Fagnaðarboði - 01.03.1970, Blaðsíða 4

Fagnaðarboði - 01.03.1970, Blaðsíða 4
4 F A G N A Ð A R B O Ð I Undursamlegt lækningarmáttarverk Drottins Drottinn er Guð, og1 Hann lét oss ljós skína. Tengið saman dansraðirnar með laufgreinum, allt inn að altarishornunum. (Sálm. 118, 27.) Ég vil hér segja frá dásamlegu máttarverki Drottins, sem gerðist á mér fyrir 35 árum. Allt frá tíu ára aldri og fram yfir tvítugt var mér stöðugt að deprast sjón. Strax og ég kvartaði um að mér fvndist ég ekki sjá nógu vel, var farið með mig til augnlæknis. En ekki fann hann þá neitt athugunarvert við sjón mína og taldi mig eltki þurfa að nota gleraugu. En að ári liðnu var aftur farið með mig til hins sama læknis, og varð úrskurður hans sá, eftir að hafa rann- sakað augu mín, að hér væri mikil alvara á ferðum. Áminnti hann þá móður mína og taldi, að fyrr hefði átt að leita læknis með mig. Ég væri enn barn að aldri og því algerlega á ábyrgð foreldranna. Lét hann sér ekki segjast, að hann hefði rannsakað augu mín og mælt sjón mína fyrir einu ári, þar til hann fann nafn mitt í dagbók sinni. Ég félclc nú gleraugu. En næstu tíu árin hrakaði sjón minni svo, að ég þurfti stöðugt, jafnvel tvisvar til þrisv- ar á ári, á sterkari gleraugum að halda. Líður svo fram til ársins 1934. Legg ég þá enn af stað til þess að fá sterkari gleraugu. En þá leiðist í ljós, að ég gekk þá þegar með þau sterkustu gler, sem til greina kom að ég gæti notað. Úrskurður þess læknis, sem ég þá leit- aði til, var sá, að sjón mín myndi halda áfram að dofna og við því væri ekkert hægt að gera. Enn leið eitt ár, og merkti ég greinilega, að sjón minni fór ávallt heldur hralcandi. Þannig var nú komið fyrir mér, þegar ég í maí-mán- uði árið 1935 var á samkomu að Austurgötu 6, Hafnar- firði. I hjarta mínu átti ég trúarsannfæringuna um það, að Jesús Kristur væri minn Frelsari. Mér er það minn- isstætt að lesinn var 18. kap. Lúkasar guðspjalls. Þar er i 35.—43. versi frásögnin um blinda manninn, sem sat við veginn. Þegar lionum var sagt, að Jesús færi hjá, hrópaði hann: Jesú, Sonur Davíðs, miskunna þú mér! Og þó á hinn blinda væri hastað, lirópaði hann því meir á Jesúm. Flestir þeir, sem á samkomunni voru höfðu sína Biblíu og fylgdust með textanum, sem lesinn var. Þeg- ar ég var að lesa Orð Jesú til blinda mannsins: Hvað vilt þú að ég gjöri fyrir þig? Og síðan áfram í frásögninni, þegar liinn hlindi hafði borið fram bænarorð sín: Herra, það, að ég fái aftur sjón mína, að Jesús sagði við liann: Verð þú aftur sjáandi! Trú þín hefir gjört þig heilan, þá urðu þessi Orð lifandi til mín, og kröftug. Ég fann greinilega, hvernig þau gengu beint af blaðsíðunni inn í hjarta mitt, þrengdu sér inn með þá dýrðlegu opin- berun, að Jesús væri hinn sami til að gefa mér sjónina, eins og Hann gaf hana þessum blinda manni, aðeins ef ég kæmi leitandi hjálpar Hans. Ég sagði engum á samkomunni frá þessum dýrðlegu sannindum, sem Frelsari minn hafði birt mér í náð og elskn sinni, og með því gefið mér trúna og sannfæring- una um það, að Hann vildi lækna mig. Þegar ég svo fór að lesa í Guðs Orði um kvöldið heima hjá mér, styrkt- ist ég enn í trúnni, að Drottinn vildi gefa mér fulla og eðlilega sjón. Næsta kvöld fór ég til Guðrúnar Jónsdóttur og bað hana um að biðja fyrir mér og sagði henni jafnframt frá þvi, sem fram við mig hafði komið frá Drottni á samkomunni. Og lofaður og vegsamaður sé Drottinn minn og Frels- ari. Hann heyrði bænina og gaf mér aftur fulla sjón, sem Hann hefur varðveitt með mér fram á þennan dag, eða í 35 ár. Fyrir Hans henjar er ég heilbrigð. Fyrir þeim lækn- andi krafti verða allir sjúkdómar að víkja. Guð hefur í kærleiksráði sínu fyrirbúið öllum mönn- um syndafyrirgefning, og lausn og lækning allra meina fyrir píslir og dauða síns elskaða Sonar. Og dýrð og þakkir séu Guði fyrir Hans miklu náð, því öll þessi ár, þegar eitthvað hefur orðið að mér eða ástvinum mín- um, hefur Drottinn gert sjálfan sig kunnan til okkar í máttar- og miskunnarverkum. Ég vil lofa Drottin meðan ég lifi, lofsyngja Guði mín- um, meðan ég er til. (Sálm. 146, 2). Vilborg Björnsdóttir.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.