Fagnaðarboði - 01.01.1963, Blaðsíða 4
4
FAGNAÐARBOÐI
Xlndursamleg biörgun eftir þriggia vikna hrakninga
í gúmmibiörgunarbát
A hinum viðburðaríku árum siðari heimsstyrjaldar-
innar gerðust margir minningarverðir atburðir, og má
þar til telja hina undursamlegu björgun James Whit-
taker, er ásamt Eddie Rickenbacher og fleirum hrakt-
ist í gúmihát í 21 dag á liinu víðáttumikla Kyrrahafi.
Fer saga hans hér á eftir í stuttu máli:
Áður en ég lagði i þessa eftirminnilegu ferð, var
ég sannkallaður efasemdamaður eða öllu heldur trú-
leysingi. En vart getur nokkur maður verið alger trú-
leysingi til lengdar, sem er að hrekjast í gúmíbát úti
á reginhafi. Viðhorfið í þessum efnum hreytist fljót-
lega engu síður, en lijá þeim er voru i skotgröfunum
við Bataan í héimsstyrjöldinni.
Þegar flugvélin okkar sem var „Fljúgandi virki“ varð
benzínlaus spurði Jolin DeAngelis loftsiglingafræðing-
urinn: „Hafið þið nokkuð á móti þvi, að ég framberi
hér bæn til Drottins?“
Ég gleymi því ekki hversu mjög mér gramdist þetta
íiltæki lians. En ég hef heldur ekki gleymt hvað ég
dagana sem í hönd fóru, skammaðist mín fyrir þessa
gremju mína.
Á öðrum hrakningadegi okkar i gúmibátnum sá ég
flugvirkjann Jolin Bartek lesa í Nýja Testamentinu
sinu. Enginn okkar hinna lét orð falla í þá átt, að
þetta væri barnaskapur lijá honum. Ef til vill höfum
við haft hughoð um hve rnikils virði einmitt þessi
Iitla hók átti eftir að verða okkur öllum.
Sjötta daginn var bersýnilegt að við vorum fyrir
utan allar fastar flug- og siglingaleiðir, og svo gæti
farið, að við fyndumst aldrei. Hungrið var nú farið
að segja til sín og draga úr okkur þróttinn. Þetta kvöld
stigu liljóðar bænir upp frá brjóstum okkar. Við báð-
um allir um mat. Cherry hað upphátt, hann ávarpaði
ávallt Drottin sinn sem „Old Master“. — Herra
minn. — Og nú hað hann: „Herra minn, við erum
illa staddir eins og þú veizt. Nú treystum við því fast-
lega, að við fáum eitthvað smávegis til matar dag-
Iega, frá morgundeginum að telja“.
Þannig hað Cherry og um kvöldið þegar tók að
skyggja, kveikti hann á neyðarljósinu okkar. Við gát-
um séð stórfiski elta fiskitorfu, sem ljósblikið okkar
hændi að sér. í viðleitninni til að hjarga sér stukku
tveir allstórir fiskar upp í hátinn til okkar.
Næsta dag tók ég af öllu hjarta þátt í bænagjörð-
inni. Þá bað Cherry aftur: „Herra! Við báðum þig um
mat og þú lézt okkur liann í té. Nú hiðjum við þig
um vatn.“
Litlu siðar sá ég dimnit ský i fjarska. Þetta var
regnský, sem færðist í áttina til okkar. Innan stundar
helltist yfir okkur demba af köldu regni. Við létum
rigna í lófa okkar og veittum þessum lífgjafar vatns-
straum niður þurrar kverkarnar.
Bænarstund okkar tíunda daginn hófst með því, að
Cherry las Faðirvorið. Síðan framhar hver upphátt
sína bæn. Syndirnar voru játaðar bert og hispurslaust.
Mér er ljúít að viðurkenna, að ég' gerði einnig mina
syndajátning, taldi fram og játaði hitt og þetta, sem ég
liafði gerzt sekur um.
Við bænagjörðina átjánda daginn bað ég um hjörg-
un úr þessum liörmungum. Aldrei áður hafði ég beðið
svo heitt og innilega. Og þegar hænastundinni lauk,
liafði mér aukizt liugarþrek og ég fann með sjálfum
mér, að nú mundi okkur berast hjálp.
í birtingu hins 21. dags vaknaði ég við það að De-
Angelis kallaði til mín. „Jim,“ sagði hann. Þetta geta
svo sem vel verið hillingar einar, en er ekki eitthvað
þarna framundan?
Og þettta reyndist rétt vera hjá honum. Þarna sáust
pálmatré, en þau voru í 12 milna fjarlægð. An hjálp-
ar Guðs hefði það verið okkur gjörsamlega ókleift
að ná til þessarar ejrjar.
Ég' Iirópaði til Guðs og liann gaf mér kraft. Og eins
og af ótta við að svo kynni að fara að Guð heyrði
elcki til mín fyrir hávaðanum i storminum, þá hróp-
aði ég aftur og aftur af öllum kröftum, en svo mátt-
farinn var ég nú orðinn, að ég liafði ekki einu sinni
krafta til þess að beygja títuprjón. En þegar ég nú
fór að reyna að róa hátnum í áttina til eyjarinnar,
var engu líkara en árarnar væru sjálfvirkar og hendur
mínar þyrftu ekki annað en fvlgja eftir hreyfingum
þeirra.
Þetta var ekki kraftUr arma minna. Hér var Drott-
inn að verki.
Jafnskjóttt og við náðum landi á eyjunni féllum
við á kné og' færðum Drotni þakkir fyrir þessa undur-
samlegu björgun. Við vorum nú komnir úr greipum
liafsins, höfðum fast land undir fótum.
Ég hef oft og mörgum sinnum sagt þessa sögu
mína og vil segja hana meðan ævin endist.
Eins og marga rekur minni til vakti hrakningasaga þessi
heimsathygli á sínum tíma.