúk- dómsins framar. Þökk sé Guði fyrir Hans miklu náð og blessun okkur mönnunum til handa. Foréldrar. Vitnisburður. Fagnaðarboði hefir öðru hvoru birt vitnisburði um dásamlegar lækningar, og finnst mér það vera skylda mín að biðja blaðið um að birta eftirfarandi: Þann 3. okt. 1956 veiktist ég skyndilega og var það æðastífla í höfði, eftir því sem læknar sögðu, með þeim afleiðingum, að vinstri handleggur minn varð algerlega máttlaus. Bað ég þá samdægurs son minn að hringja til Guðrúnar Jónsdóttur, Hafnarfirði, og segja henni frá, hvað fyrir mig hafði komið og jafnframt biðja hana um fyrirbæn. Þá lá vinstri handleggur minn algerlega mátt- laus ofan á sænginni. Eftir nokkra stund fékk ég allt í einu fullan mátt í handlegginn. Þó er handleggurinn með nokkuð annarri tilfinningu nú en áður. Þannig kom bænarsvarið strax. Alllöngu síðar fékk ég skyndilega svipaðan sjúkdóm í fæturna og leitaði þá til Guðrúnar um fyrirbæn og mér batnaði þá að fullu. Þannig heyrir Guð bænir bama sinna. Fyrir þetta vil ég þakka Skapara mínum og Frelsara. Hans er ríkið, mátturinn og dýrðin. Lárus Guðmundsson. Áskrifendur! Gerið svo vél og tilkynnið er þér hafið bústaðaskifti. 4. tbl. 1958 11. árg.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.