Fagnaðarboði - 01.04.1958, Blaðsíða 5

Fagnaðarboði - 01.04.1958, Blaðsíða 5
FAGNAÐARBOÐI 5 ShriftMr hoimmaður hlýhr ií þjór Drotdns, fyllti Hdlögum Anda. Fyrir sex árum sat ég, sem var þá kennimaður meðal Baptista, í skautahöllinni í Tacoma, meðal fimm þúsund annarra undrandi áheyrenda Wiliiams Branhams. Hann þurfti ekki að spyrja um, hvað að hinum sjúka gengi, hann gat sagt það. Við orð hans fengu hinir rang- eygðu rétta sjón, sjúkdómar í hálseitlum hurfu, daufir heyrðu og mállausir tóku að mæla. Ungur maður vildi ekki hneigja höfuð sitt meðan Branham var að reka út sjúkdómsanda er var í flogaveikum manni. Þessi sami ungi maður féll niður á gólfið í flogaveikiskasti þar sem hann var uppi á svölunum. Það var eins og stendur í 1. kap. Markúsar-Guðspjalls: „Og undruðust menn mjög kenningu Hans, því að Hann kenndi þeim eins og sá, er váld hafði, og ekki eins og frœðimennirnir.“ Um það verður ekki deilt, að fræðimennirnir þekkja hvað stendur í Ritningimni. En þegar Branham flutti Orð Ritningarinnar, þá var það meir en Orðin, sem hann flutti fólkinu — móðurinni, er grét þá er hún í fyrsta sinn heyrði dauf-dumban son sinn segja „Mamma" og ég gleymi ekki gleðiljómanum er var á andliti barns- ins er það heyrði orgeltónana. Þetta skeður ekki fyrir neina bókstafsþekkingu, því bókstafurinn deyðir, en þetta lífgar og ég sannfærðist um, að þessi maður talaði af spádóms Anda Drottins. Hinn skriftlærði greinir frá því, sem hann hefir lesið, en spámaður segir frá því, sem honum hefir opinberast og þar með hefir öðlast þekkingu á. Hinir skriftlærðu trúa kraftaverkum liðinna tíma, en afneita algjörlega kraftaverkunum, sem ske í dag. Hvers vegna? Um krafta- verk fyrri tíma er skráð í Ritningunni, og þeir þekkja Ritningarnar orð fyrir orð. En kraftaverkin nú á dögum, kannast þeir ekki við, því þeir eru ekki í samfélaginu við hinn lifandi Frelsara, sem vinnur sömu máttarverkin enn þann dag í dag. Á meðan þá, sem fyrir utan eru, hungra eftir Guðs Orði, þá er hungur í hjörtum okkar Guðs barna eftir að finna áþreifanlega nálægð Hans. Því að Guðsríki er ekki fólgið í orðum, heldur í krafti. 1. Kor. 4, 20. Þegar ég kom út af þessari samkomu Branhams, var ég ákveðinn í því, að þrengja mér fram, til þess að hljóta meira af ríkdómi náðar Guðs. Margar klukkustundir á degi hverjum, var ég á bæn og hélt samkomur víða í kirkjum. Var almennt talið, að þessar samkomur mínar væru hinar fjölmennustu þar í landi. I borginni Chicago predikaði ég oftsinnis í hinni stóru kirkju Moody Memorial Church. Ræður mínar voru birtar í blaðinu „The Sword of the Lord“ og allt virtist ganga dásamlega. En Branham vék ekki úr huga mér. Hann hefði getað sagt eins og Pétur á hvítasunnudaginn: Þetta er það. En það hefði ég ekki getað sagt. Ég hefði orðið að segja hvað mína þjónustu snerti: „Þetta er gjörólíkt“. Engin tákn fylgja — en Guð hefir ávallt gefið sínum tákn. „Þessi tákn skulu fylgja þeim, sem trúa ... En í minni þjónustu, engin tákn, engin lausn. Er ég kom fjórum árum síðar aftur til Chicago, þá var þar fyrir í borginni predikari, sem hafði vakið undrun borgarbúa. Hinir skriftlærðu voru skelfingu lostnir, en hér gafst mér enn annað tækifæri, til þess að öðlast andlegan styrk og blessun og ekkert gat aftrað mér frá, að hlýða á hann. Á fyrstu samkomu hans, sem ég var á, gáfu 96 manns sig fram er leituðu frelsisins, og jafn- framt voru þarna tíu rangeygð börn, sem öll urðu rétt- eygð. Er ég hafði verið þar öðru sinni og hlýtt á hann talaði ég að samkomimni iokinni við móður lítillar stúlku. Ég hafði orðið sjónarvottur að því, að barnið, sem var blint, hlaut sjónina. Móðirin marg tók það fram við mig, að þetta bam hennar hefði verið blint frá fæð- ingu. Ég mun aldrei gleyma andliti litlu stúlkunnar, er hún leit á mig og sagði: „En núna get ég séð. Ég sé þig.“ Ég þurfti ekki meira, þetta var nóg. Ég ætlaði að keppa eftir skírninni í Heilögum Anda, þó það þyrfti að kosta mig alla vini mína. Með ársbyrjun, eða nánar tiltekið, fyrsta janúar það ár, sagði ég að fullu skilið við allt hið fyrra. Ég lagði mig nú allan fram, til þess að öðlast skírn Heilags Anda. Predikari ráðlagði mér, að lofa Drottin minn með upplyftum höndum og Hallelúja-söng. Þetta fannst mér fásinna ein. Hann gæti alveg eins ráðlagt mér, að hrópa „Mesópótamia“ eins og „Hallelúja". En þegar ég hlaut sigur þremur mánuðum síðar, var ég einmitt að lofa Drottin minn á þennan hátt — með upplyftum höndum og lofsyngjandi Hallelúja. Þetta varð mín reynsla, og

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.