Fagnaðarboði - 01.01.1963, Blaðsíða 5
FAGNAÐARBOÐI
5
y^illiam Raiford, Sr.
‘Jyrrum lcynilögrcglumaður, nú
boðbcri Jagnaðarcrindis $csú Öírisls
Foreldrar niínir voru báðir Indiánaættar, aflcoin-
endur þekktra forvígismanna innan þess kynstofns.
Faðir minn vann einnig, sem fulltrúi Creeks-ættflokks-
ins, mikið að liagsmunamálum Indíána.
Móðir mín var sannkristin kona. Oft sagði hún mér
frá Indiánasamkomum, þar sem fagnandi menn lof-
uðu liástöfum Frelsara sinn og fylltust krafli Heilags
Anda.
Þegar ég' var litill drengur, var ég oftast kallaður
Fus Hutka, en það þýðir „hvítfugl“. Þetta viðurnefni
fékk ég' sökum þess, að ég var ljósastur á liörund allra
i fjölskvldunni. Síðar á ævinni, þegar ég var kominn
út í prédikunarstarfið, tók ég aftur upp þetta viður-
nefni mitt frá æskuárunum. Þegar á unga aldri hafði
ég hlotið viðurkenningu sem afhurða fimleikamaður.
Má eflaust m. a. kenna því um, að ég gerðist þá bæði
dramblátur og fullur sjálfselsku. Oft og einatt, þegar
ég kom þá heim að áliðinni nóttu, heyrði ég að móðir
mín var að hiðja fyrir mér, þessum þverbrotna og
þrjózkufulla syni sínum.
Síðara hluta ársins 1938 innritaðist ég við skólann
vEast Texas State Teacher’s College at Commerce" með
það fyrir augum, að gerast knattspyrnuþjálfari. Ég
hafði áður ætlað mér að lesa læknisfræði, en hvarf nú
fra þeirri áætlun minni. En Guð hafði ætlað mér annað.
í nóvemher mánuði kvæntist ég skólasystur minni.
En svo fór, að hvorugt okkar lauk námi við skólann.
Kallaður til predikunarstarfsins.
Kvöld eitt ræddum við hjónin við mann, sem um
skeið hafði verið predikari. Talaði hann við okkur um
{akn timanna, endurkomu Krists og hina miklu þreng-
mg, sem koma mun yfir heimsbyggðina. Við höfðum
Mdrei hej^rt neinn tala þannig áður, og hafði tal hans
djúp áhrif á okkur bæði. Við fórum nú að lesa Ritn-
mguna. Um þetta leyti þekktum við ekki neinn söfnuð,
sem, jafnframt því að boða endurlausnina í Jesú Kristi,
boðar það, að enn þann dag í dag skiri Drottinn trú-
uð börn sín í Heilögum Anda, eins og postulana forð-
um á hvítasunnudag. Þegar vakningarsamkomur hóf-
ust i „Tlie First Christian Church“ réðist það svo, að
við fórum þangað. Strax þar, á fyrstu samkomunni,
fundum við náðarverkan Guðs Anda í hjörtum oklvar
og ég fann i fyrsta skipti, að Guð var að kalla mig, til
þess að predika Fagnaðarerindið.
Um vorið 1941 fæddist sonur okkar Wilham og
skönnnu síðar fluttum við til Tulsa í Oklahoma. Þar
kynntist ég starfi „Revival Tahernacle“ safnaðarins.
W. T. McMullin var þar þjónandi prestur. Enda þótt
allt væri þarna fábrotið og svo íburðarlaust, sem frek-
ast má vera, samkomuhúsið byggt í tjaldbúðarstíl og
sag á gólfi, þá var það samt þarna, sem ég fyrst á æv-
inni var við guðsþjónustu þar sem allt þjónustustarfið
einkennist af hinum rikjandi og verkandi krafti Drott-
ins i Heilögum Anda.
Freistarinn, óvinur sálnanna, reyndi þó að koma því
inn hjá mér, að það væri mér engan veginn samboðið,
að koma á slika staði sem þennan. En ég hélt áfram
að sækja þessar samkomur og felldi mig mjög vel
við allt, sem þar fór fram.
Eftir nákvæma sjálfsprófun, varð mér ljóst, hvar ég
var á vegi staddur, — þurfandi fvrir frelsið í Kristi.
Fór ég' nú í fvrsta sinn upp að altarinu og kærleiksrík-
ur Drottinn leit í náð sinni til mín og frelsaði mig. Hið
sama undursamlega skeði einnig með konu mína, nema
livað hún gekk lengra, keppti eftir skirn Heilags Anda
og hlaut hana. Guði séu lof og þakkir. En ég gerði mér
grein fyrir því, að ef ég skírðist í Heilögum Anda, þá
yrði ég að predika — og því dró ég mig í hlé. —
Verð sjúkur, en Drottinn læknar mig.
Nokkrum árum áður en hér var komið sögu, slas-