Fagnaðarboði - 01.01.1963, Blaðsíða 3
FAGNAÐARBOÐI
3
koma með grátinn til Hans og fela Honum öll málefni
sín. Mörg tár féllu af augum heilagra, og munu falla,
þá er þyrnar og þistlar stinga hér á jörð. En hvert
eitt tár þeirra verður þerrað.
Dauðinn mun ekki framar til vera ...
Við þurfum þá ekki neins staðar að vera í felum.
Enginn Adams-flótti lengur og dauðinn ekki framar til.
Jóliannesi var opinheruð þjónustan í gegnum ald-
irnar, svo þeir, sem Krist elska, vita að liverju þeir
eru að stefna og livað þeirn er fyrirbúið. Þeim er fyrir-
húið að vera sem brúður Krists er lofar Hann og tign-
ar, lifir og þjónar Honum.
Hvorki harmur né vein né kvöl er framar til, hið
fyrra er farið ...
Ekki færa hátiðirnar mönnum þetta, harm, kvöl og
vein. En þúsundir manna gráta og kveina. Hörmung-
arnar lierja mannkynið jafnt þótt dagar liátiða séu
yfirstandandi. En þar sem Jesús Kristur fær að ríkja,
er engin kvöl, hvorld harmur né vein. í samfélaginu
við Hann er allt í hátíðarfriði og kyrrð. Þökk sé Guði.
Verum þvi vakandi fyrir því, að Kristur fái unnið
sitt verk i lijörtum okkar, og að Hann fái frelsað olikur
inn í sína himnesku dýrð. Gleymum ekki því, að innan
skannus er okkar tími útrunninn hér á jörð. Nú er
siðasti dagur þessa árs, og jörðin hefir þegar farið
sinn árshring, sóhn sína braut og brátt höfum við
rnnnið okkar æviskeið. En arfurinn biður þeirra, sem
ná þvi að standa trúir með Kristi.
Guðs börnin ættu að vera ári nær þessu dýrðartak-
marki nú, heldur en um síðast liðin áramót. En svo
kann líka að hafa farið, að við liöfum ekkert færzt
nær, heldur jafnvel sljóvgast fyrir þvi, sem við erum að
vinna að, — hvern við erum að lofa og tigna.
Við höfum ef til vill gleymt arfinum, sem Kristur
gefur sinni brúði eftir löngu og mörgu þrengingar-
nrin hér, eða ekki verið nógsamlega vakandi fyrir
þessum dýrðararfi, sem híður Guðs barna, — bíður
þeirra er hafa unnið með dyggð og trúmennsku að
Hans kærleika, verið mannaveiðarar hér á jörð og
veitt menn inn í Guðs dýrð. Getum við gert okkur í
hugarlund þá dýrð að fá að vera þar, sem aldrei verður
tár, aldrei dauði, aldrei harmur né vein. Og getum við
nú ekki hugsað okkur að þjóna og lofsyngja þessum
Herra, hér á jörð og um alla eihfð, — og erfa allt með
Honum. Hann getur notað alla til sinnar þjónustu, sem
1 sannleika vilja Honum lifa og hlýðnast.
Þó að Kristur liafi verið hoðaður hér um heim, fær
óvinurinn að halda áfram að kvelja, af því að menn
ljá honum rúm í liug og hjarta.
Nú á gamlárskvöld ættu allir að þiggja lausnarverk
Krists, losna undan valdi syndar og dauða. Hvilik
lausn. Fyrr verður ekkert uppgjör, ekkert ákall til
Drottins, ekkert líf. Engin þörf verður í lijartanu fyrir
Krist, fyrr en við af einlægum hug viljum losa okkur
við allt, sem er óvinarins.
Það yrði gleðilegur nýársdagur og fagurt um að lit-
ast, ef við sæjum að slikt uppgjör hefði átt sér stað
meðal íslenzku þjóðarinnar.
Heilar fjölskyldur hugsa sér að gera upp frammi
fyrir Guði i kvöld. Ó, að Drottinn mætti ná inn til
hjartna þeirra.
Hver einstaklingur verður að gera upp frammi fyrir
Drottni. Og það, sem þjóðin verður að losa sig við er,
hvorki meira né minna, en synd, djöfull og dauði. Já,
höfum hugfast að
Til þess birtist Guðs Sonur að Hann skyldi brjóta
niður verk djöfulsins. (1. Jóh. 3,8).
Sá, sem í hásætinu sat, sagði: Sjá ég gjöri alla hluti
nýja.
Það var og það er svarið til allra, sem gefa sig Kristi
Jesú hinum réttláta.
Sá, er sigrar mun erfa þetta, og ég mun vera hans
Guð og hann mun vera minn sonur.
Menn leggja sig fram, til þess að fá unnið ahs konar
stundlega sigra. En Guð biður sínum börnum upp á
eilífa sigra. Aht, sem við leggjum á okkur fvrir Krist,
er unnið til eilífs sigurs með Honum.
Er við nú göngum inn á nýtt ár, þá tökum sinna-
skiptum, keppum eftir að ná sigri og arfi með Drottni.
Almennar samkomur.
Boðun Fagnaðarerindisins.
Að Hörgshhð 12, Reykjavík:
Sunnudögum kl. 8 e. h.
Miðvikudögum kl. 8 e. h.
Að Austurgötu 6, Hafnarfirði:
Súnnudögum kl. 10 f. h.
Þriðjudögum kl. 8 e. h.
Laugardögum kl. 8 e. h.