Fagnaðarboði - 01.03.1970, Blaðsíða 1

Fagnaðarboði - 01.03.1970, Blaðsíða 1
Dagur viðreisnarinnar Ræða eftir William Branham. Mig langar til þess að lesa fyrir j'kkur úr Jóelsbók 1, 1—4. Orð Drottins, sem kom til Jóels ... Heyrið þetta, þér öldungar, og hlustið allir íbúar landsins! Hefir slíkt nokkurn tíma til borið á yðar dögum eða á dögum feðra yðar? Segið börnum yð- ar frá því og börn yðar sínum börnum og börn þeirra komandi kynslóð. Það sem nagarinn leifði, það át átvargurinn; það, sem átvargurinn leifði, upp át flysjarinn, og það sem flysjarinn leifði, upp át jarð- vargurinn. En i öðrum kapítula sömu spádómsbókar 25.—27. versi gefur Drottinn loforð: / > 9 af því að Hann heyr- ir grátbeiðni mína, því að Hann hefir hneigt eyra sitt að mér, og alla æfi vil ég ákalla Hann. Þeg- ar snörur dauðans umkringja mig, og angist helj- ar mætir mér, þegar ég mæti nauðum og harmi, þá ákalla ég Nafn Drottins: Æ, Drottinn, bjarga sál minni! Náðugur er Drottinn og réttlátur, og vor Guð er miskunnsamur. Drottinn varðveitir varnarlausa, þegar ég er máttvana hjálpar Hann mér. (Sálm. 116, 1—6.) v_______________________________________________) Ég elska Drottin Ég bæti yður upp árin, er átvargurinn, flysjarinn, jarðvargurinn og nagarinn átu, — minn mikli her, er ég sendi móti yður. Þér skuluð éta og mettir verða og vegsama Nafn Drottins, Guðs yðar, sem dásamlega hefir við yður gjört, og þjóð mín skal aldrei að eilífu til skamm- ar verða. Jóel var að tala um ísraelstréð og skýra frá því, að það, sem einn eyðandinn hefði skilið eftir, hefði annar upp étið. Gyðingunum hefur ávallt verið líkt við fikjutré. Ég hygg; að Jóel hafi átt við ísrael, þegar hann var að tala um, að tréð hefði verið upp étið. Þeir voru að upp éta vínvið Drottins, arfleifð Hans. ísrael eyddist, þar til ekkert var eftir, nema nakinn, blæðandi stúf-

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.